Fjárlög 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 17:35:24 (2835)

1997-12-19 17:35:24# 122. lþ. 49.14 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, Frsm. minni hluta KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[17:35]

Frsm. minni hluta fjárln. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki haldið því fram að það leysti öll vandamál að breyta skipan stjórna í sjúkrahúsunum. Hins vegar held ég að það muni hjálpa til við að ríkisstjórn á hverjum tíma geti framfylgt stefnu sinni. Ég er þeirrar skoðunar um rekstur sjúkrahúsanna í Reykjavík að auka þurfi samrekstur þeirra eins og ég gat um í ræðu minni. Ég var ekki að leggja þar til að það ætti að sameina þær stofnanir en ég tel að það þurfi að samreka þær í ríkara mæli en nú er til að koma í veg fyrir offjárfestingu og tvíverknað og kostnað sem af því hlýst og ég vitna til skýslu um VSÓ um það efni. Ég held að okkur sé full nauðsyn á því að grípa til þessara aðgerða.