Ferill 114. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 219 – 114. mál.


Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, Gísla S. Einarssonar, Kristínar Halldórsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið 5 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 03-199 í fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?

    Eftirfarandi verkefni hafa fengið framlag af ráðstöfunarfé ráðherra:

Verkefni
Kr.


Útgáfa forvarnablaðs um áfengis- og vímuefnamál          60.000
Styrkur til Íslendingafélagsins í Chicago           45.000
Kynnisferð lögregluskólanema af Keflavíkurflugvelli til lögreglunnar í Kaupmannahöfn           10.000
Kynnisferð lögregluskólanema af Keflavíkurflugvelli til lögreglunnar í Kaupmannahöfn           10.000
Kynnisferð lögregluskólanema af Keflavíkurflugvelli til lögreglunnar í Kaupmannahöfn           10.000
Kynnisferð lögregluskólanema af Keflavíkurflugvelli til lögreglunnar í Kaupmannahöfn           10.000
Kynnisferð lögregluskólanema af Keflavíkurflugvelli til lögreglunnar í Kaupmannahöfn           10.000
Leiðangur Íslendinga á Mont Everest           100.000
Kynnisferð til Unesco           77.700
Norræna málflutningskeppnin           75.000
Fyrirlestrarferð á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada           30.000
Kynning á skáldverkum í Bandaríkjunum og Bretlandi           40.000
Þátttaka í ráðstefnu um réttindi maka stjórnarerindreka           100.525
Þátttaka í ráðstefnu um réttindi maka stjórnarerindreka           100.525
Þátttaka í ráðstefnu alþjóðasamtaka sagnfræðinema í Póllandi           30.000
Ólympíuleikar smáþjóða           50.000
Þátttaka í baráttu til að fá samviskufangann Mansur Rajih leystan úr haldi í Jemen           95.000
Tónleikaferð Íslensku óperunnar til Ítalíu           100.000
Þýðing og kynning á íslensku skáldverki erlendis           30.000
Þátttaka í alþjóðamóti í bridds           100.000
Aðalfundur „International Sport and Culture Association“           100.000
Menningardagar í Kína           100.000
Styrkur til verkefnis í London vegna samstarfssamnings utanríkisráðuneytis
    og Tækniskóla Íslands           50.000
Styrkur til verkefnis í Kaupmannahöfn vegna samstarfssamnings utanríkisráðuneytis
    og Tækniskóla Íslands           50.000
Heimildarmyndin „Wild Life in Iceland“           150.000
Fræðslu- og námsferð kennara nýbúa til Tælands           50.000
Höggmyndasýningin „Kristnitaka í Skálholti“           50.000
Undirbúningar þáttagerðar um landnám Íslendinga í Vesturheimi           75.000
Þáttagerð um Bosníu           250.000
Sjónvarpsþáttur um Norðmenn á Íslandi á árum síðari heimstyrjaldar           60.000
Styrkur til þátttöku stúdenta HÍ á NOM-fundi í Stokkhólmi           50.000
Styrkur til Landssamtakanna heimili og skóli vegna ráðstefnu norrænna foreldrahreyfinga          100.000
Þáttagerð um Bosníu, síðari hluti           250.000

Verkefni
Kr.


Félagsstarf Íslendinga á Norður-Jótlandi           30.000
Til málverkasýningar í Argentínu           70.000
Til kynningar erlendis á bókinni „Ísfyglu“           30.000
Samtals           2.548.750