Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 17:47:06 (2276)

1997-12-15 17:47:06# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, Frsm. ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[17:47]

Frsm. umhvn. (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Í brtt. eða í nál. er hvergi talað um það að meiri háttar skógræktarframkvæmdir eða landgræðsluframkvæmdir skuli ekki háðar framkvæmdaleyfi. Í nál. stendur, eins og ég lýsti í framsögunni, með leyfi forseta:

,,... verði ákvæðinu einkum ætlað að ná til breytinga á landi með t.d. jarðvegi eða efnistöku.``

Það er fyrst og fremst það sem meiri hluti nefndarinnar hefur áhyggjur af. En landgræðsla til þess að endurheimta náttúruleg gæði lands og friðun lands til þess að gefa náttúrulegum gróðri tækifæri til að spretta, eru ekki þeir hlutir sem framkvæmdaleyfi ættu að ná til.