Fjáraukalög 1997

Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 12:26:00 (1988)

1997-12-10 12:26:00# 122. lþ. 39.2 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur

[12:26]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég er kannski að endurtaka sjálfan mig að einhverju leyti en það sem mér finnst vanta varðandi þær tillögur sem er verið að gera er að það vantar heildstæðar tillögur um að leysa þann vanda sem fyrir liggur. Það á að gera tillögur út frá því að búið sé að skoða kerfið. Einhverjar nefndir inni á spítölunum eru að grauta í þessu, einhverjar nefndir skipaðar til að skoða landsbyggðarsjúkrahúsin, einhverjar nefndir til að gera tillögur um sameiningu og allt of margir fást við verk sem er ekki eins flókið eins og það lítur út fyrir að vera. Ef menn taka þau gögn sem fyrir liggja og gera tillögur út frá þeim er hægt að leysa málið. Til þess þarf 1,5 milljarða núna í dag, þá er hægt að leysa það mál sem blasir við sem vandi og til þess þurfa menn að taka á. 200 millj. potturinn gerir ekki neitt í þessu, 320 millj. sem eru meðfylgjandi í fjáraukalög gera heldur ekki neitt í þessu. Það er bara verið að stinga snuði upp í aðilana sem reka þær stofnanir og 80 millj. eru eina sem er hægt að mæla með sérstaklega.

Þingmaðurinn segir já.