Ferill 168. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 168 – 168. mál.



Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um rannsóknir á lífríki sjávar.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



1.      Hafa farið fram rannsóknir á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar eða annarra aðila sem miða að því að kanna skaðleg áhrif veiðarfæra á lífríki sjávar? Ef svo er, hvenær hófust þær rannsóknir, hversu víðtækar eru þær og hver er árlegur kostnaður af þeim?
2.      Hefur verið reynt að meta hugsanlegan skaða sem veiðarfæri hafa valdið á lífríki sjávarbotnsins innan efnahagslögsögunnar og áhrif þess skaða á vistkerfið í heild sinni eða á ein staka nytjastofna? Ef slíkt mat hefur farið fram, hverjar voru niðurstöður þess?


Skriflegt svar óskast.