Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:07:40 (2981)

1997-12-20 18:07:40# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:07]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Geðdeildinni í Arnarholti, deild 35, var lokað vegna niðurskurðar í fyrra. Hluta sjúklinganna var komið í aðra vist með misjöfnum afleiðingum. Fyrir níu geðsjúklinga voru engin úrræði nema gatan. Vegna þess var haldið úti lágmarksþjónustu fyrir þá í Arnarholti. Tillagan er um að þetta fólk fái áfram slíka þjónustu í Arnarholti. Þessir geðfötluðu einstaklingar mega ekki lenda utan garðs. Þess vegna er tillaga lögð fram um 8 millj. kr. fjárveittingu til þeirra.