Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 161 – 161. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um framkvæmd EES-reglugerðar um félagslegt öryggi.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hvaða fjárhæðir, sundurliðaðar eftir árum, hefur íslenska ríkið þurft að greiða vegna lyfjakaupa íslenskra lífeyrisþega búsettra um stundarsakir erlendis sem nýta sér rétt til hvers konar lyfjakaupa þar samkvæmt EES-reglugerð E/121, um félagslegt öryggi? Hver er heildar fjöldi lífeyrisþeganna orðinn frá því að Ísland gerðist aðili að samkomulagi um þann rétt?