Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 17:03:34 (2265)

1997-12-15 17:03:34# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[17:03]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki frá því að hv. þm. rugli eilítið saman lagasetningunni frá því í vor og hins vegar brtt. sem við erum að tala fyrir núna. Það kemur fram í brtt. þar sem við erum að tala um meiri háttar framkvæmdir að það er allt annað en það sem við erum að ræða um varðandi minni háttar gróðursetningar, breytingu á landnotkun og þess háttar. Það er nákvæmlega þess vegna sem við setjum fram þessar brtt. til að koma í veg fyrir slíka fjötra. Ég vona, eftir að hafa skýrt þetta út á þennan hátt, að menn skilji að þetta er nákvæmlega það sem ég er að meina en ekki það sem hv. þm. er að benda á sem eru atriði úr lagasetningunni en ekki brtt.