Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 292 – 247. mál.


Skýrsla



um stöðu Íslands, breytingar og horfur í alþjóðlegu umhverfi.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)


I. Inngangur .
    Í ræðu utanríkisráðherra á Alþingi sl. vor var sérstaklega nefnt að umtalsverðar breytingar væru að eiga sér stað, m.a. á sviði öryggis- og Evrópumála, og búast mætti við nokkrum kaflaskiptum með haustinu. Var því talið rétt að samhliða reglulegri haustumræðu um utan ríkismál yrði lögð fram yfirlitsskýrsla um utanríkismál almennt, þar sem væri viðameiri um fjöllun um ýmsa þætti þeirra en kostur er á í yfirlitsræðum þeim er fluttar eru að hausti og vori.
    Í þessari yfirlitsskýrslu er farið á ítarlegan hátt yfir nokkra helstu þætti íslenskra utanríkis mála og atburði erlendis sem hafa bein og óbein áhrif á stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi.

II. Utanríkisþjónustan .
    Íslenska utanríkisþjónustan samanstendur af aðalskrifstofu ráðuneytisins, ásamt 15 sendi ráðum og fastanefndum sem starfræktar eru í ýmsum löndum. Grundvallarmarkmið utanríkis stefnunnar eru að tryggja öryggis-, viðskipta- og menningarhagsmuni Íslands. Framlög til utanríkisþjónustunnar eru fjárfesting í hagsmunagæslu á þessum sviðum fyrir Ísland í sam félagi þjóðanna. Rekstur utanríkisþjónustunnar verður æ viðameira og margslungnara verk efni. Vart verður lengur hjá því komist að skapa aðstæður til að efla og endurskipuleggja utan ríkisþjónustuna til að hún geti betur gegnt hlutverki sínu í breyttum heimi.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Þessi þróun er þegar hafin með stofnun Viðskiptaþjónustunnar sem hefur að markmiði að aðstoða íslensk fyrirtæki og atvinnulíf í alþjóðlegri samkeppni. Fastanefnd hefur enn fremur verið sett á laggirnar við Evrópuráðið sem gegnir lykilhlutverki í þeim breytingum sem eru
að eiga sér stað í Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Loks hefur sendiráð verið opnað í Helsinki. Óhjákvæmilegt er að ganga enn lengra í þessari þróun og skoða stöðu utanríkisþjónustunnar í nýju ljósi og hvernig hún best getur gegnt hlutverki sínu. Í þessu skyni var sett á laggirnar nefnd undir forsæti ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, sem í sitja fulltrúar frá forsætis- og utanríkisráðuneytum, utanríkismálanefnd og viðskiptalífinu. Vonir standa til þess að nefndin skili niðurstöðu sinni nú síðar í vetur.
    Heildarútgjöld utanríkisþjónustunnar, þar með talið framlög til þróunarmála og aðildar gjöld vegna alþjóðastofnana, hafa á undanförnum árum numið um einum af hundraði af heildarútgjöldum ráðuneyta. Hafa ber í huga að þessi framlög eru nauðsynleg og í raun arðbær fjárfesting sem treystir öryggi lands og þjóðar og stuðlar m.a. að auknum viðskiptum.

III. Ísland í alþjóðlegri samkeppni .
    Mikilvægi erlendra markaða og alþjóðlegra viðskiptareglna fyrir íslenskt atvinnulíf er ótví rætt og óumdeilt. Er því nauðsynlegt að utanríkisþjónustan geti þjónað á markvissan hátt þörf um íslensks atvinnulífs, bæði á alþjóðavettvangi með starfi innan þeirra stofnana sem fjalla um alþjóðlegar viðskipta- og efnahagsreglur og með beinni þjónustu við útflutnings atvinnuvegina. Utanríkisþjónustan vinnur að þessu markmiði í meginatriðum á tvennan hátt. Í fyrsta lagi með sértækri viðskiptaþjónustu, sem tók til starfa þann 1. september sl. (sjá kafla III.A) og hins vegar með virku samstarfi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (sjá kafla III.B), Efnahags- og framfarastofnunarinnar (sjá kafla III.C) og síðast en ekki síst með víðtæku Evrópusamstarfi innan Norðurlandasamstarfsins (sjá IV. kafla), innan Fríverslunarsam taka Evrópu (sjá kafla VI.A) og Evrópska efnahagssvæðisins (sjá kafla VI.B).

III.A Aðlögun utanríkisþjónustunnar að breyttu viðskiptaumhverfi .
    Í fimmtíu og sjö ára sögu utanríkisþjónustunnar má skipta starfsemi hennar að viðskipta málum upp í þrjú tímabil. Frá árinu 1940 og fram undir 1960 voru aðalstörf utanríkisþjón ustunnar tengd viðskiptamálum og þá ekki síst gerð tvíhliða viðskiptasamninga og útgáfu út flutningsleyfa. Frá þeim tíma og fram til 1987 hafði þessi málaflokkur minna vægi í starfi utanríkisþjónustunnar og þá sérstaklega ráðuneytisins. Meginástæða þess var sú að á þessu tímabili fór viðskiptaráðuneytið að mestu með útflutningsviðskipti. Gerð tvíhliða viðskipta samninga og útgáfa útflutningsleyfa voru á ábyrgð þess ráðuneytis. Á þessum tíma jókst þátt taka Íslands í alþjóða- og svæðasamstarfi á sviði efnahags- og viðskiptamála með aðild Ís lands að GATT, EFTA og tvíhliða samningi við Evrópusambandið. Virk samvinna var á milli utanríkisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins um það samstarf.
    Árið 1987 voru utanríkisviðskipti færð frá viðskiptaráðuneytinu til utanríkisráðuneytisins og var það í samræmi við þá þróun sem hafði átt sér stað í nágrannalöndunum.
    Á undanförnum árum hefur sú þróun orðið hjá æ fleiri ríkjum að nýta sendiráð sín meira og markvissar í þágu útflutningsatvinnuveganna. Þessi þróun hefur orðið samfara því að al þjóðlegt viðskiptaumhverfi hefur tekið gífurlegum breytingum. Frjálsræði hefur aukist og al þjóðleg samkeppni fer sífellt vaxandi. Samhliða þessu hefur átt sér stað hugarfarsbreyting hjá stjórnendum íslenskra fyrirtækja með aukinni útrás sem er rökrétt og nauðsynleg og gerir þau færari til að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni.
    Til þess að takast á við þetta breytta viðskiptaumhverfi hefur utanríkisviðskiptastefna Ís lands verið endurskoðuð rækilega í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessi endurskoðun hófst fyrir tveimur árum með auknu samstarfi við Útflutningsráð Íslands sem leiddi til samkomulags um að utanríkisráðuneytið tæki að sér þá starfsemi sem viðskiptafulltrúar Útflutningsráðs erlend is höfðu gegnt. Í framhaldi af því var sett á fót Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins og tók hún til starfa 1. september sl. Mikilvægur þáttur í þeirri þjónustu verður að efla starfsemi sendiráða Íslands á sviði viðskiptamála. Einnig er ætlunin að virkja enn frekar kjörræðismenn Íslands í þessum tilgangi.
    Viðskiptafulltrúar hafa verið ráðnir til Parísar og New York og tilnefndir hafa verið við skiptafulltrúar í öðrum sendiráðum. Jafnframt hafa verið staðarráðnir starfsmenn í Moskvu og Berlín til að sinna viðskiptamálum.
    Í öllum sendiráðum Íslands er veitt markaðsaðstoð og fyrirtækjaþjónusta. Nú þegar hafa viðskiptafulltrúar sinnt fjölda verkefna fyrir íslenska útflytjendur og ljóst er að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu. Ætlunin er að þróa og auka enn frekar starfsemi Viðskiptaþjónustunnar á komandi missirum.
    Sendiráðin hafa að undanförnu tekið virkan þátt í þessum breyttu áherslum utanríkisþjón ustunnar. Í því sambandi má m.a. nefna stofnun Þýsk-íslenska verslunarráðsins og Spænsk-ís lenska verslunarráðsins en fyrirhuguð er stofnun slíks verslunarráðs í Bretlandi um miðjan nóvember 1997 í samvinnu við Verslunarráð Íslands. Einnig má nefna að sendiráðin hafa í samvinnu við Fjárfestingarskrifstofu Íslands unnið markvisst að því að kynna fjárfestingar möguleika á Íslandi fyrir erlendum fjárfestum.
    Annar þáttur í þessum breyttu áherslum í utanríkisviðskiptastefnu Íslands er að auka tengsl við ríki sem búið hafa við stöðugleika og mikinn hagvöxt undanfarin ár og þá ekki síst við þau ríki þar sem hefð er fyrir sjávarútvegi. Í þessum tilgangi var árið 1996 skipulögð opinber heimsókn til Kóreu þar sem var með í för stór viðskiptasendinefnd. Í ágúst 1997 var farið í opinbera heimsókn til Argentínu og Chile og með í þeirri ferð voru hátt í 30 fulltrúar íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Þetta var stærsta viðskiptasendinefnd sem farið hefur með íslenskum ráðherra til annarra landa.
    Á undanförnum tveimur árum hafa jafnframt farið viðskiptasendinefndir undir forustu utan ríkisráðuneytisins og í samvinnu við Útflutningsráð Íslands til Kína, Tékklands, Suður-Afríku, Namibíu, Rússlands og Pakistans.

III.B Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) .
    Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá stofnsetningu hins fjölþjóðlega viðskiptakerfis með gildistöku GATT-samningsins. GATT var í upphafi einungis bráðabirgðasamkomulag, en í 47 ár þjónaði það sem eini alþjóðlegi samningurinn um grundvallarreglur í viðskiptum þjóða. Með því að stuðla að frelsi, réttaröryggi og stöðugleika í viðskiptum hefur GATT-samn ingurinn gegnt lykilhlutverki í ört vaxandi heimsviðskiptum og fært aðildarríkjum sínum aukna hagsæld og velmegun.
    Ísland gerðist aðili að GATT-samningnum árið 1968 og stofnaðili að Alþjóðaviðskipta stofnuninni (WTO) þann 1. janúar 1995. WTO var sett á laggirnar í kjölfar Úrúgvæviðræðn anna sem fyrsti eiginlegi stofnanaramminn utan um hið fjölþjóðlega viðskiptakerfi. Ekki er þar einungis um að ræða GATT-samninginn um vöruviðskipti í endurbættri mynd heldur einn ig nýja samninga um landbúnað, þjónustuviðskipti, hugverkaréttindi og lausn deilumála, svo að dæmi séu nefnd. Stofnunin er jafnframt vettvangur áframhaldandi samningaviðræðna um frekara frjálsræði í viðskiptum.
    Slíkar viðræður hafa verið mjög áberandi í starfsemi WTO fyrstu ár stofnunarinnar. Fyrr á þessu ári tókst að ljúka samningum um afnám tolla á ýmsar vörur tengdar upplýsingatækni, svo sem tölvur, hugbúnað og fjarskiptatæki. Ísland lagði sitt af mörkum til að tryggja að samn ingurinn yrði að veruleika í samræmi við framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um upplýsinga samfélagið. Er almenningi og atvinnuvegum þar með tryggður greiður aðgangur að upplýs ingasamfélaginu.
    Innan ramma samningsins um þjónustuviðskipti (GATS) hafa átt sér stað viðræður um sjó flutninga og grunnfjarskipti. Þar tekur Ísland á sig skuldbindingar um almennan markaðsað gang í samræmi við ákvæði EES-samningsins. Nútímaviðskipti krefjast þess að aðgangur að alþjóðlegri fjármálaþjónustu sé stöðugur og reglufastur og er nú stefnt að því að ljúka við ræðum um aukið frjálsræði í þessum þjónustugeira fyrir lok ársins. Framlag Íslands til þess markmiðs er að bjóðast til að binda þann markaðsaðgang sem núgildandi löggjöf heimilar.
    Sjónir WTO hafa undanfarið beinst að einstökum þjónustugeirum en um aldamótin mun hefjast ný og umfangsmikil viðræðulota um þjónustuviðskipti, sem mun miða að því að út víkka fyrirliggjandi skuldbindingar samningsaðila og fella ný svið undir ákvæði GATS-samn ingsins. Hér er á ferðinni mikilvægur vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi og hafa íslensk stjórnvöld mikilla hagsmuna að gæta í að tryggja markaðstækifæri í öðrum löndum.
    Með landbúnaðarsamningi WTO var hafið umbótaferli í viðskiptum sem að mestu höfðu fallið utan áhrifasviðs gamla GATT-samningsins. Frá gildistöku landbúnaðarsamningsins hefur WTO einbeitt sér að eftirliti með fyrirliggjandi skuldbindingum en athyglin beinist nú í auknum mæli að samningsbundnum viðræðum um áframhald umbótaferlisins, sem hefjast mun um aldamótin. Þær viðræður munu varða útvíkkun á öllum fyrirliggjandi skuldbindingum um markaðsaðgang, innanlandsstuðning og útflutningsbætur. Jafnframt verður framkvæmd samningsaðila á þessum skuldbindingum í brennidepli að fenginni reynslu undanfarinna ára.
    Ólíkt því sem gerist með þjónustuviðskipti og landbúnað er ekki að finna skuldbindingar í samningum WTO um nýjar viðræður á sviði vöruviðskipta. Vaxandi áhugi er þó fyrir því að viðræður á þessum þremur sviðum eigi sér stað samtímis, en slíkt mundi í raun þýða að ný allsherjarlota væri fram undan. Auðveldara kynni að reynast að finna jafnvægi á milli ávinnings og ívilnana í slíku samningaumhverfi. Hefur Ísland verið fylgjandi hugmyndum um nýjar viðræður um vöruviðskipti, en þar mætti knýja fram frekari tollalækkanir fyrir helstu útflutningsvörur Íslands og semja um afnám annarra viðskiptahindrana sem kunna að vera fyrir hendi.
    Í aðildarviðræðum hinna ýmsu ríkja felst einnig tækifæri til að bæta aðgang íslenskra út flutningsvara að mörgum mikilvægum mörkuðum. Um 30 ríki eiga nú í aðildarviðræðum í WTO, þar á meðal stórþjóðir á borð við Kína og Rússland. Víðtæk aðild að hinu fjölþjóðlega viðskiptakerfi er nauðsynleg til að Alþjóðaviðskiptastofnunin standi undir nafni. Þó verður að gæta jafnvægis milli réttinda og skuldbindinga til að kerfið styrkist með hverjum nýjum aðila og hefur Ísland það sjónarmið að leiðarljósi í öllum aðildarsamningum.
    Undanfarin ár hefur WTO fjallað um tengsl viðskipta og umhverfismála, m.a. með tilliti til hvort nauðsynlegt kunni að vera að skýra eða rýmka heimildir samningsaðila til að grípa til viðskiptaaðgerða í þágu umhverfisverndar. Um gífurlega víðfeðmt og flókið viðfangsefni er að ræða og hefur árangur því látið á sér standa. Málflutningur Íslands hefur miðast við að ekki eigi að líta á umhverfisvernd og viðskiptafrelsi sem ósamrýmanleg markmið heldur geti hvort tveggja stuðlað að sjálfbærri þróun. Jafnframt því sem hagsmunir Íslands felast í því að stuðla að almennri umhverfisvernd og skynsamlegri nýtingu auðlinda þarf að gæta þess að heimildir ríkja til að grípa til umhverfisaðgerða veiti duldum viðskiptahindrunum ekki skjól.
    Fjárfestingar eru í síauknum mæli drifkraftur heimsviðskipta og er WTO um þessar mundir að fjalla um og skilgreina tengslin þar á milli. Gætu þær viðræður að lokum leitt til þess að settar verði fjölþjóðlegar reglur um fjárfestingar innan ramma WTO. Einnig er vaxandi áhugi á slíkri reglusetningu á samkeppnissviðinu.

III.C Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) .
    Meginverkefni OECD hefur alla tíð verið að aðstoða ríkisstjórnir aðildarríkjanna við að marka skynsamlega stefnu við stjórn efnahagsmála. Árangur af störfum stofnunarinnar bygg ist m.a. á því að aðildarríkin eru í meginatriðum sammála í afstöðu sinni til markaðsþjóð félagsins og því fæst raunhæfur samanburður á milli þeirra þar sem eitt ríki getur af öðru lært. Hvergi kemur þetta betur í ljós en í yfirheyrslu efnahagsmálanefndarinnar þar sem aðildarríkin eru látin gera ítarlega grein fyrir þróun og stjórn efnahagsmála heima fyrir. Hvað Ísland varðar er þetta gert annað hvert ár og síðast nú á þessu ári.
    Það sem hæst ber í starfsemi stofnunarinnar um þessar mundir er að venju samstarf á sviði efnahags-, viðskipta- og ríkisfjármála. Auk þess má nefna starfsemi á sviði peninga-, iðnaðar-, fiski-, landbúnaðar- og umhverfismála, svo að dæmi séu tekin. Úttektir um íslensk landbún aðarmál, umhverfismál, heilbrigðis- og menntamál hafa reynst mjög gagnlegar við ákvarð anatöku og stefnumótun hér innanlands. Af öðrum verkefnum, sem Ísland hefur haft hag af, má t.d. nefna samstarf stofnunarinnar við fjármálaráðuneytið um hagræðingu og endur skipulagningu í opinberri stjórnsýslu. Þátttaka Íslands í starfi OECD hefur farið vaxandi á undanförnum árum og taka flest ráðuneyti auk Þjóðhagsstofnunar og Seðlabanka Íslands nú beinan þátt í starfsemi stofnunarinnar.
    Meðal þeirra verkefna sem OECD leggur mikla áherslu á má nefna gerð fjölþjóðlegs fjár festingarsamnings (MAI). Standa vonir til að samningaviðræðum ljúki vorið 1998. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafa tekið virkan þátt í þeirri samningagerð og er ljóst að umtalsvert hag ræði getur orðið af þeim samningi.
    Á vettvangi OECD er einnig unnið að gerð samnings um bann við mútugreiðslum og má vænta þess að honum verði lokið fyrir árslok. Slíkur samningur ætti að jafna samkeppnisskil yrði og þá væntanlega auka samkeppnishæfni smærri fyrirtækja.
    Hröð þróun í átt til alþjóðavæðingar þar sem efnahagskerfi heimsins samtvinnast æ meir veldur óvissu meðal almennings í mörgum aðildarlöndum. Tækniframfarir verða æ örari, al þjóðlegar fjárfestingar aukast og upplýsingar streyma hraðar en áður. Til þess að mæta þessari þróun hefur OECD beitt sér fyrir könnun á ýmsum grunnþáttum efnahagslífsins, svo sem fram leiðni, tækniframförum, félagslegum aðstæðum, sköttum og tengslum þeirra við atvinnusköp un.
    OECD stendur að mörgu leyti á krossgötum. Frá árinu 1994 hafa bæst í hóp aðildarríkja Mexíkó, Ungverjaland, Tékkland, Pólland og Kórea. Meðal núverandi aðildarríkja eru uppi efasemdir um ágæti þess að fjölga ríkjum um of. Sú skoðun er almennt ríkjandi að fara beri varlega í stækkun OECD, ella sé hætta á að það komi niður á starfsemi stofnunarinnar. Nokk ur ríki hafa óskað eftir aðild en af framansögðu má ætla að nokkur tími líði þar til þeim verður bætt í hópinn enda þurfa ný aðildarríki að uppfylla ströng skilyrði til þátttöku og sýna fram á árangur í stjórn efnahagsmála. Hins vegar hefur OECD að undanförnu verið að auka sam skipti sín við ýmis ríki sem ekki eiga aðild að stofnuninni, einkum við Rússland.

