Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:40:34 (2179)

1997-12-13 15:40:34# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:40]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þetta er tillaga um að til viðbótar komi 65 millj. kr. fjárveiting vegna tvöföldunar einbreiðra brúa. Á þessum fjárlögum rennur einn milljarður og 64 millj. af mörkuðum tekjustofnum til vegamála beint í ríkissjóð aftur. Skattar af ökutækjum og eldsneyti eru miklir hér á landi og við teljum eðlilegt að þessar fjárveitingar fari til þess sem þær eru ætlaðar. Á hringveginum eru enn þá 116 einbreiðar brýr. Þetta eru skelfilegir slysavaldar og slysagildrur um vegakerfið okkar og fjölmargar einbreiðar brýr eru einnig á tengivegum við hringveginn. Við teljum að það þurfi að flýta því að tvöfalda þessar brýr og leggjum þess vegna fram þessa brtt. Ég segi já.