Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:19:38 (2129)

1997-12-13 14:19:38# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:19]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Lengi hefur verið til vansa hversu naumt hefur verið skorið fé sem Námsgagnastofnun hefur verið ætlað til að gegna hlutverki sínu. Eftir alla þá umræðu sem hefur farið fram í þjóðfélaginu að undanförnu um að bæta skólastarf, og þar hlýtur Námsgagnastofnun að gegna veigamiklu hlutverki, leggjum við til að fjárveitingar til stofnunarinnar verði auknar um 40 millj. Ég segi já.