IV. Norrænt samstarf .
    Öflug þátttaka í rótgrónu samstarfi Norðurlandaþjóða er sem fyrr grundvallarþáttur í ís lenskum utanríkismálum. Þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar sem hafa orðið á efnahagsmál um, stjórnmálum og öryggissamstarfi Evrópuþjóða á fáum árum og öra þróun á þeim sviðum, hefur hefðbundið samstarf Norðurlanda sýnt að það er lífseigt og hefur góða aðlögunarhæfni. Með breyttum áherslum í samstarfi Norðurlanda, sem staðfestar voru með breytingum á Helsingforssamningnum á aukaþingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í september 1995 og tóku gildi í byrjun árs 1996, eru stoðir Norðurlandasamstarfsins nú þrjár. Þær eru samstarf innan Norðurlanda, samstarf um Evrópumál og samstarf Norðurlanda við grannsvæði. Enn fremur gætir nú aukinnar umfjöllunar um öryggis- og varnarmál á vettvangi Norðurlanda samstarfsins. Ljóst er að þessar breyttu áherslur í samstarfi Norðurlanda hafa gætt það nýju lífi.
    Þótt Norðurlönd hafi valið sér mismunandi leiðir hvað varðar Evrópusambandið og sam starf á sviði öryggismála í ljósi mismunandi hagsmuna hefur það ekki haft deyfandi áhrif á þátttöku ríkjanna í Norðurlandasamstarfinu. Aðild Svíþjóðar og Finnlands að Evrópusam bandinu hefur t.d. skerpt umræðu og margvíslegt samstarf Norðurlanda í málefnum sambands ins. Sameiginlegir hagsmunir Norðurlanda á vettvangi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins hafa á skömmum tíma leitt til nánara samráðs um einstök málefni, bæði í höfuðborgum landanna og í Brussel. Skipulag upplýsingastreymis frá stofnunum Evrópu sambandsins til Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs og höfuðborga Norðurlanda er einnig í stöðugri endurskoðun.
    Jafnframt hafa innbyrðis tengsl einstakra norrænna þingmanna og flokkahópa styrkst. Það hefur endurspeglast í bættu upplýsingastreymi til þingmanna og málefnalegri umfjöllun og skoðanaskiptum innan Norðurlandaráðs.
    Náið samráð Norðurlanda kom skýrt fram á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins. Í því sam bandi má einnig minna á samstöðu og ítarlegt samstarf vegna Schengen-samningsins. Haldnir eru reglubundnir fundir ráðherra ríkjanna fimm, embættismanna og sérfræðinga. Náin tengsl á öðrum sviðum, t.d. innan Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana, verða áfram mikilvæg.
    Samstarf á sviði öryggis- og varnarmála setti sterkan svip á þing Norðurlandaráðs í Kaup mannahöfn í nóvember í fyrra. Ljóst er að þessi málaflokkur verður á dagskrá þingsins í fram tíðinni, ólíkt því sem áður var. Varnarmálaráðherrar Norðurlanda taka nú reglulega þátt í þingi Norðurlandaráðs. Íslendingar eiga nú áheyrnaraðild á fundum varnarmálaráðherra Norðurlanda.
    Að frumkvæði Norðurlandaráðs var í fyrsta sinn í sögu norræns samstarfs haldin sérstök öryggismálaráðstefna Norðurlanda í Helsinki í september sl. Tilgangur ráðstefnunnar var m.a. undirbúningur fyrir þingið í nóvember og að skapa umræður um öryggismál í víðara samhengi. Ráðstefnan var vel sótt og vakti verðskuldaða athygli. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fjallaði í ræðu sinni á ráðstefnunni um lýðræði, mannréttindi og efnahagsþróun og mikilvæga hlutdeild þessara þátta í almennri þróun öryggismála. Hann vakti sérstaka athygli á baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í þeim tilgangi að efla öryggi borgaranna, og veigamiklu hlutverki Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópuráðsins í því skyni að treysta mannréttindi og efla lýðræðisþróun.

IV.A Sendiráð í Helsinki .
    Mikilvægi Norðurlandasamstarfsins endurspeglaðist skýrt í ákvörðun ríkisstjórnar Íslands 18. júlí sl. um að opna nýtt íslenskt sendiráð í Helsinki. Utanríkisráðherra opnaði sendiráðið formlega 25. ágúst. Með stofnun sendiráðsins gefst tækifæri til að treysta enn betur náið sam starf Íslands og Finnlands, bæði efnahagslegt og pólitískt.
    Finnland gegnir lykilhlutverki í grannsvæðasamstarfinu og er jafnframt mikilvægur tengi liður vaxandi samskipta ESB og Rússlands. Finnar munu fara með formennsku í Evrópusam bandinu árið 1999 og í Barentsráðinu sama ár. Í formennskutíð sinni munu Finnar leggja áherslu á að treysta samstarf Evrópusambandsins við Rússa, en nýr samstarfssamningur ESB og Rússlands er nú í burðarliðnum. Jafnframt mun tilurð sendiráðs í Helsinki gefa færi á aukn um samskiptum við Eystrasaltsríkin, einkum Eistland, og auka þátttöku í svæðisbundnu sam starfi innan Eystrasaltsráðsins og Barentsráðsins. Jafnframt er þeim áfanga náð að Ísland er ekki lengur eina norræna ríkið sem ekki á sendiráð í öllum norrænu höfuðborgunum. Viðskipti ríkjanna aukast á hverju ári og innan skamms hefja Flugleiðir reglubundið áætlunarflug til Helsinki tvisvar í viku. Nánari samskipti byggjast ekki síst á traustum samgöngum.

IV.B Norræn sendiráð í Berlín .
    Af öðru samstarfi Norðurlanda er vert að minna á samstarfssamning Norðurlanda um sendiráð landanna á sameiginlegri sendiráðslóð í Berlín er undirritaður var 4. ágúst 1995. Verkefnið gengur samkvæmt áætlun og er ráðgert að byggingar fyrir norrænu sendiráðin fimm verði fullgerðar árið 1999.

IV.C Norrænt hús í New York .
    Forráðamenn samtakanna American Scandinavian Foundation óskuðu á síðasta ári atbeina norrænna samstarfsráðherra og utanríkisráðherra Norðurlanda vegna kaupa samtakanna á húsnæði í New York undir norræna menningarmiðstöð. Utanríkisráðherra lýsti sérstökum áhuga á málinu og hefur fylgt erindi American Scandinavian Foundation eftir við utan ríkisráðherra hinna Norðurlandanna. Jafnframt samþykkti ríkisstjórn Íslands að leggja fram fé til verkefnisins ef frændþjóðirnar legðu fram sambærilegar upphæðir. Utanríkisráðherrar hinna Norðurlandanna tóku vel í tillögu utanríkisráðherra Íslands og áforma að veita fé til verkefnisins.

V. Samstarf á grannsvæðum .
    Í samræmi við niðurstöðu sérstakrar nefndar, er utanríkisráðherrar Norðurlanda skipuðu og skilaði áliti á síðasta ári, leggja Norðurlönd nú áherslu á að samræma margvíslegan stuðn ing og starfsemi í Eystrasaltsríkjunum, Norðvestur-Rússlandi og á heimsskautasvæðum. Lögð er áhersla á að efla stuðning á þeim sviðum þar sem framlag Norðurlanda getur orðið að sem mestu gagni. Þar ber hæst félags- og atvinnumál, á sviði frjálsra félagasamtaka og varðandi réttindi minnihlutahópa. Enn fremur gott samstarf við norrænar fjármálastofnanir og Evrópusambandið og að samstarf Norðurlanda á vettvangi Eystrasaltsráðsins, Barentsráðsins og Norðurskautsráðsins verði eflt eins og kostur er.

V.A Eystrasaltsráðið (CBSS) .
    Eftir lok kalda stríðsins vöknuðu ríkin við Eystrasaltið til nýrrar vitundar um sameiginlega arfleifð á sviði stjórnmála, viðskipta, mennta og menningar. Sú vitund skerptist enn með sjálf stæði Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens í upphafi þessa áratugar. Í ljósi þessa buðu utanríkisráðherrar Danmerkur og Þýskalands starfsbræðrum sínum í ríkjum er liggja að Eystrasalti, þ.e. í Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Finnlandi, Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi, auk utanríkisráðherra Noregs og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til fundar í Kaupmannahöfn 5.–6. mars 1992. Á dagskrá var stofnun Eystrasaltsráðsins. Fyrir mynd að skipulagi og starfsemi ráðsins var að verulegu leyti sótt til hefðbundins samstarfs Norðurlandanna.
    Stofnskrá Eystrasaltsráðsins endurspeglar það meginhlutverk þess að stuðla að stjórnmála legum og efnahagslegum stöðugleika í norðausturhluta Evrópu. Í því felst að leitast er við að treysta mannréttindi og aðstoð við þróun og uppbyggingu lýðræðis og réttarríkis í þeim aðildarríkjum sem áður bjuggu við kommúnisma og að efla samkennd með nýfrjálsum íbúum þessara ríkja. Markmið samstarfs á sviði efnahags- og viðskiptamála er að bæta viðskipta umhverfi til eflingar frjálsum viðskiptum. Á vettvangi ráðsins fer einnig fram margvíslegt annað samstarf, t.d. á sviði samgangna og fjarskipta, umhverfismála, orkumála, heilbrigðis mála, réttarfars og upplýsinga- og ferðamála.
    Á grundvelli sögulegra tengsla og nýrra áherslna Norðurlanda á grannsvæðasamstarf lögðu íslensk stjórnvöld áherslu á aðild að Eystrasaltsráðinu og fékk Ísland aðild að ráðinu á utanríkisráðherrafundi þess í maí 1995. Með aðildinni vildu íslensk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að stuðla að stjórnmálalegum og efnahagslegum stöðugleika í Evrópu og efla sam skipti við Eistland, Lettland, Litháen, Pólland og Rússland.

V.A.1 Uppbygging Eystrasaltsráðsins og fastir vinnuhópar .
    Ráðherranefnd Eystrasaltsráðsins er skipuð utanríkisráðherrum aðildarríkjanna og kemur hún saman til fundar einu sinni á ári í viðkomandi formennskuríki. Eystrasaltsráðið hefur náin samskipti við Evrópusambandið, Evrópuráðið, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu og Norðurlandaráð. Stjórnarnefnd embættismanna (CSO) kemur reglulega saman. Þrír fastir vinnuhópar starfa innan Eystrasaltsráðsins og gefa þeir stjórnarnefndinni reglulega yfirlit um starfsemi sína. Vinnuhóparnir fjalla um mannréttindi og uppbyggingu lýðræðislegra stofnana, efnahagssamvinnu, kjarnorkueftirlit og geislavarnir. Einnig starfar í umboði ráðsins sérstakur fulltrúi sem fer með mannréttindamál og málefni tengd uppbyggingu lýðræðislegra stofnana. Hann hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Að auki eru starfandi ýmsar undirnefndir og sérfræðingahópar er fjalla um margvísleg málefni.

V.A.1.a Vinnuhópur um mannréttindi og uppbyggingu lýðræðislegra stofnana .
    Meginviðfangsefni vinnuhópsins er að stuðla að uppbyggingu lýðræðislegra stofnana í að ildarríkjunum og miðla fenginni reynslu af lýðræðislegum stjórnarháttum til nýfrjálsra ríkja. Í því skyni hefur vinnuhópurinn beitt sér fyrir margvíslegri starfsemi og mótað tillögur um leiðir til að efla lýðræðisþróun og ryðja úr vegi hindrunum í því sambandi. Á skömmum tíma hefur náðst verulegur árangur á sviði samræmdrar lagasetningar sem endurspeglast m.a. í aðild einstakra ríkja að alþjóðlegum skuldbindingum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópuráðsins. Einnig hafa mannréttindamál verið mjög til umfjöllunar í vinnuhópnum og mótaðar hafa verið tillögur til úrbóta.
    Að frumkvæði utanríkisráðherra og mannréttindafulltrúa Eystrasaltsráðsins heimsótti um boðsmaður Alþingis Eistland í apríl sl. þar sem hann upplýsti Eista um starfsemi umboðs manns Alþingis og reynslu Íslendinga af starfi embættisins. Eistar undirbúa nú skipun um boðsmanns þjóðþingsins og hafa sérstakan áhuga á því að fræðast um reynslu Íslendinga á því sviði. Vinnuhópurinn hélt fund á Íslandi í maí sl. og var sérstök áhersla lögð á að kynna stofn anir réttarríkis á Íslandi, með heimsóknum til umboðsmanns Alþingis og umboðsmanns barna, auk þess sem fundir voru haldnir með allsherjarnefnd Alþingis og borgarritara Reykjavíkur. Vinnuhópurinn tekur nú saman skýrslu um málefni barna og er haft um það samstarf við umboðsmann barna.

V.A.1.b Vinnuhópur um efnahagssamvinnu .
    Grundvallarmarkmiðið með starfi vinnuhópsins er að efla og bæta viðskiptaumhverfi í að ildarríkjum Eystrasaltsráðsins og laga efnahagskerfi Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúss lands að því efnahagsmynstri sem nútímaviðskipti byggjast á. Margvíslegir möguleikar á sviði viðskipta hafa þróast á Eystrasaltssvæðinu á skömmum tíma. Efnahagslegur uppgangur á svæðinu hefur verið mikill og spáð er allt að fimm til sex prósenta hagvexti á næstu árum. Vinnuhópurinn á náið samstarf við önnur ríkjasamtök og stofnanir á sviði efnahagsmála, svo sem Evrópusambandið, EFTA, Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, OECD og Við reisnarbanka Evrópu. Starfsáætlanir Evrópusambandsins og þróunarverkefni á Eystrasalts svæðinu, einkum svonefndar PHARE og TACIS áætlanir, hafa enn fremur verið samræmdar af hálfu vinnuhópsins. Vinnuhópurinn hefur einnig beitt sér fyrir eflingu samstarfs hagsmuna samtaka á starfssvæðinu, einkum á milli einstakra verslunarráða. Hefur sérstakt viðskiptaráð, Baltic Business Advisory, verið sett á laggirnar á hans vegum með aðild fulltrúa verslunar- og útflutningsráða aðildarríkja Eystrasaltsráðsins.
    Á núverandi starfsári vinnuhópsins er m.a. lögð áhersla á samstarf á sviði orkumála, sam starf á landamærum til að efla landflutninga og draga úr skjalafári í landamærastöðvum, og á samgöngur á landi og bætt fjarskipti.

V.A.1.c Vinnuhópur um geislavarnir og kjarnorkueftirlit .
    Höfuðverkefni hópsins er að fylgjast með öryggi í kjarnorkuverum á Eystrasaltssvæðinu og annast samstarf á sviði geislavarna. Eins og dæmin sanna er eftirliti og viðhaldi kjarnorku vera í Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og Rússlandi nokkuð ábótavant. Leitað er leiða til að þróa sameiginleg eftirlitskerfi til að fylgjast með geislavirkni og tekur vinnuhópurinn þátt í tilraunum til að koma á alþjóðlegum samningum um geymslu og flutning geislavirks úrgangs frá kjarnorkuverum. Jafnframt er hvatt til þess að aðildarríki Eystrasaltsráðsins fullgildi aðra alþjóðasamninga er málið varða. Á skömmum tíma hefur verulegur árangur náðst í Eistlandi, Lettlandi og Litháen á sviði geislavarna og kjarnorkueftirlits, einkum vegna náins samstarfs við grannríkin Svíþjóð og Finnland sem af eðlilegum ástæðum hafa látið þessi málefni mjög til sín taka. Aftur á móti vekur ástand einstakra kjarnorkuvera í Rússlandi verulegan ugg, svo að ekki sé minnst á ástand kjarnorkuofna og geislavirks úrgangs frá rússneska hernum og úr aflóga skipum og kafbátum.

