Ferill 66. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.





122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 66 – 66. mál.



Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um sölu á raforku um sæstreng.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



1.      Hver er staða viðræðna um lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlandseyja eða meginlands Evrópu?
2.      Hverjir eru tækni- og kostnaðarþættir málsins, m.a. flutningsgeta og áætlaður stofn- og rekstrarkostnaður?
3.      Um hversu mikla orku er rætt í þessu samhengi, afl og ársframleiðslu, og til hvaða virkjana hefur einkum verið horft í því samhengi?
4.      Á hvaða forsendum yrði samið um slíka orkusölu, fjármögnun, afhendingu og orkuverð?
5.      Hverjir hafa umsjón með málinu af Íslands hálfu og hvaða áfangar eru fram undan í viðræðum um það?


Skriflegt svar óskast.