Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:35:10 (2175)

1997-12-13 15:35:10# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:35]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Formaður fjárln., hv. þm. Jón Kristjánsson, hefur í fjölmiðlum gert lítið úr þeim hugmyndum stjórnarandstöðunnar að sækja meiri tekjur í ríkissjóð með betri og virkari innheimtuaðgerðum, að slíkir peningar væru sýnd veiði en ekki gefin. En hið sama á auðvitað við um allar þær tekjur sem ríkissjóður ætlar sér að ná á næsta ári. Það er ekki króna komin í kassann og hæstv. fjmrh. treystir sér ekki einu sinni til að segja okkur hversu margar þær muni verða. En þær koma auðvitað ef viðeigandi aðferðum er beitt.

Hið sama á við um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið. Til þess næst ekki ef menn ekki reyna. Okkur er full alvara og leggjum því til aukið fjármagn til embættis skattrannsóknarstjóra. Um það snýst þessi tillaga. Ég segi já.