Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 18:31:45 (1694)

1997-12-04 18:31:45# 122. lþ. 35.3 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[18:31]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er eiginlega að ítreka þá afstöðu mína að fólk eigi ekki að gjalda þess þótt Íhaldið, með stórum staf, sé við stjórn í sveitarfélögum. Það er rétt hjá hv. þm. að það er komið undir pólitískum viðhorfum á hverjum stað hvort ráðist er í félagslegar íbúðarbyggingar og hvert framboðið er. Hins vegar nýtur fólk húsaleigubóta og hefur einvörðungu verið að njóta húsaleigubóta í gegnum húsnæði á einkamarkaði. Þannig að mismunun er margföld. Meira hef ég í rauninni ekki að segja um þetta að sinni.