Fjárlög 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 21:53:35 (2864)

1997-12-19 21:53:35# 122. lþ. 49.14 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[21:53]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Eins og ég sagði, virðulegi forseti, í andsvari áðan, hafa sveitarfélögin og ríkið gert með sér samning og samningurinn gengur út á það að ríkið mun sjá fyrir fjárframlögum til þessa fyrirtækis. Það liggur fyrir. Ríkið getur gert það með ýmsum hætti. Það er rétt hjá hv. þm. að ekki er hægt að gera það með skattheimtu á aðila í þjóðfélaginu án þess að til séu lög, en hægt er að afla fjár öðruvísi en með skattheimtu. Til dæmis er hægt að afla fjár með samningum við aðila, þar á meðal fyrirtæki, án þess að um sé að ræða skattheimtu á einhverja. Ég vil því endurtaka að séð verður fyrir þessum fjármunum og það verður gert löglega.