V.A.2 Annað starf innan vébanda Eystrasaltsráðsins .
V.A.2.a Forvarnarstarf gegn skipulagðri glæpastarfsemi .
    Í kjölfar samþykktar á leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins i Visby í júlí 1996 ákváðu stjórn völd í aðildarríkjum ráðsins að setja á laggirnar sérstakan starfshóp sérfræðinga er falið yrði að þróa forvarnarstarf gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem fer vaxandi á Eystrasaltssvæðinu. Á undanförnum mánuðum hefur starfshópurinn haft til umfjöllunar ýmsar tillögur til úr bóta, í náinni samvinnu við lögreglu- og dómsmálayfirvöld í aðildarríkjunum. Skipulögð glæpastarfsemi er ein helsta hindrun eðlilegs samruna og samstarfs á milli ríkja Evrópu. Starfshópurinn hefur m.a. fjallað um aðgerðir til að sporna við sölu og dreifingu eiturlyfja, sölu stolinna ökutækja, ólöglegum innflytjendum, peningafölsun, peningaþvætti og vopnasölu. Starfshópurinn starfar náið með alþjóðalögreglunni Interpol.

V.A.2.b Eurofaculty — samstarf háskóla á Eystrasaltssvæðinu .
    Í kjölfar stofnunar Eystrasaltsráðsins árið 1992 var komið á samstarfi háskóla í aðildarríkj um ráðsins er miðaði að því að leysa úr brýnni þörf og efla háskólakennslu í Eystrasaltsríkjun um. Fljótlega komst á samstarf við háskóla í Eystrasaltsríkjunum þremur. Nú er ákveðið að háskólinn í Kaliningrad í Rússlandi taki einnig þátt í háskólasamstarfinu. Mikill skortur er á hæfum háskólakennurum og kennsluefni, einkum á sviði lögfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði.

V.A.2.c Samstarf á sviði umhverfismála .
    Innan Eystrasaltsráðsins er unnið að margvíslegum samstarfsverkefnum á sviði umhverfis mála og eru m.a. haldnir reglulegir fundir umhverfisráðherra aðildarríkjanna. Grunnvatn er víða mengað af ýmsum spilliefnum og skolp og iðnaðarúrgangur rennur hindrunarlaust í sjó fram. Loftmengun er einnig alvarlegt vandamál.

V.A.2.d Samstarf á sviði ferðaþjónustu og samgangna .
    Samhliða frelsi til ferðalaga og aukinni efnahagslegri velferð hefur ferðaþjónustu á Eystra saltssvæðinu vaxið fiskur um hrygg. Ferðaþjónusta hefur einnig dafnað vegna afnáms gagn kvæmra krafna um vegabréfsáritanir. Í apríl voru af Íslands hálfu undirritaðir samningar við Eistland, Lettland og Litháen um gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana.

V.B Norðurskautsráðið .
    Norðurskautsráðið, sem stofnað var fyrir rúmu ári, er nú smám saman að fá á sig svip. Skipulagsreglur ráðsins eru nær fullgerðar. Einungis stendur eftir ágreiningur um hvernig skuli haga brottvikningu áhugamannasamtaka sem veitt hefur verið áheyrnaraðild að ráðinu ef þau fyrirgera rétti sínum með ábyrgðarlausri framkomu. Íslendingar, Grænlendingar og fleiri hafa bitra reynslu af öfgum slíkra samtaka. Þau njóta mörg hver ekki lýðræðislegs að halds en ráða hins vegar yfir miklu fé sem of oft er misnotað til blekkjandi áróðurs. Því er það stefna Íslands að ekki komi annað til greina en að nærvera fulltrúa frá slíkum samtökum á fundum Norðurskautsráðsins og þátttaka í starfi þess falli niður jafnskjótt og ljóst verður að ekki er lengur samstaða meðal aðildarríkjanna um áheyrnaraðildina, m.ö.o. að andstaða eins fullgilds aðildarríkis nægi til brottvikningar, jafnframt því sem slík andstaða mun einnig nægja til að hindra þátttöku nýrra áheyrnaraðila. Víðtæk samstaða er um þessa afstöðu innan sam takanna, þótt ekki sé hún algjör.
    Sú regla gildir innan ráðsins að fulla samstöðu þarf um allar ákvarðanir. Þannig ræður sá ferðinni sem hægast vill fara. Ísland stefnir að því að efla starfsemi ráðsins og hefur starfi okk ar innan þess verið hagað í þeim anda. Ráðið hefur nú tekið við víðtæku umhverfisverndar starfi á norðurslóðum sem hófst á grunni Rovaniemi-samstarfsins 1991 og hefur lotið forustu umhverfisráðherra aðildarríkjanna. Þar hefur margt þegar áunnist, m.a. var um mitt þetta ár lögð fram viðamikil úttekt á umhverfisástandi norðurslóða. Hún færði sönnur á að þótt ástandið sé með því besta sem gerist í veröldinni er engu að síður um að ræða staðbundin vandamál sem ráða þarf bót á. Hefur formönnum fjögurra vísindahópa ráðsins verið falið að undirbúa aðgerðir. Þær verða svo ákveðnar á fyrsta ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem ekki náðist samstaða um að halda fyrr en síðari hluta næsta árs. Vert er að nefna að mengun norðurslóða á sér að verulegu leyti uppsprettur utan landanna átta sem að samstarfinu standa. Árangursrík barátta gegn henni, í senn mengun lands, lofts og sjávar, kallar því á enn víðtækari samvinnu. Verður brugðist við því með því að herða róðurinn á alþjóðavettvangi.
    Það er hagsmuna- og baráttumál Íslands að Norðurskautsráðið nái sem fyrst að verða vett vangur þar sem yfirsýn fæst yfir stöðu mála á norðurslóðum og þjóðirnar geta tekið höndum saman um að tryggja í senn sjálfbæra nýtingu auðlinda og eðlilega umhverfisvernd.
    Ísland hefur sýnt í verki vilja sinn til þess að leggja lið starfseminni sem nú fer fram á veg um Norðurskautsráðsins með því m.a. að annast skrifstofuhald fyrir þann hluta starfsins sem lýtur að vernd náttúrulífs á norðurslóðum (Conservation of Arctic Flora and Fauna/CAFF). Önnur aðildarríki taka þátt í greiðslu kostnaðar en forstöðumaður er Snorri Baldursson líffræðingur. Hefur rekstur skrifstofunnar nú staðið í rúm þrjú missiri og hlotið verðskuldað lof. Einnig hafa Íslendingar tjáð sig reiðubúna til að koma til móts við þarfir vísindahópsins um verndun hafsvæðis norðurslóða (Protection of the Arctic Marine Environment/PAME) fyrir skrifstofuþjónustu, enda er verksvið hans einkar mikilvægt fyrir okkur. Er það mál í deiglunni. Enn sem komið er hefur ekki náðst samstaða um að setja á fót eina aðalskrifstofu fyrir Norðurskautsráðið — en komi til þess mæla ýmis rök með því að henni yrði valinn staður hérlendis, mitt á milli aðildarríkjanna í austri og vestri. Flestum ber saman um þá skoðun, sem við fylgjum eindregið, að með sameinuðu skrifstofuhaldi fyrir ráðið væri auðveldara að sneiða hjá tvíverknaði og tryggja þannig markvissara starf og betri nýtingu fjárveitinga.
    Af ýmsum öðrum verkefnum, sem unnið er að undir merkjum Norðurskautsráðsins, má t.d. nefna starf vísindahópsins að eftirliti og mati á umhverfisástandi (Arctic Monitoring and As sessment Programme/AMAP) að áframhaldandi söfnun upplýsinga um þróun mengunar á norðurslóðum með sérstakri áherslu á að greina áhrif mengandi efna á heilsufar. Einnig er fylgst með breytingum af völdum útfjólublárrar geislunar og loftslagsbreytinga. Unnið er að frekari afmörkun svæða sem þarfnast sérstakrar verndar (Circumpolar Protected Areas Net work/CPAN). Áætlun um aðgerðir til að tryggja líffræðilegan fjölbreytileika á norðurhjara er í undirbúningi hjá vísindahópnum. Skrifstofan á Akureyri sinnir því starfi en umhverfisráð herrarnir hafa markað því stefnu. Þá er vonast til að áætlun um aðgerðir til að vernda hafið gegn mengun frá landi verði endanlega samþykkt á ráðsfundinum næsta haust. Unnið er að áframhaldandi skipulagningu kerfis til söfnunar upplýsinga um sjóflutninga á norðurhöfum, jafnframt því sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur verið hvött til að ljúka samningu leið beininga fyrir skip sem sigla um nyrstu höf. Leiðbeiningar varðandi olíu- og gasvinnslu á sjó hafa þegar verið staðfestar, jafnframt því sem hvatt hefur verið til þess að aðildarríkin nýti sér leiðbeiningar sem vísindahópur um aðgerðir til að fyrirbyggja og draga úr afleiðingum umhverfisslysa (Emergency Prevention, Preparedness and Response/EPPR) hefur samið. Þannig mætti áfram telja margvíslegt nýtilegt starf sem unnið hefur verið og verða mun á dag skrá ráðsins.
    Eins og ljóst er af framansögðu gegna umhverfisráðuneyti aðildarríkjanna mikilvægu hlut verki í því starfi sem Norðurskautsráðið mun einbeita sér að. Áformað starf að sjálfbærri nýt ingu auðlinda norðurslóða, sem enn þá er eftir að móta, mun fyrirsjáanlega einnig snerta m.a. sjávarútvegsráðuneyti landanna. Vaxi ráðinu eðlilega fiskur um hrygg má þannig ætla að starfið snerti smám saman svið æ fleiri fagráðuneyta þótt gert sé ráð fyrir að utanríkisráðu neyti landanna gegni samræmingar- og forustuhlutverki þar sem um milliríkjasamstarf er að ræða. Með hliðsjón af þessu hefur Ísland verið eitt forgönguríkja þess að í núverandi drögum að skipulagsreglum ráðsins er möguleikum haldið opnum til að halda undir merkjum þess sérstaka fundi fagráðherra eftir því sem þörf þykir á. Einnig hefur Ísland beitt sér fyrir því að reglurnar greiði leiðina til skynsamlegrar samhæfingar á starfi ráðsins við það sem önnur samtök, t.d. Barentsráðið, eru að gera á sömu sviðum.
    Mikilsvert er að sá áhugi, sem alþingismenn hafa sýnt tilkomu þessa samstarfs á norður slóðum og stuðningur þeirra við starfið, haldist. Einnig er rétt að geta sérstaklega um gagnleg an skerf Alþjóðavísindanefndarinnar um norðurskautsrannsóknir (International Arctic Science Committee/IASC) sem þar til nýlega laut formennsku Magnúsar Magnússonar, fyrr verandi prófessors.

V.C Barentsráðið (BEAC) .
    Barentsráðið hefur þrengri landfræðilegan starfsvettvang en Norðurskautsráðið en starf þess er engu að síður mjög mikilvægt. Hefur það þegar orðið til þess að treysta tengslin milli Norðurlanda og Rússlands, einkum hvað varðar mengunarvarnir og efnahagslega uppbygg ingu í norðvestanverðu Rússlandi. Lega Íslands veldur því ásamt fleiru að á sumum sviðum, svo sem samgöngumálum, verður ekki um jafnnáið samstarf að ræða af okkar hálfu og annarra ríkja Norðurlandanna. Engu að síður eru fullar forsendur fyrir þátttöku okkar eins og samstarf um tækniframfarir í rússneskri fiskvinnslu og hagnýtar hugmyndir um verkefni á sviði orkusparnaðar o.fl. sýna. Meðal þess sem unnið hefur verið að á vegum ráðsins síðustu missiri er skipulagning forgangsverkefna og leiðir til fjáröflunar til þeirra. Einnig er Rússum kapps mál að siglingar um hina svokölluðu norðaustursiglingaleið milli Evrópu og Asíu, þ.e. norðan Rússlands, vaxi og starfar sérstakur vinnuhópur að könnunum á því sviði. Hafa Íslendingar upp á síðkastið fylgst vel með framvindu þessa starfs ef í ljós kæmu möguleikar því tengdir fyrir íslenska aðila. Ekki verður unnt að fara þessa leið nema nokkurn hluta ársins og einungis á skipum styrktum til siglinga í ís. Hefur því ekki þótt útilokað að aukist þessar siglingar geti orðið hagkvæmt að setja upp birgðastöðvar á Íslandi þeim tengdar. Eftir á að koma í ljós hvort hér er um raunhæfar hugmyndir að ræða. Vaxandi nýting auðlinda í nyrstu héruðum Rússlands, sem kalla mun á sjóflutninga frá norðlægum höfnum, kynni einnig að fela í sér möguleika fyrir íslenska aðila, einkum að því leyti sem Ísland yrði í flutningaleið til markaðslanda.

VI. Ísland í Evrópu .
    Þróun mála innan Evrópu hefur mikil áhrif á Ísland og snertir flesta þætti þjóðlífsins. Ísland á aðild að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og á jafnframt aðild að stærsta sameinaða markaðsvæði veraldarinnar, Evrópska efnahagssvæðinu.

VI.A Fríverslunarsamtök Evrópu .
    Allt frá aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) árið 1970 hefur þátttaka landsins í samtökunum stuðlað að bættri stöðu þess í fríverslunar- og efnahagssamstarfi við aðrar þjóðir. Á þessum tíma hafa orðið gífurlegar breytingar á efnahags- og viðskiptaumhverfi álfunnar. Frjálsræði í viðskiptum hefur aukist, ríki Mið- og Austur-Evrópu hafa horfið frá miðstýrðu markaðskerfi til frjálsra verslunar- og viðskiptahátta og aðildarríkjum Evrópusam bandsins (ESB) hefur fjölgað nokkuð. EFTA hefur reynst þess megnugt að laga starfsemi sína að hinu breytta umhverfi, jafnt við brotthvarf nokkurra aðildarríkja þess og með því að koma á fríverslunarsamstarfi við önnur ríki í álfunni.
    Starfsemi EFTA er komin í fastar skorður eftir að Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu í ESB. Þrátt fyrir fækkun aðildarríkjanna hefur starfsemi fríverslunarsamtakanna ekki dregist saman að því marki sem fækkunin gæti gefið til kynna. EFTA í nýrri mynd hefur reynst vera trúverðugur samstarfsaðili en því er ekki að leyna að ábyrgð og álag ríkjanna sem eftir sitja eru meiri en áður. Þetta hefur í för með sér að þátttaka Íslands í starfi EFTA verður að vera öflugri og virkari.
    Meginviðfangsefni er sem fyrr samskipti við ESB og þá ekki síst á grundvelli EES-samn ingsins. Jafnframt hafa samskipti EFTA-ríkjanna við ríki utan ESB orðið stöðugt umfangs meiri og fara þau einkum fram með tvennum hætti, annars vegar með fríverslunarsamningum og hins vegar á grundvelli samstarfsyfirlýsinga. Nú stendur einnig yfir innan EFTA undirbún ingur að gerð nýrrar tegundar samstarfsyfirlýsinga um svæðisbundið samstarf ríkjahópa.
    Á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Bergen í júní 1995 voru meginlínurnar lagðar varðandi styrkingu á samskiptum EFTA við önnur ríki en ESB, þ.e. að EFTA skyldi áfram leitast við að skila sjálfstæðu og virku framlagi til bætts efnahags- og viðskiptaumhverfis í Evrópu og utan álfunnar. EFTA-ríkin hafa frá árinu 1991 gert fríverslunarsamninga við þrettán ríki, þ.e. Tyrkland, Ísrael, Pólland, Rúmeníu, Búlgaríu, Ungverjaland, Tékkland, Slóvakíu, Slóveníu, Eistland, Lettland, Litháen og Marokkó.
    Ofangreindir fríverslunarsamningar fela í sér fríverslun með iðnaðarvörur, sjávarafurðir og unnar landbúnaðarafurðir. EFTA-ríkin hafa afnumið tolla á þessum vörum við gildistöku fríverslunarsamninganna með heimild til verðjöfnunar á unnar landbúnaðarafurðir. Samnings aðilar EFTA-ríkjanna hafa hins vegar samið um mislangan aðlögunartíma varðandi afnám tolla. Jafnhliða gerð ofangreindra fríverslunarsamninga hafa EFTA-ríkin, hvert fyrir sig, gert tvíhliða landbúnaðarsamninga við þessi ríki. Hvað Ísland varðar er þar um að ræða vörur sem ekki eru framleiddar hér á landi og í flestum tilvikum er um að ræða vörur með engum rauntollum. Framkvæmd þessara fríverslunarsamninga hefur tekist vel.
    Enn sem komið er eru viðskipti Íslands við mörg þau lönd, sem EFTA-ríkin hafa samið um fríverslun við, ekki ýkja mikil. Hagvöxtur er þó víða talverður og verslun og viðskipti í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu breytist nú hratt í frjálst og viðurkennt markaðsform. Fríversl unarsamningarnir skapa nýjan grunn fyrir viðskipti og möguleikar Íslands og íslenskra fyrir tækja til að auka viðskipti við þessi lönd eru mun betri en áður. Mikilvægir útflutningsmark aðir fyrir íslenskar afurðir hafa því opnast í þessum löndum.
    Samningaviðræður standa nú yfir á milli EFTA-ríkjanna og Túnis um gerð fríverslunar samnings. Þeim viðræðum lýkur væntanlega á næsta ári. Þess er jafnframt vænst að fríversl unarviðræður við Möltu og Kýpur hefjist á næstu mánuðum.
    Auk ofangreindra fríverslunarsamninga hafa EFTA-ríkin staðið að gerð sjö samstarfsyfir lýsinga við ýmis ríki sem geta síðar leitt til gerðar fríverslunarsamninga. Um er að ræða sam starfsyfirlýsingar við Albaníu, Egyptaland, Túnis, Makedóníu, heimastjórn Palestínumanna (PA), Jórdaníu og Líbanon.
    Umræður hafa einnig farið fram innan EFTA um styrkingu hinna efnahags- og viðskipta legu tengsla á milli EFTA-ríkjanna og Kanada. Þessar umræður eru enn á byrjunarstigi, þannig að of snemmt er að segja til um til hvaða niðurstöðu þær muni leiða. Engu að síður hljóta þessi tengsl að vekja sérstakan áhuga Íslendinga og geta styrkt efnahags- og viðskipta hagsmuni þessara ríkja.
    Innan EFTA er nú unnið að styrkingu hins svæðisbundna samstarfs við annars vegar ASEAN-ríkin (Brunei, Indónesíu, Kambodíu, Laos, Malasíu, Myanmar, Singapúr, Filipseyj ar, Taíland og Víetnam) og hins vegar MERCOSUR-ríkin (Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ).
    Ráðherrar efnahagsmála ASEAN-ríkjanna og starfsbræður þeirra frá EFTA-ríkjunum hitt ust á óformlegum fundi í Singapúr í desember sl. þar sem hin auknu viðskiptatengsl voru rædd. Samskipti EFTA og MERCOSUR voru tekin til umræðu í fyrsta sinn milli ráðherra á fundi utanríkisráðherra Íslands og starfsbróður hans í Argentínu í Buenos Aires í ágúst sl. Þar kom fram staðfestur vilji beggja til að kanna og vinna að frekara samstarfi EFTA og MERCOSUR. Innan EFTA er nú hafin vinna að skilgreiningu á samstarfi ríkjahópanna.

