Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 106 – 106. mál.



Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um biðlauna- og lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisbankanna.

Frá Guðrúnu Helgadóttur.



1.      Telur ráðherra það samrýmast 72. gr. stjórnarskrárinnar að mikilvægur þáttur í lögkjörum starfsmanna ríkisbankanna, svo sem réttur til biðlauna, sé skertur eins og gert var með lög um nr. 50/1997 eða réttur ríkisstarfsmanna til biðlauna eins og gert var með lögum nr. 70/1996?
2.      Telur ráðherra vafa leika á að áunninn lífeyrisréttur starfsmanna ríkisbankanna þar til hlutafélögin um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands voru stofnuð verði ríkistryggður?