Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:45:43 (2141)

1997-12-13 14:45:43# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:45]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi tillaga felur í sér að fæðingarorlof feðra verði einn mánuður í stað tveggja vikna eins og ríkisstjórnin áformar en á dagskrá fundarins á eftir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrv. er frv. heilbrrh. þar að lútandi. Þá mun ég skýra nánar nauðsyn þess að fæðingarorlof feðra verði ekki styttra en einn mánuðir í fyrsta áfanga. Ég segi já.