VI.B Samstarfið innan Evrópska efnahagssvæðisins .
VI.B.1 EES-samningurinn .
    Ísland hefur greiðan aðgang að innri markaði ESB með EES-samningnum og hefur hann sannað gildi sitt á þeim tæplega fjórum árum sem liðin eru frá gildistöku hans. Ef litið er yfir farinn veg hefur framkvæmd samningsins gengið vel og er unnt að staðfesta að ótti margra við neikvæðar afleiðingar hans hefur reynst ástæðulaus. Í opinberri umræðu hér á landi hefur ver ið tilhneiging til að gera minna úr áhrifum EFTA-ríkjanna við gerð reglna á Evrópska efna hagsvæðinu en efni standa til. EFTA-ríkin hafa að undanförnu notfært sér í vaxandi mæli rétt inn til þess að fylgjast með störfum nefnda á vegum framkvæmdastjórnarinnar og koma sjón armiðum sínum á framfæri. Þannig hafa áhrif EFTA-ríkjanna á endanlega mótun evrópskra reglna sífellt verið að aukast.
    Í dag hafa EFTA-ríkin aðgang að um 300 sérfræðingafundum á vegum framkvæmdastjórn arinnar í nánast öllum nefndum sem tengjast framkvæmd EES-samningsins. EFTA-ríkin og EFTA-skrifstofan hafa samvinnu sín á milli og sjá til þess að skortur á mannafla komi ekki í veg fyrir að löndin taki virkan þátt í þessu starfi. Auk þess hafa EFTA-ríkin möguleika til þess að gera skriflegar athugasemdir við tillögur ráðherraráðsins eftir að framkvæmdastjórnin hefur lagt fram tilllögur sínar og er þetta gert í vaxandi mæli. Jafnframt njóta Ísland og Noregur sérstöðu að því leyti að þau eiga þess kost að gæta hagsmuna sinna að vissu marki með nánu samstarfi við hin þrjú ríki Norðurlandanna sem eiga aðild að ESB. Norðurlöndin hafa í ríkari mæli en áður þörf fyrir náið samstarf á sviði utanríkis-, öryggis-, viðskipta- og efnahagsmála. Mikilvægt er að efla þá samvinnu á markvissan hátt þannig að hið norræna sjónarhorn komist betur til skila á alþjóðlegum vettvangi. Þá er umhugsunarefni hvort efla eigi samstarf þingmannanefndar EFTA og ESB í ljósi vaxandi mikilvægis Evrópuþingsins. Það má því staðhæfa að EFTA-ríkjunum standi ýmsar leiðir til boða til að gæta hagsmuna sinna og að það sé að miklu leyti undir þeim sjálfum komið hversu vel tekst til í þeim efnum.
    Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarríki ESB eru meðal nánustu samstarfsríkja okkar á sviði utanríkis- og öryggismála. EES-samningurinn hefur gert EFTA-ríkjunum kleift að stofna sérstakan viðræðuvettvang við ESB um pólitísk mál og pólitískt samstarf. Samstarfið gengur vel og er Ísland nú aðili að fjölda yfirlýsinga ESB um utanríkismál. Þá eru reglulega haldnir pólitískir upplýsinga- og samsráðsfundir um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni innan ramma pólitíska samráðsins milli ESB og EFTA-ríkjanna í EES. Jafnhliða þessu er mikilvægt að halda áfram að efla sem mest tvíhliða pólitísk samskipti við aðildarríki ESB í því skyni að fá aðgang að upplýsingum og koma á framfæri íslenskum sjónarmiðum eftir því sem kostur er.
    Rekstur EES-samningsins felur í sér miklu meira en undirbúning að nýrri löggjöf og pólitískt samráð. Samstarfsverkefni eru fjölmörg og ná til vísinda og þróunar, félags- og heil brigðismála, neytendaverndar, tölvusamskipta í stjórnsýslu, umhverfismála, menningarmála og svo mætti lengi telja. Nú fer að líða að lokum fjórðu rammaáætlunarinnar um vísindi og þróun og er þegar farið að huga að því að meta hvernig íslenskum vísindamönnum hefur geng ið að nýta sér þau tækifæri sem þar hafa gefist. Eins og kunnugt er miðast framlag Íslands til sameiginlegra verkefna við þjóðarframleiðslu en styrkir eru veittir til þeirra samstarfs verkefna sem áhugaverðust þykja hverju sinni. Virðist næsta ljóst að þótt aðeins sé talið það fjármagn sem beint skilar sér aftur til Íslands þá er þar um að ræða hærri fjárhæðir en það sem íslensk stjórnvöld hafa látið af hendi. Þátttaka í samstarfsverkefnum af þessu tagi gefur íslenskum vísindamönnum færi á að taka þátt í umfangsmiklum vísindarannsóknum og notfæra sér niðurstöður þeirra. Undirbúningur fimmtu rammaáætlunarinnar er vel á veg kominn og hafa íslensk stjórnvöld tekið virkan þátt í honum við uppsetningu, skipulag og forgangsröðun.

VI.B.2 Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn .
    Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sér um eftirlit með framkvæmd EES-samningsins meðal EFTA/EES-ríkjanna. Eftirlit stofnunarinnar hefur verið mjög skilvirkt og miðar að því að ganga úr skugga um að ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar verði felldar inn í löggjöf viðkomandi ríkisins með réttum hætti. Einnig fylgist stofnunin með því að framkvæmd og túlk un sé í fullu samræmi við ákvæði samningsins, t.d. þegar kemur að veitingu ríkisstyrkja, fram kvæmd á opinberum útboðum og því að samkeppnisreglur séu virtar. Hefur ESA í nokkrum tilfellum séð ástæðu til þess að gera formlegar athugasemdir við lögfestingu eða framkvæmd EES-reglna hér á landi.
    EFTA-dómstóllinn gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki við að tryggja réttaröryggi og sam ræmda framkvæmd EES-samningsins. Dómstóllinn hefur ekki kveðið upp dóm gagnvart EFTA-ríkjunum vegna brota á ákvæðum samningsins en hins vegar gefið fjölda ráðgefandi álita.

VI.B.3 Sjávarútvegssamningur Íslands og ESB .
    Um sama leyti og gengið var frá EES-samningnum gerðu íslensk stjórnvöld og ESB einnig með sér samning um gagnkvæm fiskveiðiréttindi, sem m.a. fól í sér að ESB fékk heimildir til að veiða allt að 3000 tonn af karfa hér við land en Ísland fékk á móti 30.000 tonn af loðnu af kvóta þeim sem ESB hefur fengið frá Grænlandi. Í samningnum voru ESB sett mjög skýr skil yrði um það hvers konar skip mættu veiða, strangar reglur voru settar um íslenskt eftirlit um borð o.s.frv. Hins vegar var fallist á að árlega skyldu samningsaðilar hittast og ræða m.a. hvort þau veiðisvæði, sem fiskiskipum ESB hefur verið hleypt í, nægi til þess að stunda arð bærar veiðar.
    Eftirtekja skipa ESB hefur til þessa verið rýr. Á síðasta ári veiddu þau aðeins um 220 tonn í fjórum veiðiferðum. Hafa íslensk stjórnvöld þegar einu sinni stækkað veiðisvæði sem til boða standa. Svo virðist sem íslensk fiskimið hafi ekki sama aðdráttarafl á þýska togara og áður. Hefur ESB ekki aðeins sótt á um að fá stærri svæði til athafna heldur einnig um endur skoðun sjálfs grunnsamningsins og dregur framkvæmdastjórnin í efa að arðbærar veiðar séu mögulegar með þeim skilyrðum sem sett voru. Hafa íslensk stjórnvöld svarað því til að ákvæði samningsins um endurskoðun veiðisvæða verði að sjálfsögðu virt en fyrst verði að liggja fyrir að fullreynt sé að þau svæði, sem samið var um, dugi ekki. Sókn skipa ESB hafi ekki verið það mikil að það sé ljóst. Hins vegar sé engin ástæða til þess að ganga aftur til viðræðna um breytingar á sjálfum grunnsamningnum.

VI.C Evrópusambandið .
VI.C.1 Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins .
    Upphaflega var ráðgert að markmið ríkjaráðstefnunnar yrðu takmörkuð við endurskoðun málamiðlana sem gerðar voru í Maastricht og gengu skemmra en sumir vildu varðandi sam runa Evrópusambandsins (ESB). Fljótlega kom í ljós að þróun mála í Evrópu útilokaði slíka takmarkaða endurskoðun á Maastricht-sáttmálanum. Erfiðlega hafði gengið í mörgum ríkjum að fullgilda Maastricht-sáttmálann og ljóst var talið að frekari samrunahugmyndir ættu ekki vísan stuðning meðal almennings. Þá þurftu sum aðildarríkin á miklum pólitískum stuðningi að halda í kjölfar erfiðra aðgerða sem nauðsynlegt var að grípa til vegna undirbúnings að stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu. Sumir litu því svo á að meginmarkmið ráðstefn unnar yrði að ná betur en áður til almennings.
    Aukin áhersla var lögð á ýmis stefnumarkandi sjónarmið eins og umhverfismál, félagsmál, heilbrigðismál, mannréttindi, gagnsæi stofnana ESB og baráttu gegn atvinnuleysi og glæpum. Þá hafði þróun mála í Evrópu leitt í ljós að meginviðfangsefni Evrópusambandsins mundi snú ast um undirbúning ESB að stækkun þess og stofnun Efnahags- og myntbandalagsins. Framm istaða Evrópusambandsins í lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu hafði sömuleiðis valdið mörgum vonbrigðum og voru því ýmsir þeirrar skoðunar að endurskoðun utanríkis- og örygg isstefnu ESB þyrfti einnig að vera meðal forgangsverkefna ríkjaráðstefnunnar.
    Endurskoðun ríkjaráðstefnunnar var því umfangsmeiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Lokaskjal ríkjaráðstefnunnar, Amsterdam-sáttmálinn, felur í sér fjölmargar málamiðlanir og margir lýstu miklum vonbrigðum yfir því að ekki hefði tekist að ná samkomulagi um aðgerðir sem nauðsynlegar voru vegna stækkunar ESB. Þrátt fyrir slíka annmarka hefur niðurstaða ríkjaráðstefnunnar verið túlkuð sem skýr pólitísk skilaboð til umsóknarríkja um áform ESB um að hefja aðildarviðræður.
    Árangur ráðstefnunnar verður að meta í ljósi þeirra væntinga sem aðilar gerðu til hennar. Vonbrigði eru meiri hjá þeim sem lögðu höfuðáherslu á þróun til meiri samruna, breytingar á stofnanafyrirkomulagi vegna undirbúnings að stækkun ESB og aukin valdahlutföll stærri að ildarríkja á kostnað þeirra minni.
    Helstu niðurstöður Amsterdam-sáttmálans voru eftirfarandi:

VI.C.1.a Schengen-samstarfið .
    Að því er Ísland varðar var innlimun Schengen-samstarfsins í ESB vafalítið athyglisverð asta málið. Schengen-samstarfið var fellt bæði inn í fyrstu stoð og þriðju stoð. Dregið er úr áhrifum stofnana ESB í fyrstu stoðinni. Völd dómstólsins eru takmörkuð og ná t.d. ekki yfir þætti varðandi allsherjarreglur og innra öryggi ríkja. Einnig er frumkvæðisréttur fram kvæmdastjórnarinnar að afleiddum lögum takmarkaður og halda aðildarríkin honum að vissu marki a.m.k. til að byrja með. Gert er ráð fyrir að tillögur verði afgreiddar samhljóða næstu fimm árin og þá verði hugsanlega tekin ákvörðun um það hvort aukinn meiri hluti ráði niður stöðu mála eða hvort áfram verði stuðst við samhljóða atkvæðagreiðslu. Þýskaland mun m.a. hafa lagt ríka áherslu á samhljóða atkvæðagreiðslur á þessum sviðum.
    Danir fengu samþykktan sérstakan viðauka sem tiltekur sérstöðu þeirra. Samkvæmt við aukanum munu Danir að miklu leyti standa utan hefðbundins ESB-samstarfs á þessu sviði en taka fullan þátt í fundum og vinnuhópum fram að ákvarðanatöku en taka hins vegar ekki þátt í lokaákvörðun ESB. Ákveðið er að Danir muni síðan taka sjálfstæða ákvörðun innan sex mánaða sem bindur þá aðeins samkvæmt þjóðarétti. Evrópudómstóllinn mun því ekki hafa beinu hlutverki að gegna gagnvart Danmörku á fyrrgreindum sviðum.
    Tiltekið er að um hugsanlega þátttöku Íslands og Noregs í Schengen-samstarfinu verði samið í sérstökum viðræðum og tekið er fram að það skuli gert á grunni núverandi samstarfs samnings milli Schengenríkja og Íslands og Noregs.

VI.C.1.b Utanríkis- og öryggismál .
    Á sviði utanríkis- og öryggismála er Amsterdam-sáttmálinn túlkaður sem nánast staðfest ing á Maastricht-sáttmálanum. Hins vegar er í fyrsta sinn vísað með beinum hætti í svokölluð Petersberg-verkefni. Í raun er ekki um efnisbreytingu að ræða því að ESB gat fyrir þessar breytingar beðið VES um að vinna slík verkefni. Það var síðan undir VES komið hvort slík beiðni yrði framkvæmd. Tilvísun í Petersberg-verkefnin breytir því í raun engu og þykir vera stefnumarkandi ákvæði fremur en breyting á Rómarsamningnum. Annað orðalag í textanum er svipaðs eðlis, sbr. ákvæði um að leiðtogafundur ESB geti hugsanlega ákveðið í framtíðinni að koma á fót sameiginlegum vörnum eða að fella VES undir ESB. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er um einfalda ákvörðun að ræða heldur breytingar á Rómarsamningnum. Slíkar breytingar á Rómarsáttmálanum yrði að taka með samhljóða samþykki á sérstakri ríkja ráðstefnu. Ofangreind niðurstaða hefur því verið túlkuð sem sigur fyrir þau sjónarmið sem Bretar hafa verið í fararbroddi fyrir.
    Fulltrúar þeirra er lengst vildu ganga á þessu sviði hafa lýst yfir vonbrigðum með niðurstöðu ráðstefnunnar en staðhæfa að áfangasigur felist í því að nú sé búið að ná fram vísi að orðalagi um innlimun („integration“) VES í ESB. Þrátt fyrir að orðalagið sé veikt sé búið að marka ákveðna braut. Ísland, sem aukaaðildarríki í VES, hefur lagst mjög ákveðið gegn öllum hugmyndum um innlimun VES í ESB.
    Hins vegar náðist árangur í þá veru að gera utanríkisstefnu ESB skilvirkari og skýrari. Þannig er leiðtogaráði ESB falið að skilgreina grundvallarþætti sameiginlegrar utanríkis stefnu sem utanríkisráðherrarnir munu síðan fylgja eftir. Ákveðið var að setja á fót miðstöð til að safna upplýsingum og greina þær í Brussel í stað þess að reiða sig á slíkar upplýsingar frá höfuðborgum aðildarríkjanna. Skrifstofu ráðherraráðsins verður falið, á ábyrgð aðalfram kvæmdastjóra þess, að undirbúa stefnumótun í utanríkismálum sem m.a. felst í að fylgjast með og meta pólitíska þróun hinna ýmsu landsvæða. Aukinn meiri hluti atkvæða mun hér eftir gilda sem meginregla við ákvarðanatöku en veigamiklar undantekningar verða þó gerðar frá meginreglunni.
    Einnig er gert ráð fyrir því að formennskuríkið verði í fyrirsvari varðandi utanríkis- og ör yggismálin og að í framkvæmdastjórn ráðsins verði sérstakur fulltrúi í utanríkispólitískum málum.

