Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 15:33:05 (1663)

1997-12-04 15:33:05# 122. lþ. 35.2 fundur 287. mál: #A sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar# frv., ÓE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[15:33]

Ólafur G. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst satt að segja að hæstv. ráðherra geti ekkert fullyrt um að sú breyting sem kann að verða á kjördæmaskipaninni, á grundvelli þeirrar vinnu sem nú fer fram, hljóti að leiða til þess að núv. Reykjavíkurkjördæmi og þessi hluti úr Reykjaneskjördæmi, þ.e. Kjalarneshreppurinn, verði eitt kjördæmi. Mér virðist hæstv. ráðherra fullyrða meira en hann hefur efni á. Það er algjörlega órætt hvernig breyta eigi kjördæmaskipuninni. Það hefur alla vega ekki verið rætt í mínum þingflokki. Mér er kunnugt um að nefnd er að störfum en að þetta sé niðurstaða sem liggi nú á borðinu kemur mér mjög á óvart.