Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 59 – 59. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 83/1994, um umboðsmann barna.

Flm.: Kristjana Bergsdóttir, Jón Kristjánsson, Hjálmar Árnason.



1. gr.

    3. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Skýrsluna skal prenta og birta opinberlega fyrir 1. september ár hvert og taka til umræðu á Alþingi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt þar sem flutningsmönnum þykir skorta vettvang til umræðna um störf umboðsmanns barna. Flutningsmenn telja að lögbundin umræða á Alþingi Íslendinga um árlega skýrslu umboðsmanns barna veiti embættinu aukið vægi og skapi réttindamálum barna og ungmenna fastan sess í störfum þingsins.
    Umboðsmanni barna berst árlega fjöldi erinda af vettvangi barna og ungmenna sem spann ar nánast öll svið þjóðlífsins. Í skýrslu hans eru þessi erindi tilgreind og flokkuð ásamt um fjöllun um þau verkefni sem umboðsmaður telur brýnt að vinna að til að bæta hag barna á Ís landi og tryggja öryggi þeirra og vellíðan. Það yfirlit sem umboðsmaður barna tekur saman í skýrslunni er þingmönnum þarft til upplýsingar, skilvirkrar umfjöllunar og ákvarðanatöku á Alþingi í málefnum er varða börn og ungmenni.
     Í aðfaraorðum umboðsmanns barna að skýrslunni segir : „Í starfi mínu sem umboðsmaður barna hef ég komist að raun um það, að á Íslandi eigum við eftir að að vinna grundvallarstarf í málefnum barna og ungmenna og sömuleiðis eigum við margt ólært í þeim efnum. Að mínu mati erum við almennt séð komin mun styttra á veg en hin Norðurlöndin, sem við að öðru jöfnu berum okkur saman við.“
    Þessi orð ættu að vera öllum sem að málefnum barna koma hvatning til að virða réttindi þeirra, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði og vanda til allra verka sem eiga að þjóna hagsmunum og öryggi barna. Árleg umfjöllun á Alþingi um skýrsluna er nauðsynlegur stuðn ingur við það grundvallarstarf sem fram undan er og getur verið mikilvægur þáttur í almennri vitundarvakningu um réttindi barna í þjóðfélaginu.
    Í skýrslunni kemur fram að málefni er varða skólann voru flest þeirra erinda er bárust skrifstofunni á árinu 1996. Þar nefnir umboðsmaður m.a. ábendingar um einelti og hefur ákveðið að taka til sérstakrar umfjöllunar einelti í skólum. Mun sú vinna þegar hafin. Það ofbeldi eða einelti sem viðgengst er ljóður á íslensku skólastarfi. Samkvæmt erlendum rann sóknum má gera ráð fyrir að um 10% íslenskra skólabarna þurfi að þola þær þjáningar sem stöðug ógn ofbeldis eða eineltis er. Viðleitni barna og forráðamanna þeirra til að leita leiða til að tryggja öryggi barna gegn einelti/ofbeldi í skólum getur orðið ein þrautaganga innan kerfisins þar sem hvarvetna er komið að lokuðum dyrum. Þetta ástand samrýmist ekki al mennri réttlætisvitund fólks. Á þessu sviði þurfa stjórnvöld m.a. að koma með aðgerðir til úrbóta.
    Mikilvægi þess að skapa vettvang á Alþingi til að fjalla um störf umboðsmanns barna er ekki síst vegna sérstöðu barna í þjóðfélaginu. Börn eru ekki þrýstihópur og hafa ekki þroska til að setja sér heilsteypt markmið sem þjóna hagsmunum þeirra og þörfum og til að fylgja þeim eftir. Þess vegna er þörf á því að yfirvöld séu mjög vakandi gagnvart hagsmunum þessa yngsta aldurshóps sem er tæpur þriðjungur þjóðarinnar.