VI.C.1.c Sveigjanlegur samruni .
    Fallist var á ákvæði um sveigjanlegan samruna. Samkvæmt samkomulaginu getur aukinn meiri hluti ríkja óskað eftir nánari samruna og geta ríki, sem standa fyrir utan samstarfið, ekki stöðvað samrunann nema um sé að ræða grundvallarhagsmuni. Bretar náðu ekki að koma í veg fyrir að aukinn meiri hluti ríkja nægði til þess að taka upp nánara samstarf á skilgreindum sviðum, en fengu samþykkta málamiðlun um að þeir gætu stöðvað slíkan samruna ef stjórnvöld teldu slíkt samstarf geta farið gegn grundvallarhagsmunum Breta.
    Hugmyndin að sveigjanlegum samruna er ekki ný. Ákvörðun var tekin um sveigjanlegan samruna í Maastricht varðandi félagsmálasáttmálann og Efnahags- og myntbandalag Evrópu. Nú er slík leið hins vegar fær á fleiri sviðum ef aukinn meiri hluti ríkja óskar þess án þess að slík svið séu skilgreind fyrir fram í samningnum. Slík samvinna getur hins vegar ekki breytt ákvæðum Rómarsáttmálans og varðar því fyrst og fremst svið sem ekki falla undir núverandi verkefni ESB.

VI.C.1.d Undirbúningur að stækkun ESB .
    Ekki náðist samkomulag um fækkun framkvæmdastjóra eða varðandi breytingar á vægi at kvæða í ráðinu. Augljóslega hafa margir vanmetið afstöðu smærri ríkja til þessa þáttar. Hins vegar var samþykkt yfirlýsing sem tiltekur að þessir þættir, þ.e. fjöldi framkvæmdastjóra og aukið vægi atkvæða stærri ríkjanna, tengist stækkun og að þessi atriði þurfi að leysa áður en af stækkun getur orðið. Því er augljóst að boða verður til annarrar ríkjaráðstefnu ef leysa á þennan ágreining. Þessi niðurstaða nær skemmra en margir vildu, enda var talið nauðsynlegt að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi til þess að undirbúa stækkun ESB. Samt sem áður er undirbúningur að stækkun ESB þegar hafinn.

VI.C.1.e Sjávarútvegsstefna ESB .
    Endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB var ekki til umræðu á ríkjaráðstefnunni. Hins vegar kröfðust Bretar þess að ríkjaráðstefnan fjallaði um svokallað kvótahopp. Þrátt fyrir það var ekkert ákvæði um kvótahopp í Amsterdam-sáttmálanum. Bretar töldu sig samt sem áður hafa náð árangri á leiðtogafundinum í Amsterdam varðandi það mál. Ekki var hins vegar um að ræða breytingar á Rómarsamningnum heldur skrifaði Jacques Santer, forseti framkvæmda stjórnar ESB, bréf til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þar sem lýst er skilningi á stöðu Breta. Í bréfinu var vísað í efnahagslega hagsmuni strandríkja og farið almennum orðum um hagsmuni þeirra. Rétt er að hafa í huga að framkvæmdastjórnin getur ekki breytt einhliða þessum reglum og því er umrætt bréf óhefðbundið og hefur að geyma með öllu óskuldbindandi ákvæði.

VI.C.1.f Félagsmálasáttmálinn .
    Ákveðið er að fella félagsmálasáttmálann undir Rómarsáttmálann. Þetta er hægt að gera nú þar sem Bretar hafa látið af andstöðu sinni við sáttmálann. Þessi breyting er einnig talin munu leiða til aukinnar áherslu ESB á atvinnumál.

VI.C.1.g Önnur mál .
    Á ríkjaráðstefnunni náðist einnig árangur á ýmsum öðrum sviðum, svo sem varðandi stöð ugleikasáttmálann, atvinnumál, mannréttindi, hlutverk þjóðþinga, umboð stofnana ESB, að gang að upplýsingum, umhverfismál, hina svokölluðu nálægðarreglu og meðalhófsreglu, neyt endavernd, hollustuvernd og sérstöðu landssvæða.

VI.C.2 Efnahags- og myntbandalag Evrópu .
    Niðurstöður ríkjaráðstefnunnar hafa fallið í skuggann af því sem æ fleiri telja nú að sé hinn raunverulegi vaxtarbroddur samrunaþróunar í Evrópu, þróun gjaldmiðilssamstarfs að einum evrópskum gjaldmiðli. Má til sanns vegar færa að innri markaður ESB komist ekki að fullu til framkvæmda meðan skipta þarf um gjaldmiðil við hver landamæri. Undanfarin ár hefur efnahagsástand flestra Evrópuríkja ekki aðeins orðið stöðugra heldur hefur dregið saman með þeim í flestu tilliti. Sveiflur milli gengis franska frankans, þýska marksins, hollenska gyllinisins og belgíska frankans hafa lengi verið óverulegar og aðrir evrópskir gjaldmiðlar nálgast óðum. Stöðugleiki efnahags Suður-Evrópuríkjanna er snöggtum meiri en flestir hefðu þorað að vona fyrir nokkrum árum og eru þau nú öll nema Grikkland líkleg til þess að uppfylla þátttökuskilyrði gjaldmiðilseiningar á næstu árum.
    Þátttökuskilyrði Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) um verðbólgustig, vexti, fjárlagahalla, ríkisskuldir, stöðugan gjaldmiðil og sjálfstæðan seðlabanka hafa verið snar þáttur allrar efnahagsumræðu undanfarin ár. Athyglin hefur þó undanfarið beinst sérstaklega að fjárlagahalla. Í Maastricht var tekið fram að halli ætti að vera lítill og 3% landsframleiðslu sett fram sem viðmiðun. Sú viðmiðun var þó aldrei njörvuð niður sem frumskilyrði. Aftur á móti hefur í pólitískri umræðu, einkum í Þýskalandi, verið lögð þung áhersla á að ekki megi sýna sveigjanleika þar sem hinn nýi gjaldmiðill, evró, mundi þá hefja feril sinn rúinn öllu trausti. Bæði Þýskaland og Frakkland hafa átt í erfiðleikum með að ná þessu marki; Þýskaland vegna stöðugra örðugleika eftir sameininguna og Frakkland vegna atvinnuleysis. Gjald miðilseining án þessara tveggja ríkja væri hins vegar skelin tóm. Það hefur verið pólitískt keppikefli Ítalíu að vera með frá byrjun en samstarfsríkin hafa mörg hver litið það hornauga og talið að þátttaka Ítala mundi veikja hinn nýja gjaldmiðil. Betri horfur í ríkisfjármálum Þýskalands og aukinn hagvöxtur í Frakklandi virðast nú geta fleytt ríkjunum fram hjá helstu erfiðleikum og tryggt fæðingu evrós.
    Undanfarnar vikur og mánuði hafa æ fleiri látið uppi þá skoðun að nú verði ekki lengur aft ur snúið. Það eru hagtölur þessa árs sem munu ráða úrslitum, ásamt fjárlögum ársins 1998. Þegar í maí á næsta ári verður greint frá því hvaða gjaldmiðlar verði með frá upphafi og þá þegar tilkynnt viðmiðunargengi þeirra gagnvart evró. Ellefu ríki koma til greina, þ.e. öll nema Bretland og Danmörk, sem hafa sérstaka undanþágu frá þátttöku, Svíþjóð, sem vill frekari frest, og Grikkland, sem engar líkur eru á að geti uppfyllt þátttökuskilyrðin. Reyndar hefur umræða í Bretlandi um kosti og galla þátttöku aukist mjög eftir að líkur tóku að aukast á því að evró færi af stað á tilsettum tíma.
    Útgáfa seðla og myntar vegna hins nýja gjaldmiðils hefst í síðasta lagi 1. janúar 2002 og 1. júlí sama ár munu gamlir seðlar og mynt þátttökuríkja hverfa.
    Frakkar hafa lengi verið talsmenn þess að hinn nýi seðlabanki starfi undir einhvers konar pólitísku eftirliti en Þjóðverjar hafa lagt áherslu á fullt sjálfstæði. Samkomulag hefur nú náðst sem áréttar sjálfstæði bankans.
    Seðlabanki Íslands hefur gefið út skýrslu um aðdraganda og áhrif stofnunar EMU, sem nær m.a. til áhrifa á efnahagsþróun og hagstjórn á Íslandi. Áhrif EMU eru líkleg til að teygja sig víða. Njóti gjaldmiðillinn nýi trausts markaða getur hann grafið undan ráðandi stöðu Banda ríkjadals á alþjóðavettvangi. Einn gjaldmiðill mun einnig stuðla að samræmingu verðlags og aukinni samkeppni.
Graphic file object #0000. with height 513 p and width 432 p Left aligned

VI.C.3 Stækkun Evrópusambandsins .
    Skömmu eftir lok ríkjaráðstefnunnar lagði framkvæmdastjórnin fram skýrslur sínar um undirbúning og væntanlegar afleiðingar stækkunar, ásamt álitsgerð um hvert umsóknarríki fyrir sig. Þau ríki, sem framkvæmdastjórnin leggur til að rætt verði við í fyrstu umferð, eru Eistland, Pólland, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland og ef pólitísk vandamál leysast á Kýpur fylgja Kýpurbúar með. Þetta eru þau ríki sem framkvæmdastjórnin telur að geti innan tiltekins tíma uppfyllt nauðsynleg skilyrði til inngöngu ef þau halda áfram á sömu braut í umbótum. Aðildarríkin munu síðan gefa sitt álit á umsóknarríkjum sem mun liggja frammi fyrir leið togafund ESB-ríkja sem haldinn verður í desember næstkomandi. Á þeim fundi ákveða leið togarnir síðan við hvaða ríki verður rætt um aðild. Ljóst er að ESB verður að ráðast í breytingar á ýmsum sviðum ef sú verður raunin að framangreind sex ríki verði aðilar að ESB. Landbúnaðarjarðir ESB munu til að mynda stækka um 50% og fjöldi landbúnaðarverkamanna tvöfaldast. Framkvæmdastjórnin hefur því lagt til að landbúnaðarstefna sambandsins, sem hefur verið ein af helstu stoðum þess, verði löguð að þróun markaðarins, markaðsstefnum og viðskiptareglum. Þróunarsjóði ESB á að endurskipuleggja en þeir sjóðir, ásamt jöfnunarsjóðum sambandsins, eru eitt helsta vogaraflið til að jafna lífskjör innan ESB. Hins vegar er ljóst að sum aðildarríki ESB óttast að missa spón úr aski sínum við þessar breytingar og sæta tillögurnar því andstöðu sem hefur leitt til þess að sum ríki hafa jafnvel hótað að beita neitunarvaldi.

VII. Ísland og öryggismál .
VII.A Atlantshafsbandalagið .
    Undanfarið ár hefur starf Atlantshafsbandalagsins tekið miklum stakkaskiptum. Bandalag ið hefur tekið að sér ný verkefni, undirbúið fjölgun aðildarríkja og treyst samskiptin við sam starfsríkin í austri. Á sama tíma hefur farið fram endurskoðun á innviðum bandalagsins. Þar ber hæst einföldun og samdrátt í herstjórnarkerfinu, sem miðar að því að gera það sveigjan legra og betur í stakk búið til að sinna ólíkum verkefnum.
    Vinnu bandalagsins að þessum meginþáttum var hleypt af stokkunum á utanríkisráðherra fundi þess í Berlín í júní 1996. Á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í Sintra í Portúgal í maí sl. voru teknar ákvarðanir um eflingu samstarfsins við samstarfsríkin í austri, en stuttu áður höfðu leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna og Rússlands undirritað stofnsamþykkt um samvinnu bandalagsins og Rússlands. Á leiðtogafundinum í Madríd í júlí 1997 var svo hnýttur endahnúturinn á grundvallarákvarðanir í yfirstandandi breytingaferli þegar þremur um sóknarríkjum var boðið upp á viðræður um aðild að bandalaginu. Utanríkisráðherra sótti alla ofangreinda fundi fyrir Íslands hönd og forsætisráðherra sótti undirritunarathöfn stofnsam þykktarinnar í París og leiðtogafund bandalagsins í Madríd.

VII.A.1 Stækkun Atlantshafsbandalagsins .
    Formleg umræða um hugsanlega fjölgun aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hófst í kjöl far leiðtogafundar bandalagsins í Brussel árið 1994. Í yfirlýsingu þessa fundar var ítrekað ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins um að bandalagið væri opið nýjum aðildar ríkjum.
    Síðan hefur umfjöllun innan bandalagsins um fjölgun aðildarríkja miðast við að tryggja að ekki yrðu breytingar á grundvallarmarkmiðum bandalagsins og að tillit yrði tekið til heild aráhrifa á þróun stjórnmála og öryggismála í Evrópu. Þetta hefur falið í sér samstarf og samráð við önnur ríki í Evrópu og næsta nágrenni, þar á meðal þau sem sóst hafa eftir aðild. Þetta hefur hvort tveggja þjónað þeim tilgangi að efla traust og stöðugleika með gagnsæi og auðvelda viðeigandi ríkjum að axla þær byrðar sem aðild fylgja.
    Þessi viðleitni Atlantshafsbandalagsins hefur verið formfest með stofnun Evró-Atlants hafssamstarfsráðsins (EAPC), sem leysti Norður-Atlantshafssamvinnuráðið (NACC) af hólmi. Innan EAPC gefst samtals 44 ríkjum tækifæri til samráðs og samstarfs á sviði stjórn mála og öryggismála í samræmi við vilja og getu hvers ríkis. Sum samstarfsríkjanna hafa lengi stuðst við hlutlausa utanríkisstefnu, eins og t.d Austurríki, Finnland, Sviss og Svíþjóð. Jafn hliða stofnun EAPC hefur Friðarsamstarfið (PfP) verið eflt og samstarfsríkjunum gefið tæki færi til að tengja fyrrnefnda pólitíska vettvanginn við sértækt og hagnýtt samstarf innan PfP. Þá eru hafin skoðanaskipti við sex Miðjarðarhafsríki utan bandalagsins sem ætlað er að stuðla að stöðugleika og auknu trausti við suðurjaðar bandalagsins. Loks hefur bandalagið ákveðið að efla tvíhliða skoðanaskipti við ríki sem hafa áhuga á aðild. Þess má geta að á undanförnum árum hafa tólf ríki sótt formlega um aðild að bandalaginu.
    Langur aðdragandi var að ákvörðun Atlantshafsbandalagsins um aðildarviðræður við nokkur umsóknarríki. Var m.a. gerð sérstök úttekt á forsendum og framkvæmd fjölgunar að ildarríkja. Á leiðtogafundi bandalagsins í Madríd sumarið 1997 var samþykkt að bjóða Pól landi, Tékklandi og Ungverjalandi til aðildarviðræðna. Í yfirlýsingu fundarins var áréttað að bandalagið yrði áfram opið nýjum aðildarríkjum og í því samhengi sérstaklega vísað til já kvæðrar þróunar í átt til lýðræðislegra stjórnarhátta í Rúmeníu og Slóveníu og aukins stöðug leika og samstarfs ríkja við Eystrasalt sem eru áhugasöm um aðild.
    Aðildarviðræður Atlantshafsbandalagsins við Pólland, Tékkland og Ungverjaland standa nú yfir og er gert ráð fyrir að utanríkisráðherrar núverandi aðildarríkja og ríkjanna þriggja undirriti yfirlýsingar um aðild hinna síðarnefndu að stofnsamningi Atlantshafsbandalagsins í desember. Þjóðþing núverandi aðildarríkja fengju því næst þessar yfirlýsingar til fullgilding ar og stefnt yrði að því að ríkin gætu orðið fullgildir aðilar að bandalaginu á fimmtíu ára af mæli þess í apríl 1999.
    Enn er óljóst hvort eða í hve miklum mæli aðild ríkjanna þriggja muni hafa áhrif á varnar viðbúnað núverandi aðildarríkja vegna varnarskuldbindinga á grundvelli stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins. Hlutfallslega lítil hækkun verður á sameiginlegum kostnaði Atlants hafsbandalagsins, t.d. vegna rekstrar höfuðstöðva og sérstakra verkefna. Á hinn bóginn þurfa ríkin þrjú að auka útgjöld til varnarmála til að geta tekist á hendur þær skyldur sem fylgja aðildinni. Um þessar mundir vinnur alþjóðastarfslið höfuðstöðva bandalagsins að heild arúttekt á áætluðum kostnaði við fjölgun aðildarríkja og er gert ráð fyrir að skýrsla um þetta efni verði lögð fyrir fund utanríkisráðherra bandalagsins í desember nk.
    Fyrirhuguð stækkun og sívaxandi þátttaka samstarfsríkja í starfsemi Atlantshafsbandalags ins hefur þegar aukið verulega starfsálag fastanefndanna og alþjóðastarfsliðsins. Auk þess er ljóst að stækka verður núverandi höfuðstöðvar eða byggja nýtt húsnæði. Í þessu skyni hefur alþjóðastarfsliðinu verið falið að gera úttekt á þeim valkostum sem bandalagið hefur í húsnæðismálum og áætla kostnað. Gera má ráð fyrir að ákvörðun um framkvæmdir verði tekin áður en langt um líður.

