Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 194 – 192. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um kennara og leiðbeinendur.

Frá Svavari Gestssyni.



1.      Hvert er hlutfallið milli grunnskólakennara og leiðbeinenda miðað við stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar:
       a.      í Reykjavík,
       b.      í öðrum sveitarfélögum á landinu?
2.      Hvert er hlutfallið milli framhaldsskólakennara og leiðbeinenda miðað við stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar:
       a.      í Reykjavík,
       b.      í öðrum sveitarfélögum á landinu?
3.      Hvernig skiptast leiðbeinendur í grunnskólum annars vegar og framhaldsskólum hins vegar eftir menntun og kyni, þ.e. hvert er hlutfall kvenna og karla sem hafa:
       a.      lokið háskólaprófi,
       b.      háskólamenntun án lokaprófs,
       c.      stúdentspróf sem lokapróf,
       d.      aðra menntun á framhaldsskólastigi,
       e.      grunnskólapróf sem lokapróf,
       f.      ekki grunnskólapróf?


Skriflegt svar óskast.
















Prentað upp.