Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:38:18 (2810)

1997-12-19 14:38:18# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:38]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Á sama tíma og tekjur Atvinnuleysistryggingasjóðs eru skertar með lækkun tryggingagjalda eru auknar fjárhagsskuldbindingar settar á sjóðinn, hlutdeild í rekstri svæðisvinnumiðlana upp á 100 millj. kr. en áður hefur sjóðnum verið gert að fjármagna starfsmenntunarsjóð og atvinnusjóð kvenna. Sjóðurinn hefur ekki lengur ríkisábyrgð á bak við sig og er honum ætlað að vera sjálfbær. Þá þarf löggjafinn líka að tryggja að svo verði í reynd. Þetta lagaákvæði gengur í þveröfuga átt og ég greiði atkvæði gegn því.