Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 08. desember 1997, kl. 18:36:27 (1864)

1997-12-08 18:36:27# 122. lþ. 37.9 fundur 330. mál: #A lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (uppgjör á skuldbindingum, iðgjöld til B-deildar) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur

[18:36]

Pétur Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta er ljóðurinn á eftirmannsreglunni sem segir að ekki sé hægt að hækka laun hjá vinnandi fólki nema að stórauka um leið skuldbindingu launagreiðandans vegna starfsmanna sem eru komnir á lífeyri. Ég veit ekki betur en kennarasamtökin sjálf hafi samið svona. Þau hafi komið með alls konar sporslur til að hækka ekki dagvinnulaunin, til að auka ekki lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs og ná fram launum á annan hátt.