Fæðingarorlof

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 17:39:09 (2206)

1997-12-13 17:39:09# 122. lþ. 42.13 fundur 343. mál: #A fæðingarorlof# (feður) frv. 147/1997, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[17:39]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrir þinginu liggur frv. til laga um breytingar á þeim ákvæðum sem hv. þm. nefndi áðan varðandi þá foreldra sem hafa flust út og ekki átt rétt, hvorki hér né erlendis. Frv. liggur á borðum þingmanna og ég átti von á að geta mælt fyrir því í dag en það verður að bíða betri tíma.

Okkur er kunnugt um þau vandamál sem hafa skapast og því er nauðsynlegt að réttarstaða þessa fólks verði tryggð. Svo verður gert með þessu frv. ef að lögum verður.

Varðandi gildistöku reglugerðarinnar sem hv. þm. kom inn á áðan líka þá er ekki búið að taka afstöðu til þess frá hvaða tíma sú reglugerð gildi.