VII.A.2 Samstarf Atlantshafsbandalagsins og Rússlands .
    Frá því í lok kalda stríðsins hafa samskipti Rússlands og Atlantshafsbandalagsins farið vaxandi. Fyrst var aðallega um að ræða óformleg tvíhliða samskipti ásamt samstarfi innan Friðarsamstarfsins og Norður-Atlantshafssamvinnuráðsins (NACC). Auk þess tóku Rússar þátt í friðargæslu bandalagsins í Bosníu frá upphafi. Í ljósi mikilvægis Rússlands innan örygg isfyrirkomulags Evrópu var rökrétt framhald þessarar þróunar formfast tvíhliða samráð og samstarf þessara tveggja aðila. Var það gert með undirritun stofnsamþykktar um samvinnu Atlantshafsbandalagsins og Rússlands í París þann 27. maí 1997.
    Samþykktin fól m.a. í sér stofnun Samstarfsráðs Atlantshafsbandalagsins og Rússlands (PJC). Ráðið kom saman til skipulagsfunda stuttu síðar og nú í haust var haldinn í New York fyrsti fundur utanríkisráðherra aðildarríkja ráðsins. Þar var skipst á skoðunum um framgang friðaraðgerðanna í Bosníu og Hersegóvínu og um framtíðarsamstarf bandalagsins og Rúss lands á sviði friðargæslu. Þá var lögð áhersla á framkvæmd ákvæða stofnsamþykktarinnar og hvernig hún markaði þáttaskil í samskiptum bandalagsins og Rússlands.
    Ráðherrarnir samþykktu starfsáætlun PJC til ársloka. Starfsáætlunin er þríþætt og tekur til uppbyggingar stofnana PJC, samráðs um tiltekna málaflokka og hagnýts samstarfs. Hvað varðar stofnanabindingu má t.d. nefna að gert er ráð fyrir að rússnesk stjórnvöld tilnefni hern aðarlegan tengilið við höfuðstöðvar bandalagsins, að upplýsingaskipti á hermálasviðinu verði reglubundin og að opnuð verði upplýsingamiðstöð bandalagsins í Moskvu. PJC taki aðallega til öryggismála, afvopnunarmála og friðargæslumála. Hagnýta samstarfið verður m.a. á sviði almannavarna, vísinda og umhverfismála, auk þess sem veitt verður aðstoð til aðlögunar vegna samdráttar í varnarviðbúnaði, t.d. endurmenntun liðsforingja sem látið hafa af störfum.

VII.A.3 Efling PfP og stofnun EAPC .
    Eins og fyrr var vikið að hefur Atlantshafsbandalagið allt frá lokum kalda stríðsins leitast við að koma á skipulegu samráði við fyrrverandi Varsjárbandalagsríki og lýðveldi Sovétríkj anna gömlu. Í kjölfar stofnunar NACC árið 1991 var efnt til nánari samvinnu milli bandalags ins og hvers og eins hinna nýju samstarfsríkja með Friðarsamstarfinu (PfP), sem hleypt var af stokkunum á leiðtogafundi bandalagsins árið 1994. Með Friðarsamstarfinu varð samvinna á sviði hermála, með reglulegum heræfingum og sameiginlegri þjálfun, fyrirferðarmesti hluti samstarfsins.
    Sameiginleg friðargæsla undir stjórn Atlantshafsbandalagsins, með þátttöku samstarfsríkj anna, í Bosníu og Hersegóvínu sýndi fram á að samstarf af þessu tagi er bæði trúverðugur og raunhæfur kostur í nýskipan öryggismála í Evrópu. Ljóst er að sú sameiginlega þjálfun sem fór fram innan Friðarsamstarfsins og sú gagnvirkni, sem náðst hafði fram í kjölfarið, átti stærstan þátt í því hversu vel tókst til.
    Í vor var komið á nýju fyrirkomulagi samvinnunnar við samstarfsríkin með því að veita þeim aukinn hlut í samstarfinu og skipulagningu þess. Þá var Evró-Atlantshafssamstarfsráðið (EAPC) sett á laggirnar, sem umgjörð um eflt pólitískt samráð.
    Í stuttu máli má segja að Evró-Atlantshafssamstarfsráðið sé umgjörð um eflt Friðarsam starf. Innan þess eiga öll aðildarríkin 44 jafna möguleika til umræðu og skoðanaskipta. Að auki er fyrir hendi sá möguleiki að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins haldi fundi með sam starfsríkjunum innan EAPC í smærri hópum eða með hverju samstarfsríki fyrir sig. Ráðið kemur reglulega saman í Brussel og ráðherrar ríkjanna hittast tvisvar á ári í tengslum við reglulega ráðherrafundi bandalagsins.
    Eflt Friðarsamstarf er lykilþáttur innan EAPC. Í því felst m.a. að gert er ráð fyrir aukinni áherslu á gagnvirkni milli herja bandalagsríkjanna og samstarfsríkjanna. Þá er gert ráð fyrir auknum aðgangi samstarfsríkjanna að þeim þáttum starfsemi bandalagsins sem ekki snúa beint að vörnum aðildarríkjanna. Þannig er gert ráð fyrir að samstarfsríkin geti tekið þátt í frið argæslu og öðru friðarstarfi á vegum bandalagsins. Liðsforingjar frá samstarfsríkjunum eiga þess kost að starfa hjá herstjórnum bandalagsins og geta tekið þátt í gerð áætlana vegna ann arra aðgerða en þeirra sem snúa beint að vörnum bandalagsríkjanna, svo sem aðgerða við að koma á friði og friðargæslu. Til marks um þá áherslu, sem samstarfsríkin leggja á þetta aukna samstarf, er að mörg þeirra eru nú að ákveða að hafa sérstakar fastanefndir gagnvart Atlantshafsbandalaginu í Brussel. Sem dæmi má nefna að Finnland gerir ráð fyrir að verða með u.þ.b. 20 manna fastanefnd.

VII.A.4 Þróun mála í Bosníu .
    Í lok síðasta árs var viðbúnaður bandalagsins í Bosníu og Hersegóvínu dreginn saman um 30 þúsund hermenn og stöðugleikasveitir (SFOR) tóku við af friðaraðgerðaheraflanum (IFOR). Fámennari sveitum hefur tekist með ágætum að tryggja öryggi í landinu. Nú eru um 36 þúsund hermenn á vegum SFOR í Bosníu.
    Allt frá undirritun Dayton-friðarsamkomulagsins síðla árs 1995 hefur verið linnulaus þrautaganga að fá deiluaðila til að standa við skuldbindingar sínar. Frá upphafi gekk vel að framfylgja ákvæðum samkomulagsins um hernaðarlega þætti, enda var herlið IFOR, meira en 60 þúsundir manna, ekki árennilegt. Erfiðara hefur hins vegar verið að sjá um hina borgara legu þætti sem fylgja skyldu í kjölfar friðarsamninganna og lítill sem enginn árangur hefur náðst í að opna aðskilnaðarlínuna og mynda þannig forsendur fyrir raunverulegu samstarfi ólíkra þjóðernishópa milli afmarkaðra yfirráðasvæða.
    SFOR leggur aðaláherslu á að fylgja eftir ákvörðunum utanríkisráðherrafundar samráðs hóps Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Þýskalands frá því í vor. Þar var ákveðið að taka harðar á öllum brotum deiluaðila á skuldbindingum þeirra samkvæmt Dayton-friðarsamkomulaginu. Í samræmi við það hefur SFOR beitt valdi til að stöðva öfgaáróður af hálfu stjórnvalda Bosníu-Serba í Pale, sem var ætlað að egna óbreytta borgara til að beita ofbeldi gegn SFOR og fulltrúum alþjóðastofnana. Þá hefur SFOR verið á varðbergi gagnvart meintum stríðsglæpamönnum með það fyrir augum að taka þá höndum og framselja til alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag. Þá hefur reynt mjög á SFOR að hafa eftirlit með því að deiluaðilar haldi ákvæði Dayton-friðarsamkomulagsins um takmarkanir á vopnaburði hers og lögreglu.
    Rétt er að geta þess að SFOR hefur gegnt lykilhlutverki í að aðstoða Öryggis- og samvinnu stofnun Evrópu (ÖSE) við undirbúning og framkvæmd kosninga í Bosníu og Hersegóvínu. Jafnframt hefur SFOR aðstoðað alþjóðalögregluliðið, alþjóðastríðsglæpadómstólinn, Flótta mannastofnun Sameinuðu þjóðanna og aðrar alþjóðastofnanir sem taka þátt í framkvæmd hins borgaralega hluta Dayton-friðarsamkomulagsins. Mjög náið samráð er milli fulltrúa þessara stofnana og SFOR, auk þess sem forráðamönnum alþjóðastofnananna hefur margoft verið boðið til fundar með Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel til að ræða einstaka þætti friðargæslunnar.

VII.A.5 Vísindasamstarf NATO .
    Á vettvangi NATO fer fram víðtækt vísindasamstarf, bæði innan bandalagsins og Friðar samstarfsins. Frá árinu 1992 hafa Geislavarnir ríkisins tekið þátt í umfangsmiklu verkefni á vegum bandalagsins fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Í verkefninu er fjallað um mengun sem berst langa vegu frá starfsemi og búnaði er tengist landvörnum. Í fyrri hluta verkefnisins, sem lauk árið 1995, var m.a. lögð áhersla á að safna upplýsingum um og meta hættu vegna förgunar geislavirks úrgangs í Barents- og Karahafi svo og mat á hættu á geislaleka frá kjarnorkukafbátnum Komsomolets er fórst við Bjarnarey 7. apríl 1989. Í síðari hluta verk efnisins, sem nú er að ljúka, hefur m.a. verið lögð áhersla á að meta hvernig geislavirk efni berast með vatnsföllum til sjávar. Í því sambandi beinist athyglin sérstaklega að rússnesku ánum Ob, Jenísej og Lena vegna kjarnorkuiðnaðar Rússa í Síberíu. Fulltrúi Geislavarna ritstýrir þessum hluta lokaskýrslu verkefnisins.

VII.B Vestur-Evrópusambandið (VES) .
    Tillögur um að sameina VES og Evrópusambandið (ESB) náðu ekki fram að ganga á ríkja ráðstefnu ESB í Amsterdam og bíður frekari umræða um það mál næstu ríkjaráðstefnu sam bandsins. Samskipti VES og ESB verða hins vegar áfram treyst á sjálfstæðum grundvelli. Í júlí sl. var efnt til sérstaks ráðherrafundar VES í Brussel þar sem samþykkt var yfirlýsing um samstarf VES og ESB á grundvelli samþykkta ríkjaráðstefnunnar í Amsterdam. Verður yfir lýsing þessi hluti af fylgiskjölum með niðurstöðum ríkjaráðstefnunnar. Er hér sami háttur hafður á og í kjölfar ríkjaráðstefnu ESB í Maastricht árið 1993.
    Tengsl VES við Atlantshafsbandalagið hafa styrkst á árinu. Á leiðtogafundi bandalagsins í Madríd í júlí 1997 var áréttað að efla samstarfið við VES. Fyrir liggur grundvallarsamkomu lag um að VES geti fengið aðgang að tækjabúnaði og herstjórnarskipulagi Atlantshafsbanda lagsins í friðargæslu- og mannúðarverkefnum undir evrópskri yfirstjórn. Slíkar aðgerðir undir stjórn VES koma helst til greina þegar svo háttar að hagsmunir Evrópuríkja eru í húfi án þess að eðlilegt þyki að bandalagið eigi sem slíkt beina aðild að aðgerðinni. Er nú unnið að nánara skipulagi þessarar samvinnu. M.a. er fyrirhugað að evrópskur næstráðandi yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins í Evrópu geti jafnframt haft með höndum yfirherstjórn aðgerða VES, undir pólitískri yfirstjórn fastaráðs VES.
    Í apríl sl. var endanlega gengið frá samkomulagi í VES um að öll aukaaðildarríki og áheyrnaraðildarríki eigi fullan aðgang að allri umfjöllun um slíkar aðgerðir, þegar frá upphafi máls. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja að þau ríki, sem ekki eru fullgildir aðilar að VES en eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu, þ.e. Ísland, Noregur og Tyrkland, geti tekið fullan þátt í ákvörðunum um slík verkefni og haft áhrif á hvernig búnaði og herliði bandalagsins er beitt á vegum VES.
    Náið samstarf VES og Atlantshafsbandalagsins er mjög mikilvægt til að tryggja samnýt ingu herja og alls skipulagsstarfs. Þannig er komið í veg fyrir tvíverknað og óþarfa sóun. Jafn framt fæst betri trygging fyrir því að styrking Evrópustoðar bandalagsins eigi sér stað innan Atlantshafsbandalagsins og treysti þannig innviði þess.
    Hlutverk VES sem tengiliðar milli Atlantshafsbandalagsins og ESB hefur styrkst, auk þess sem innviðir VES hafa verið efldir. Voru þetta meginviðfangsefni utanríkisráðherrafunda VES í Ostende í Belgíu í nóvember 1996 og í París í maí 1997. Á Parísarfundinum var sam þykkt fimm ára áætlun um sameiginlegar heræfingar VES. Einnig var ákveðið að stofna her málanefnd sem verði ráðgefandi fyrir fastaráð VES. Gert er ráð fyrir að starfsreglur fyrir her málanefndina verði lagðar fyrir næsta ráðherrafund VES sem haldinn verður í Erfurt í Þýska landi í nóvember 1997.

VII.C Öryggis- og samvinnustofn Evrópu (ÖSE) .
    Á undanförnum áratugum hefur ÖSE (og áður RÖSE) starfað ötullega að mannréttindamál um og skipan öryggismála Evrópu. ÖSE er eina altæka öryggisstofnun Evrópu og er starfssvið stofnunarinnar afar viðamikið. Innan vébanda ÖSE er unnið að mörgum þáttum alþjóðamála sem tengjast öryggismálum, þar með talið afvopnunarmálum, fyrirbyggjandi aðgerðum, aðgerðum til að efla traust og öryggi, mannréttindamálum, kosningaeftirliti og efnahagslegu öryggi.
    ÖSE er svæðisstofnun samkvæmt skilgreiningu VII. kafla Stofnsáttmála Sameinuðu þjóð anna og sem slík getur hún tekið að sér verkefni í umboði þeirra. Stofnunin gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að viðvörunum, fyrirbyggjandi aðgerðum og áhættustjórnun til varnar eða lausnar átaka á því svæði sem hún tekur til. Ábyrgð og mikilvægi ÖSE hefur komið hvað berlegast í ljós í Bosníu þar sem stofnunin hefur haft það vandasama og erfiða hlutverk að hafa eftirlit með kosningum og mannréttindamálum og hefur stutt við og jafnvel komið á viðræðum milli fyrrverandi stríðandi fylkinga um þætti er tengjast framkvæmd friðarsamninganna.
    Veigamestu viðfangsefni ÖSE á þessu ári hafa verið Bosnía og Hersegóvína og Albanía. Með aðstoð alþjóðlegs herliðs hefur í báðum löndunum tekist að stilla til friðar og efna til al mennra þingkosninga. Einnig hefur ÖSE tilnefnt fulltrúa eða ýmiss konar sendinefndir til að aðstoða við lausn deilumála á fjölmörgum öðrum stöðum um austanverða álfuna, hvort heldur er í Júgóslavíu eða Sovétríkjunum fyrrverandi. Starfa slíkir fulltrúar á vegum ÖSE nú að málamiðlun í Króatíu, Serbíu, Kosovo/Sandjak/Vojvodínu, Skopje/Makedóníu, Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Moldóvu, Úkraínu, Georgíu, Tsjetsjníu, Nagorno-Karabakh, Úsbekistan og Tadsjikistan. Kjörinn formaður ÖSE á árinu 1997 er utanríkisráðherra Dan merkur. Pólverjar taka við formennskunni næsta ár en Norðmenn munu gegna formennsku árið 1999. Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa lagt sérstaka rækt við starfsemi ÖSE.
    Þegar litið er á heildarfyrirsvar Íslands erlendis, einkanlega hjá alþjóðlegum stofnunum, stingur hinn auði stóll Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnuninni í Vínarborg mjög í augun. Mikilvægt er að koma fyrirsvari Íslands hjá ÖSE í sómasamlegt horf í ljósi vaxandi vægis stofnunarinnar í öryggisfyrirkomulagi Evrópu, en Ísland hefur nú minna fyrirsvar hjá ÖSE en smæstu ríki álfunnar. Nú er svo komið að aðildarríkin eru orðin 55, auk 7 samstarfsríkja. Af þessum ríkjum hafa einungis Andorra og Ísland enga fasta viðveru í Vín. Það hefur verið yfir lýst stefna utanríkisráðuneytisins undanfarin tvö ár að endurreisa fyrirsvar Íslands hjá ÖSE, en ekki hefur orðið af framkvæmd við afgreiðslu fjárlaga.

VII.C.1 Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) .
    Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu er einn mikilvægasti afvopnunarsamningur sem gerður hefur verið. Hann var undirritaður 19. nóvember 1990 af þáverandi aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (16) og Varsjárbandalagsins (6) og er eini fjölþjóðlegi afvopn unarsamningurinn til þessa sem leitt hefur til raunverulegs niðurskurðar vopnabúnaðar, skrið dreka, orrustubrynvagna, stórskotaliðsvopna, árásarþyrlna og orrustuflugvéla. Með samn ingnum var stefnt að jöfnuði milli bandalaganna tveggja á samningssvæðinu, Evrópu allri, allt austur til Úralfjalla. Við sameiningu Þýskalands, aðskilnað Tékka og Slóvaka og upplausn bæði Varsjárbandalagsins og Sovétríkjanna hefur aðildarríkjum samningsins fjölgað úr 22 í 30, þar sem Rússland, Hvíta-Rússland, Úkraína, Moldóva, Georgía, Armenía, Aserbaídsjan og Kasakstan tóku við og gengust undir skuldbindingar Sovétríkjanna.
    Allt þetta ár hafa staðið samningaviðræður í Vínarborg í samráðsnefnd (JCG) aðildarríkj anna þrjátíu um aðlögun samningsins að gjörbreyttum aðstæðum í álfunni síðustu sjö árin. Stefnt er að því að ljúka þeim fyrir mitt næsta ár.

