Fjáraukalög 1997

Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 12:27:36 (1989)

1997-12-10 12:27:36# 122. lþ. 39.2 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., heilbrrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur

[12:27]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég er ánægð að heyra að hv. þingmenn samþykkja tillöguna. Við erum að samþykkja aukið fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum að samþykkja tillögu um einn milljarð til viðbótar við það sem áður var ákveðið. Menn geta ekki talað á sama tíma um það að verið sé að skera niður þegar við erum að bæta milljarði við.

Hér hefur komið fram að það sé óeðlilegt að það séu stýrinefndir sem koma hér að. Það er mjög eðlilegt að svo sé. Það er mjög eðlilegt að gerðir séu samningar við sjúkrahúsin um reksturinn og ég held einmitt að við höfum góða reynslu af slíku. Hér hafa verið þriggja manna nefndir uppi sem hafa verulega sýnt að það borgar sig að fulltrúar úr ráðuneytinu vinni með forstjórum heilbrigðisstofnananna.