Fjárlög 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 17:29:28 (2832)

1997-12-19 17:29:28# 122. lþ. 49.14 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[17:29]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Hér talaði hv. formaður heilbr.- og trn. Alþingis og ætlast til þess að sjálfsögðu að við höfum svör við flestum spurningum. Við höfum fjallað um þetta mál en það virðist hins vegar ekki hafa verið gert í heilbr.- og trn. ef marka má það nefndarálit sem hv. heilbr.- og trn. sendi frá sér varðandi fjárlög næsta árs. Þar var ekki ráð að finna sem ætlast er til þess að sé til í fjárln. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson verður að átta sig á því að ætlast er til þess að fagnefndir fjalli faglega um mál, leggi fram tillögur og hugmyndir en kalla ekki aðra aðila til hjálpar.

Ég ætlast til þess, herra forseti, að heilbr.- og trn. leggi til ráð og ég ætlast til þess að hún komi mjög að því verki sem fram undan er. Ég bíð eftir því að heyra hugmyndir og tillögur hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar þegar þar að kemur.