VII.D Evrópuráðið .
    Hlutverk Evrópuráðsins hefur vaxið að mikilvægi eftir lok kalda stríðsins en hornsteinninn í starfsemi þess er efling og varðveisla mannréttinda ásamt styrkingu lýðræðisþróunar í aðildarríkjunum. Ríki Evrópuráðsins hafa á undanförnum árum lagt aukna áherslu á þátttöku í starfsemi þess og er starf ráðsins einkar mikilvægt nú vegna aðlögunar ríkja í Mið- og Austur-Evrópu að vestrænum samfélags- og stjórnarháttum sem grundvallast á lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum.
    Íslensk stjórnvöld hafa fylgst vel með þessari þróun mála og leggja því enn frekar áherslu á virka þátttöku í starfsemi Evrópuráðsins. Af þessum sökum og í ljósi þess að eftir rösklega eitt og hálft ár fellur það í fyrsta sinn í hlut Íslands að fara með formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins, var ákveðið að efla fyrirsvar Íslands á vettvangi ráðsins. Í sumar tók til starfa fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu undir stjórn sendiherra með búsetu á staðnum.
    Nýafstaðinn fundur leiðtoga Evrópuráðsríkjanna samþykkti sérstaka yfirlýsingu ásamt að gerðaáætlun sem tekur mið af breyttu hlutverki Evrópuráðsins. Aðgerðaáætlunin nær til fimm meginþátta en þeir eru lýðræði og mannréttindi, félagsmál í víðu samhengi, öryggi borgara, lýðræðisleg gildi og margbreytilegur menningararfur og loks breytingar á starfsemi og vinnuáætlun Evrópuráðsins sem m.a. fela í sér nýtt skipulag varðandi eftirlit með skuldbindingum aðildarríkja.
    Merkast nýmæla undir fyrsta meginþættinum er vafalítið ný skipan mannréttindadómstóls Evrópu sem tekur til starfa 1. nóvember á næsta ári. Í tengslum við það er ráðgert að stofna embætti sérstaks umboðsmanns mannréttinda. Íslensk stjórnvöld styðja heils hugar þessi framfaraskref og leggja áherslu á skilvirkara eftirlitshlutverk Evrópuráðsins á sviði mannrétt inda. Mikilvægt er að stækkun ráðsins leiði ekki til lakari mælikvarða á þessu sviði þar sem virðing fyrir mannréttindum er órjúfanlegur hluti af öryggi og jafnvægi í Evrópu.

VII.E Varnarsamstarfið .
    Ísland hefur í tæplega fimm áratugi byggt varnir sínar og öryggi á tveimur stoðum, aðildinni að Atlantshafsbandalaginu (1949) og tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin (1951) sem er grundvallaður á Norður-Atlantshafssamningnum, stofnsamningi Atlantshafsbandalagsins. Lok kalda stríðsins og stóraukið samráð ríkja, sem áður voru andstæðingar, hafa lagt grunninn að nýskipan öryggismála í Evrópu sem byggir á samstarfi og samráði. Þessi þróun hefur styrkt öryggi Íslands og annarra ríkja í þessum heimshluta. Að Íslandi beinist engin bein hernaðarógn í dag. Engu að síður eru margir óvissuþættir hvað varðar þróun öryggismála í Evrópu, sem fyrst og fremst má rekja til þess að enn er talsvert í land hvað varðar þróun lýðræðis, félags- og efnahagsmála og hermála víða í álfunni. Staðbundin átök eiga sér enn stað í Evrópu og forsendur frekari átaka eru því miður enn fyrir hendi. Þá hafa nýjar hættur orðið áberandi á undanförnum árum og ber þar hæst alþjóðlega glæpastarfsemi og hættuna á útbreiðslu hvers kyns ógnarvopna.
    Í grundvallaratriðum hafa ekki skapast þær aðstæður í öryggismálum að ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi varnarmála landsins. Varnarsamningurinn og aðildin að Atlantshafs bandalaginu, hornsteini öryggis og stöðugleika í Evrópu, verða áfram meginstoðirnar í vörn um Íslands. Þar eru meginmarkmið þau sömu og verið hefur:
     að tryggja sjálfstæði og fullveldi íslenska lýðveldisins í lofti, á láði og legi samkvæmt stjórnarskránni,
     að tryggja að siglinga- og samgönguleiðir til og frá landinu séu ávallt opnar og greiðar,
     að tryggja varnir landsins gegn hugsanlegum ógnunum eða árásum með áframhaldandi aðild að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin, sem stuðla að varðveislu sameiginlegra öryggishagsmuna bandalagsþjóðanna og bættum samskipt um þjóða í millum,
     að tryggja að æðstu stjórn ríkisins, stjórnkerfi og stofnunum verði gert kleift að starfa eðlilega á hættu- og ófriðartímum.
    Örar breytingar í alþjóðamálum kalla hins vegar á sífellda skoðun á varnarþörfum landsins. Ekki er því að neita að stöðugur þrýstingur er af hálfu Bandaríkjanna á sparnað og hagkvæmni í rekstri varnarstöðvarinnar. Einnig hefur niðurskurður í herafla Bandaríkjanna, samfara auknu álagi vegna aukinna átaka víða um heim, sérstaklega í Bosníu og Hersegóvínu, leitt til þess að heraflaþörf er gífurleg og jafnvel svo að yfirstjórn hersins hefur beint athygli að tækjabúnaði í varnarstöðinni í því samhengi. Á undanförnum árum hefur af þessum ástæðum átt sér stað veruleg aðlögun starfsemi varnarliðsins á Íslandi. Fyrsta skrefið í þessa átt var tekið með sérstakri bókun við varnarsamninginn í ársbyrjun 1994. Þessi bókun var síðan endurskoðuð og ný bókun gerð 9. apríl 1996. Í þeirri bókun var mikilvægi varnarsamningsins áréttað og staðfestur sá varnarviðbúnaður sem nú er í varnarstöðinni. Gildistími bókunarinnar er til 2001.
    Varnarsamningurinn og bókunin eru virkir samningar. Það er því afar mikilvægt þegar nær dregur aldamótum að Ísland taki sjálfstæða afstöðu til þess hver varnarþörf landsins skuli vera til lengri tíma litið. Á sama tíma er Atlantshafsbandalagið að taka miklum breytingum bæði vegna stækkunarinnar og innri aðlögunar starfseminnar í ljósi nýrra aðstæðna. Tvær meginforsendur slíks mats hljóta því að vera trúverðugar varnir landsins og framlag þeirra til stöðugleika og meira öryggis fyrir Evrópu alla. Það er skylda hvers ríkis í Evrópu að leggja sitt af mörkum til þess að festa í sessi nýtt fyrirkomulag öryggismála álfunnar og þar með efla öryggi og stöðugleika í þessum heimshluta.

VII.E.1 Atlantshafsbandalagið og varnir Íslands .
    Af legu landsins leiðir að Ísland hefur verið og er enn mikilvægur hlekkur í varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins. Sú aðstaða sem Ísland lætur bandalaginu í té er framlag landsins til sameiginlegra varna þess. Það er mikilvægt til að tryggja öruggar flutningaleiðir yfir Atlants hafið og gegnir Keflavíkurstöðin enn lykilhlutverki í hugsanlegum liðs- og birgðaflutningum yfir hafið. Ísland gegnir enn mikilvægu hlutverki í öllu eftirliti með hernaðarlegri umferð á Norður-Atlantshafi. Hvergi í heiminum er að finna jafnmikið af vígbúnaði og á Kólaskaga og norðurfloti Rússlands er öflugasti floti í þessum heimshluta. Einnig er mikilvægt að allir kjarnavopnakafbátar Rússlands eru nú í herstöðvum á Kólaskaga. Það hlýtur því að vera Íslendingum afar mikilvægt að samvinna Atlantshafsbandalagsins og Rússlands á hernaðarsviðinu aukist hröðum skrefum. Á sama hátt hljóta Íslendingar að leggja mikla áherslu á að Rússland fullnægi sem fyrst ákvæðum START II samningsins um niðurskurð kjarnavopna þannig að Bandaríkin og Rússland geti sem fyrst hafist handa við að semja um frekari niðurskurð þessara vopna, svonefndan START III samning. Þetta eru afar mikilvægir samningar, sérstaklega í ljósi þeirrar umhverfisvár, sem stafar af þessum vígbúnaði á svæðun um norður af Íslandi.
    Samfara stækkun Atlantshafsbandalagsins hefur mikil áhersla verið lögð á svonefnda innri aðlögun þess og eru nú horfur á að takist að ljúka henni á varnarmálaráðherrafundi banda lagsins í desember. Þessi aðlögun er í stórum dráttum þríþætt, í fyrsta lagi aðlögun herstjórn arkerfisins, í öðru lagi framkvæmd sveigjanlegs herstjórnarkerfis (CJTF) og í þriðja lagi uppbygging Evrópskrar öryggis- og varnarstoðar (ESDI) innan NATO.
    Aðlögun herstjórnarkerfisins hefur einkum miðað að því að einfalda skipulagið í ljósi breytinganna á öryggisumhverfi Evrópu frá lokum kalda stríðsins. Er um að ræða fækkun stjórnstöðva og endurskipulagningu með það að markmiði að ná fram betri nýtingu og sparn aði án þess þó að það bitni á skilvirkni og gæðum varna. Búið er að leysa þá þætti er lúta að Keflavíkurstöðinni innan herstjórnarkerfisins, en nokkur mál eru óleyst er varða skipulag þess á meginlandinu, t.d. hvað varðar Spán og Portúgal og viðkvæm deilumál Bandaríkjanna og Frakklands um æðstu yfirstjórn suðursvæðisins.
    Sveigjanlegt herstjórnarkerfi er að meginhluta breyting á skipulagi þannig að nýta megi búnað og mannafla bandalagsins til annarra verkefna en beinna varna, svo sem friðargæslu, aðgerða utan bandalagsins o.fl. Hefur undirbúningur gengið mjög vel og sú reynsla sem bandalagið hefur fengið með friðaraðgerðum í Bosníu verið ómetanleg.
    Uppbyggingu Evrópustoðarinnar innan NATO hefur einnig miðað vel. Tekist hefur að leysa velflest mál er varða nýtingu búnaðar NATO í aðgerðum sem Evrópuríki munu leiða undir formerkjum Vestur-Evrópusambandsins. Þegar hefur verið ákveðið að setja á stofn emb ætti DSACEUR 1 sem mun þá leiða þær aðgerðir sem verða undir forræði VES og nýta búnað NATO. Verður það Evrópumaður, en SACEUR 2 mun áfram verða Bandaríkjamaður. Enn eru þó ýmis stórmál óleyst og ber þar einkum að geta um fyrrnefndar deilur Frakka og Banda ríkjamanna um yfirstjórn suðurhluta herstjórnarsvæðisins, en Frakkar hafa sótt mjög fast að yfirmaður þar verði evrópskur. Hingað til hafa Bandaríkjamenn haft þar yfirstjórn, enda fellur Miðjarðarhafsfloti Bandaríkjamanna undir þá stjórn. Bandaríkjamenn hafa eindregið lagst gegn þessum hugmyndum Frakka og hefur Ísland stutt Bandaríkin. Ljóst er nú að Frakkland mun ekki láta sverfa til stáls í þessu máli, en hins vegar leiðir það til frestunar á endurinngöngu Frakklands í herstjórnarkerfi bandalagsins.
    Vegna hinna öru breytinga hefur varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins í samvinnu við fastanefnd Íslands hjá NATO fylgst náið með þróun varnarmálasamstarfsins innan Atlantshafsbandalagsins. Við stækkun bandalagsins í austur er afar mikilvægt að tryggt verði að ekki myndist eyður í hið sameiginlega varnarkerfi bandalagsins. Því hefur verið lögð áhersla á að sækja reglubundna varnarmálaráðherrafundi og herráðsforingjafundi bandalags ins. Það er mikilvægt fyrir Ísland að sýna ábyrga afstöðu þegar kemur að ákvarðanatöku um varnarstefnu bandalagsins, herfræðilega framkvæmd hennar og þá þætti er tengjast þátttöku í Friðarsamstarfinu.
    Innan Friðarsamstarfsins hefur Ísland leitast við að leggja sitt af mörkum. Boð utanríkis ráðherra um að halda almannavarnaæfinguna Samvörð 97 markaði að þessu leyti þáttaskil í starfi Íslands innan bandalagsins. Meginmarkmið Samvarðar 97 var samvinna borgaralegra stofnana og herja, en bandalagið hefur lagt á það áherslu að miðla af reynslu sinni af slíkri samvinnu til samstarfsríkjanna.

VII.E.1.a Samvörður 97 .
    Með Samverði 97 voru æfð viðbrögð við öflugum jarðskjálfta á suðvesturhorni landsins. Miðað var við að stjórnkerfi landsins væri starfhæft en sökum umfangs afleiðinga skjálftans væri kallað til fjölþjóðlegt hjálparlið undir merkjum Friðarsamstarfsins sem kæmi til aðstoðar íslenskum almannavarnayfirvöldum við björgunarstörf. Þannig var lögð megináhersla á sam hæfingu starfsemi innlendra og erlendra hjálparsveita svo og samhæfingu stjórnkerfis Frið arsamstarfsins og Almannavarna ríkisins. Þátttakendur í æfingunni voru ríflega 1500 manns frá 18 löndum, þar af tæplega 1000 íslenskir björgunar- og hjálparsveitarmenn. Flestir erlendu þátttakendurnir komu frá samstarfsríkjum í Austur-Evrópu. Sérstaklega var öflug þátttaka Eystrasaltsríkjanna athyglisverð. Æfingin markaði tímamót að því leyti að nú tóku Rússar þátt í friðarsamstarfsæfingu í fyrsta sinn og var þátttaka þeirra sérstaklega glæsileg.
    Skipulag og undirbúningur æfingarinnar var í höndum Almannavarna ríkisins í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Atlantshafsbandalagið. Framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, Sólveig Þorvaldsdóttir, var stjórnandi æfingarinnar og markaði þáttaskil í stuttri en þrótt mikilli sögu Friðarsamstarfsins með því að vera fyrsti óbreytti borgarinn til að stjórna æfingu á vegum þess.
    Eitthvert mikilvægasta framlagið til æfingarinnar kom frá íslenskum hjálpar- og björgunar sveitarmönnum sem lyftu grettistaki með ómældu og óeigingjörnu sjálfboðaliðsstarfi við und irbúning verkefna æfingarinnar, eftirliti með framkvæmd hennar og allri annarri þátttöku sinni í æfingunni sjálfri. Óhætt er að segja að þetta hafi vakið sérstaka athygli erlendu samstarfs aðilanna og eiga allir hlutaðeigandi miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt.
    Í heild verður að telja að æfing þessi hafi tekist mjög vel. Björgunarfólki frá friðarsamstarfslöndunum gafst gott tækifæri til að kynnast starfsháttum og tækjum annarra og æfingin gaf dýrmæta reynslu af samstarfi og samhæfingu þessara aðila að verkefnum á ögurstundu. Það er mat yfirstjórnar Atlantshafsbandalagsins að æfingin hafi verið afar þýðingarmikið framlag Íslands til Friðarsamstarfsins og þar með til friðarferlisins í Evrópu. Þegar hefur verið lýst yfir gagnkvæmum vilja til að koma á reglulegri þátttöku Íslands í æfingum á vegum Frið arsamstarfsins og er af hálfu utanríkisráðherra horft til þess að halda megi æfingu af líkum toga aftur innan nokkurra ára og jafnvel reglulega upp frá því.

VII.E.1.b Vinnuráðstefna um lýðræðislega stjórnun varnarmála .
    Með vísun í Friðarsamstarfið tók utanríkisráðuneytið þátt í því í samvinnu við virta alþjóð lega rannsóknarstofnun, Institute for East-West Studies, að skipuleggja hér á landi í septem berbyrjun vinnuráðstefnu fyrir háttsetta borgaralega embættismenn frá ríkjum Mið- og Austur-Evrópu um fyrirkomulag varnarmála og lýðræðislega stjórnun herja í lýðræðisríkjum. Þátttakendur voru ráðuneytisstjórar og háttsettir embættismenn frá varnarmálaráðuneytum Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Rúmeníu, Tékklands, Ungverjalands og Úkraínu. Fyrirlesarar voru embættismenn og fræðimenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Sviss, Svíþjóð, Atlantshafsbandalaginu, VES og Íslandi. Ráðstefnuna, sem haldin var í Hveragerði, sóttu alls 35 manns og þótti hún takast afar vel. Ráðstefna sem þessi er frekari árétting á möguleikum Íslands til að leggja sitt af mörkum til þeirrar jákvæðu öryggismálaþróunar sem nú á sér stað í Evrópu.

VII.E.2 Norrænt varnarmálasamstarf .
    Norrænt varnarmálasamstarf hefur aukist að undanförnu. Varnarmálaráðherrar Norður landa funda nú tvisvar á ári. Þá er einnig haldinn fundur með varnarmálaráðherrum Eystra saltsríkjanna og varnarmálaráðherra Rússlands. Ísland hefur sótt þessa fundi sem áheyrnar aðili. Það er ljóst að þessi norræni samstarfsvettvangur mun eflast enda eru samskipti Norður landa á sviði varnarmála orðin veruleg með þátttöku þeirra allra í Evró-Atlantshafssamstarfs ráðinu, Friðarsamstarfinu og innan Vestur-Evrópusambandsins. Sérstaklega er þetta samstarf í sókn á sviði friðargæslu og ákváðu ráðherrarnir á fundi sínum á Grænlandi sl. vor að auka samstarfið á þessu sviði. Má þar nefna norrænu-pólsku friðargæslusveitina í Bosníu og Hersegóvínu og samstarf um alþjóðlega friðargæslu (Nordic Coordinated Arrangement for Military Peace Support – NORDCAPS), en það felst í samnorrænu átaki á þessu sviði þar sem markmiðið er að koma á fót sérstakri friðargæslusveit Norðurlanda, og það jafnvel svo nefndum hraðsveitum, sem Sameinuðu þjóðirnar hefðu aðgang að með fárra daga fyrirvara.

