Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 16:44:00 (2255)

1997-12-15 16:44:00# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, HG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[16:44]

Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tók ekki eftir því að í máli hv. framsögumanns nefndarinnar kæmi neitt fram um það sem skæri úr um það hvort verið væri að leggja til að áætlanir um meiri háttar landgræðslu- og skógræktarframkvæmdir væru samkvæmt skilningi nefndarinnar háðar framkvæmdaleyfi eða ekki. Ég tók ekki eftir því. Það er auðvitað ekki fært að afgreiða mál í hendur þingsins til atkvæðagreiðslu, hvað þá til framkvæmdarvaldsins, þegar það standa hér uppi gagnstæðar túlkanir frá þeim sem undirritað hafa nál. með brtt. Það bara gengur ekki upp. Tilmæli mín standa því óbreytt. Hér hefur engin yfirlýsing komið um það að taka málið til frekari skoðunar í þingnefnd milli umræðna. Það væri einn möguleikinn sem er hugsanlegur í þessu máli. En ég tel það vera fyrir neðan allar hellur að ætla að afgreiða málið frá þinginu eins og hér er lagt upp með af meiri hluta nefndar.