Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 08. desember 1997, kl. 18:32:02 (1861)

1997-12-08 18:32:02# 122. lþ. 37.9 fundur 330. mál: #A lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (uppgjör á skuldbindingum, iðgjöld til B-deildar) frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur

[18:32]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Pétur Blöndal, hv. 16. þm. Reykv., talaði um kjarasamninga kennara og þau ógurlegu aukaútgjöld sem þeir samningar hefðu fyrir ríkissjóð. Gekk hann þar út frá að laun kennara almennt hefðu hækkað um 30% á línuna. Því miður hafa miklar rangfærslur verið í fréttum af kjarasamningnum. Mér er mjög vel kunnugt um það að langflestir kennarar í landinu hækkuðu ekki um nein 30% með kjarasamningnum. Laun þeirra kunna að hafa hækkað um 30% í lok samningstímans en það gerðist ekki núna. Flestir voru að hækka sem svarar 3--4 þúsund krónum á mánuði. Það voru engin 30%. Ég vildi að þetta kæmi fram því að ég á mjög erfitt með að hlusta á þessar rangfærslur endurteknar í sífellu en það var ekki svona. Laun skólastjóra hækkuðu mest á samningstímanum og svo laun þeirra kennara sem eru alveg nýir í starfi. Einhvern veginn var fengin út meðaltalstalan 30% en hún á ekki við um laun þeirra kennara sem taka nú eftirlaun samkvæmt eftirmannsreglunni.