Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 239 – 145. mál.



Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur, Gísla S. Einarssonar, Kristins H. Gunnarssonar og Kristínar Halldórsdóttur um ráðstöfun óskiptra liða á fjárlögum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið eftirtöldum fjárframlögum á óskiptum liðum samkvæmt sérstöku yfirliti á fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum:
a.      6,4 millj. kr. á liðnum 04-190 190 Ýmis verkefni,
b.      15 millj. kr. á liðnum 04-805 134 Umhverfisverkefni?


    Af liðnum ýmis verkefni 04-190 190 hafði 24. október sl. samtals verið ráðstafað 2,87 millj. kr. af 6,4 millj. kr. fjárveitingu. Eftirfarandi verkefni voru styrkt:

Verkefni
Kr.


Rannsóknastofnun landbúnaðarins
    Útgáfa leiðbeiningabæklings um mat á ástandi hrosshaga           100.000
Stofnfiskur hf.
    Viðbótarsamningur við landbúnaðarráðuneytið um laxakynbætur           2.000.000
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins
    Kostnaðarhlutdeild í starfsemi upplýsingaþjónustu landbúnaðarins           770.000
Samtals           2.870.000

    Af liðnum umhverfisverkefni 04- 805 134 hafði 24. október sl. samtals verið ráðstafað 9 millj. kr. af 15 millj. kr. fjárveitingu. Eftirfarandi verkefni voru styrkt:

Verkefni
Kr.


Landgræðsla ríkisins
    landgræðsluverkefni           5.000.000
Skógrækt ríkisins
    skógræktarverkefni          2.000.000
Félagið Skjólskógar, Ísafjarðarbær
    skógræktarverkefni á Vestfjörðum          2.000.000
Samtals           9.000.000