Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 18:55:24 (2074)

1997-12-12 18:55:24# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[18:55]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Málið snýst ekkert um það sem hv. þm. var að tala um. (EOK: Jú.) Málið snýst um það að hvergi í heiminum nema á Íslandi eru sjúklingar geymdir úti á göngum í stórum stíl. Hvergi í heiminum nema á Íslandi er það þannig að sjúklingar séu geymdir í skolherbergjum eins og á Íslandi. (Gripið fram í: Og salernum.) Og hvergi í heiminum (Gripið fram í.) er það þannig nema á Ísland að það liggur fyrir að gjörgæsludeildir halda hvorki vatni né vindum. Það verður að loka þeim vegna þess að það rignir inn í þær. Þannig er veruleikinn í dag, herra forseti, sem hv. þm. þyrfti að kynna sér.