Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:42:32 (2813)

1997-12-19 14:42:32# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:42]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er niðurstaða okkar í minni hlutanum að leggjast ekki gegn breytingum 8.--10. gr. á lögum um almannatryggingar sem frv. felur í sér. Við gerum það í ljósi yfirlýsinga hæstv. forsrh. í umræðunum sem tæpast verða túlkaðar öðruvísi en þannig að með orðalagi 9. gr. frv., þar sem segir að taka skuli mið af launaþróun, sé í reynd verið að segja að upphæðir almannabóta og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr. almannatryggingalaga skuli beinlínis fylgja launaþróun eða launavísitölu. Í trausti þess að við þetta verði staðið og í ljósi þess að fyrirhugaðar breytingar eru þrátt fyrir allt til mikilla bóta frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar og meiri hlutans 1995 um að afnema með öllu slíka tengingu er þetta afstaða okkar.