Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 17:53:27 (2974)

1997-12-20 17:53:27# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[17:53]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það er ekki nóg að taka þátt í rannsóknum og býsnast síðan yfir útkomunni og skólakerfinu eins og gerðist þegar niðurstöður úr TIMSS-rannsókninni voru kynntar í fyrra. Það þarf að vinna úr þessum rannsóknum til að hægt sé að átta sig á hvar skóinn kreppir helst svo takmörkuðu fjármagni til skólanna sé beint í þá farvegi sem líklegastir eru til að bæta skólastarfið. Um það snýst þessi brtt., um litlar 5 millj. kr. Ég segi já.