VII.E.3 Varnarsamstarfið við Bandaríkin .
VII.E.3.a Varnarmálaskrifstofa .
    Árið 1952 var skipuð sérstök nefnd, varnarmálanefnd, til að fjalla um varnarsamninginn. Árið 1953 voru öll mál er snerta varnarsamninginn og framkvæmd hans færð til utanríkisráð herra og til þeirra verkefna stofnuð sérstök deild í ráðuneytinu, varnarmáladeild, sem starfaði til 1985 þegar deildin var gerð að skrifstofu innan ráðuneytisins, en nefndin hefur starfað áfram sem vettvangur til að færa formlega til bókar ýmis atriði varðandi varnarsamstarfið.
    Meginverkefni varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins er framkvæmd varnarsamn ingsins frá 1951 og viðbætisins, sbr. lög nr. 110/1951, svo og stjórnsýsla innan varnarsvæð anna, sbr. lög nr. 106/1954 og auglýsingu nr. 96/1969. Skrifstofan sér um dagleg samskipti við yfirstjórn varnarliðsins, hefur milligöngu um og umsjón með samskiptum varnarliðsins og íslenskra aðila og fer með yfirstjórn ríkisstofnana að því leyti sem þær starfa innan varnar svæðanna. Stjórnsýsla varnarmálaskrifstofu tekur því til lögreglumála, dómsmála, tollamála, póst- og símamála, flugmála, málefna flugstöðvar, ratsjárstöðvamála, heilbrigðismála, um hverfismála og byggingarmála, félagsmála, málefna verktaka á varnarsvæðum og viðskipta aðila varnarliðsins og til allra annarra þeirra mála er af dvöl varnarliðsins hér á landi leiðir.
    Grundvöllur framangreinds fyrirkomulags er að stór hluti þessarar stjórnsýslu felur í sér bein samskipti við stjórnvöld Bandaríkjanna í gegnum varnarliðið. Þessi samskipti eru því í eðli sínu milliríkjasamskipti og eiga samsvörun sína í samskiptum sendiráða við stjórnvöld móttökuríkja hvar sem er í heiminum. Nauðsynlegt er að stjórnvöld mæli einni röddu gagnvart erlendum ríkjum. Það breytir því þó ekki að ein lög gilda í landinu, innan sem utan varnar svæðanna, og hefur utanríkisráðuneytið náið og gott samstarf við hlutaðeigandi fagráðuneyti um úrlausn einstakra mála innan varnarsvæðanna og tryggir þannig að stjórnsýsla þess innan varnarsvæða sé í samræmi við stjórnsýslu viðkomandi fagráðuneyta utan þeirra.
    Auk þessara verkefna hefur skrifstofunni verið falin upplýsingaöflun um herfræðileg og hertæknileg málefni, þannig að hægt sé að leggja hlutlægt mat á hernaðarstöðu landsins, varn arþörfina og fyrirkomulag varnanna. Varnarmálaskrifstofa sinnir einnig samráði við önnur ríki um varnarmál. Á árinu voru haldnir samráðsfundir með Bandaríkjunum og Bretlandi og fyrirhugaðir eru fundir með Noregi og Danmörku á þessu sviði.

VII.E.3.b Framkvæmd varnarsamningsins og varnarliðið .
    Hinar stórtæku öryggispólitísku breytingar í Evrópu hafa leitt til þess að á sl. fimm árum hefur dregið verulega úr starfsemi varnarliðsins í varnarstöðinni. Hafa þessar breytingar verið grundvallaðar á sameiginlegu mati Íslands og Bandaríkjanna á nýjum og breyttum aðstæðum. Hefur þetta mat verið staðfest með samkomulagi ríkjanna um framkvæmd varnarsamningsins, fyrst með samkomulagi frá 4. janúar 1994 og síðan framhaldssamkomulagi, sem undirritað var 9. apríl 1996. Meginatriðin í samkomulaginu frá 1996 eru þessi:
     Ítrekaðar eru skuldbindingar beggja ríkjanna um varnir Íslands á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 og aðildar að Atlantshafsbandalaginu, og staðfest er áframhaldandi vera varnarliðs Bandaríkjanna í varnarstöðinni. Áréttað er áframhaldandi náið samstarf í öryggis- og varnarmálum, bæði tvíhliða og innan Atlantshafsbandalagsins.
     Kveðið er á um að varnarviðbúnaður verði óbreyttur frá því sem ákveðið var í samkomulagi ríkjanna frá 1994. Í því felst m.a. að aldrei verða færri en fjórar orrustuþotur stað settar á Íslandi. Rekstur þyrlubjörgunarsveitar varnarliðsins verður óbreyttur og mun hún veita sömu þjónustu og áður. Heræfingin Norður-Víkingur verður haldin á tveggja ára fresti með áherslu á að laga varnarsveitir og varnaráætlanir sem best að ríkjandi aðstæðum hér á landi.
     Áhersla er lögð á að áfram verði unnið að því að draga úr kostnaði vegna reksturs varnarstöðvarinnar og hefur verið sett á stofn sérstök nefnd embættismanna sem vinnur að því verkefni.
     Staðfestur er ásetningur ríkjanna um aðlögun fyrirkomulags verktöku fyrir varnarliðið að breyttum aðstæðum. Árið 1998 verður metin reynslan af útboðum á framkvæmdum á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins og þjónustuverkefnum fyrir varnarlið ið. Á grundvelli þess mats verða síðan settar reglur um samkeppnisútboð vegna allra byggingarframkvæmda og viðhaldsverkefna fyrir varnarliðið. Samkomulagið gerir ráð fyrir að eitt verkefni verði boðið út á almennum markaði samkvæmt þessum reglum árið 1999 og tvö verkefni árið 2000. Síðan fari verkefni í áföngum í útboð og að full sam keppni verði komin á varðandi öll verkefni í janúar 2004.
     Samkomulagið gildir til fimm ára.
    Þessi aðlögun að nýjum aðstæðum hefur þegar haft mikil áhrif á mannafla og búnað í varn arstöðinni. Varnarliðsmönnum hefur fækkað um þriðjung, en þeir voru um 3.000 árið 1992 og eru nú um 2.000. Ef taldar eru með fjölskyldur varnarliðsmanna eru nú um 4.500 Banda ríkjamenn í varnarstöðinni. Þá er rétt er að nefna að á sama tíma hefur fjöldi íslenskra starfs manna varnarliðsins haldist mikið til óbreyttur eða alls um 900 manns.
    Á sama tímabili hefur varnarviðbúnaður dregist verulega saman. Með bókuninni frá 1994 var orrustuþotum fækkað úr 12 í 4–5, en flestar voru hér 18 flugvélar. Kafbátaleitarflugvélum hefur fækkað umtalsvert, úr 9 í 6. Mikilvægt er að hafa í huga að ein kafbátaleitarflugvélanna er hollensk og er ekkert sjálfgefið um framhald viðveru þeirrar flugvélar.

VII.E.3.c Norður-Víkingur 97 .
    Hin reglubundna varnaræfing Norður-Víkingur var haldin í byrjun ágúst 1997, í beinu framhaldi af almannavarnaæfingunni Samverði 97 sem fjallað er um hér að framan. Það eru þó engin skipulags- eða stjórnunartengsl á milli æfinganna en hluti búnaðar og mannafla kom við sögu í þeim báðum.
    Með Norður-Víkingi 97 voru æfðir liðs- og birgðaflutningar til Íslands á hættutímum, æfð framkvæmd varnaráætlana fyrir Ísland og æfðar varnir hernaðarlega mikilvægra staða, en að þessu sinni urðu virkjanir við Sog fyrir valinu sem vettvangur þess hluta æfingarinnar. Alls voru þátttakendur á æfingunni um 3.500 talsins. Auk bandaríska heraflans tóku Holland (orr ustuflugvélar) og Noregur (sérsveitarhermenn og kafbátur) þátt í æfingunni.
    Í tengslum við æfinguna, eins og á Norður-Víkingsæfingum síðan 1991, tóku hinar öflugu flutningaþyrlur Bandaríkjahers að sér ýmis verkefni fyrir íslenska aðila. Má þar nefna flutn inga á neyðarskýlum fyrir Slysavarnafélagið og fjarskiptaendurvarpa fyrir björgunarsveitir og verkefni fyrir Náttúruverndarráð og ferðafélög, auk hreinsunarverkefnis fyrir umhverfis ráðuneytið.

VII.E.3.d Rekstur varnarliðsins .
    Mikil áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að ná fram sparnaði í rekstri varnarliðsins. Auk sparnaðaraðgerða varnarliðsins sjálfs hefur sérstök nefnd ríkjanna beggja unnið að tillögum um þau mál. Á árinu 1997 er talið að framkvæmdir á vegum varnarliðsins nemi 3 milljörðum króna, kaup þess á vörum og þjónustu nemi um 2 milljörðum króna og greidd laun til íslenskra starfsmanna nemi rúmum 2 milljörðum, eða alls 7 milljörðum króna.

VII.E.3.e Viðskipti við varnarliðið og verktökustarfsemi .
    Á síðustu árum hafa útgjöld til varnarmála dregist talsvert saman í Bandaríkjunum. Þetta hefur eðlilega haft áhrif á umsvif varnarliðsins hér á landi, sem einkum hefur birst í því að fækkað hefur verulega í flughernum á Keflavíkurflugvelli og nýframkvæmdir kostaðar af Bandaríkjamönnum heyra nú nánast sögunni til. Einu nýju framkvæmdirnar, sem ráðist er nú í á Keflavíkurflugvelli og teljast hernaðarlegs eðlis, eru framkvæmdir kostaðar af Mannvirkja sjóði Atlantshafsbandalagsins. Þær framkvæmdir hafa einnig minnkað verulega í samanburði við umsvif síðasta áratugar. Þær verklegu framkvæmdir, sem nú eru stundaðar á varnarsvæðunum, eru nánast eingöngu viðhaldsverkefni en þær framkvæmdir nema um 30 milljónum Bandaríkjadollara á ári.
    Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi viðskipta íslenskra fyrirtækja við varnarliðið og verktöku á síðustu tveimur árum. Að frátöldum launagreiðslum til íslenskra starfsmanna varnarliðsins og greiðslum fyrir verklegrar framkvæmdir kaupir varnarliðið vöru og þjónustu af íslenskum aðilum fyrir um tvo milljarða króna á ári. Fyrirkomulag þessara viðskipta hafði lengi legið undir gagnrýni fyrir ógagnsæi, að þau samrýmdust ekki eðlilegum viðskiptaháttum, að sami aðili annaðist þau árum og áratugum saman og möguleikar annarra fyrirtækja til að keppa um þau á jafnréttisgrundvelli væru takmarkaðir.
    Í náinni samvinnu við varnarliðið hefur tekist að gerbreyta þessu fyrirkomulagi og stór hluti þessara viðskipta er nú boðinn út af varnarliðinu að undangengnu forvali sem utanríkis ráðuneytið annast. Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að þetta nýja fyrirkomulag var innleitt hafa viðskipti af þessu tagi fyrir um 500 milljónir króna verið boðin út. Hafa ber hins vegar í huga að margir af stærstu þjónustuviðskiptasamningum varnarliðsins við íslenska aðila geta ekki farið fram á grundvelli útboðs vegna sérstöðu þeirra viðskipta, svo sem orkukaup og síma- og fjarskiptaþjónusta.
    Samhliða breytingum á fyrirkomulagi þjónustu- og vörukaupa varnarliðsins hafa verulega breytingar á fyrirkomulagi verklegra framkvæmda verið innleiddar. Verklegar framkvæmdir kostaðar af Mannvirkjasjóði NATO eru nú boðnar út en áður var þessum verkum úthlutað til Íslenskra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka. Þá hefur með samkomulagi íslenskra og banda rískra stjórnvalda frá því á árinu 1996 verið ákveðið að allar aðrar verklegrar framkvæmdir, þ.e. þær sem kostaðar eru af Bandaríkjastjórn, skuli boðnar út í áföngum, fyrst 1999, og verktakan gefin að fullu frjáls frá og með ársbyrjun 2004.

VII.E.4 Stjórnsýsla innan varnarsvæðanna .
    Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi varnarmálaskrifstofu á síðustu árum. Með tilkomu stjórnsýslulaga og nú síðast upplýsingalaga hefur stjórnsýslu hennar, jafnt sem annarra stjórn valda, verið markaður nýr farvegur. Jafnhliða því hefur samráð við fagráðuneytin verið stór aukið til að tryggja að framkvæmd stjórnsýslunnar verði einsleit innan sem utan varnarsvæða. Umfang þessa þáttar í starfsemi skrifstofunnar hefur sökum nýrra vinnuaðferða aukist verulega en að sama skapi ríkir nú meiri sátt um mörg málefni en áður. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu málefnaflokkum sem fengist er við, eftir atvikum í tengslum við stutta grein argerð um starfsemi undirstofnana ráðuneytisins innan varnarsvæðanna.

VII.E.4.a Umhverfis- og skipulagsmál á varnarsvæðum .
    Á sviði skipulags- og umhverfismála starfar sérstök skipulags-, byggingar- og umhverfis nefnd fyrir varnarsvæðin. Nefndin fer með það hlutverk sem samnefndum nefndum innan sveitarfélaga er annars falið, svo og samráð, bæði við varnarliðið og nágrannasveitarfélög. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sér um eftirlit á starfssviði sínu innan varnarsvæðanna undir yfirstjórn ráðuneytisins. Utan varnarsvæðanna heyrir starfsemi Heilbrigðiseftirlitsins undir viðeigandi fagráðuneyti og er það styrkur fyrir starfsemi þess innan varnarsvæðanna þar sem það auðveldar mjög faglegt samráð við viðeigandi fagráðuneyti. Þennig hefur tekist að tryggja nauðsynlega fagþekkingu innan þessara málaflokka þar sem nauðsynlegt er að hafa þekkingu á bæði innlendum reglum og stöðlum auk bandarískra. Meginreglan er sú að þær reglur sem ganga lengra gilda, nema fyrirhuguð notkun mannvirkja í þágu varna landsins krefjist annars.
    Breytingar á umsvifum varnarliðsins hafa leitt til skila á varnarsvæðum og nokkur svæði eru til athugunar nú með tilliti til slíks. Af því tilefni ber að geta þess að meðan varnarliðið hefur tiltekin landsvæði til umráða sem varnarsvæði ber þeim að hlíta íslenskum lögum, eins og þau eru á hverjum tíma, um umgengni við þau. Á því sviði hafa orðið umtalsverðar breyt ingar nú á síðustu árum og má vænta enn frekari breytinga á komandi árum. Hins vegar verður við mat á umgengni varnarliðsins um varnarsvæði að gæta þess hvað íslensk lög og venjur hafa áskilið í áranna rás. Þannig verður t.d. við umræðu um það hvort förgun sorps hjá varnar liðinu hafi verið ásættanleg að líta til þess sem tíðkanlegt var á landinu á þeim tíma sem til umræðu var. Sé þessa gætt mun koma í ljós að umgengni varnarliðsins um varnarsvæðin hefur á hverjum tíma verið mjög sambærileg umgengni annarra aðila, opinberra jafnt sem einka aðila, utan varnarsvæða um önnur íslensk landsvæði. Meðan varnarliðið hefur svæði þessi í sinni umsjá getur það jafnt sem aðrir umsjónarmenn lands þurft að grípa til aðgerða að boði íslenskra heilbrigðisyfirvalda til að fyrirbyggja mengun jafnt sem til hreinsunar vegna eldri mengunar. Slíkt byggist hins vegar í flestum tilvikum á vörslu þess á landinu en ekki á því að mengun stafi frá ólögmætum athöfnum.
    Framlag íslenska ríkisins til varnarsamstarfsins er fyrst og fremst fólgið í því að leggja til land undir starfsemina. Í varnarsamningnum kemur fram að landið skuli lagt fram endurgjalds laust. Hafi umgengni varnarliðsins um tiltekið landsvæði verið í samræmi við gildandi lög og venjur hvers tíma verða við skil á landsvæðinu ekki hafðar uppi kröfur um hreinsun í samræmi við seinni tíma réttarreglur. Hins vegar er hægt að standa gegn því að landsvæðinu sé skilað og ber þá varnarliðið réttindi og skyldur sem vörsluaðili landsins meðan það er varnarsvæði og er þá hægt að krefjast af því sams konar aðgerða og vörsluaðilum annarra landsvæða.
    Því hefur í seinni tíð verið fylgt varfærinni stefnu varðandi viðtöku varnarsvæða. Farið hef ur verið fram á að greinargóðar upplýsingar liggi fyrir um ástand svæðisins þar sem ljóst er að eftir að svæðinu hefur verið skilað verða ekki gerðar kröfur á hendur bandarískum stjórn völdum. Af þessum sökum ganga þessi mál nú hægt fyrir sig en þó er lögð á þau mikil áhersla.

VII.E.4.b Umsýslustofnun varnarmála, Sala varnarliðseigna .
    Starfsemi Sölu varnarliðseigna er reglubundin. Meginverkefni stofnunarinnar er sem fyrr að taka við varningi og munum sem hafa verið flutt inn gjaldfrjálst til nota við starfsemi varn arliðsins. Stofnunin sér um sölu slíks á íslenskum markaði og rennur hagnaður hennar sem hlutfallslegt ígildi áður afléttra tolla, vörugjalda og virðisaukaskatts til ríkissjóðs. Árið 1995 var sett ný reglugerð um starfsemi stofnunarinnar, reglugerð nr. 277/1995. Helsta nýmæli þeirrar reglugerðar er aðild stofnunarinnar að forvali verktaka til verkefna fyrir varnarliðið svo sem nánar hefur verið gerð grein fyrir hér að framan.

VII.E.4.c Atvinnuþátttaka Íslendinga innan varnarsvæða .
    Íslenskir ríkisborgarar er vinna innan varnarsvæðanna eru vel á 17. hundrað talsins. Þar af starfa um 900 manns hjá varnarliðinu. Eru þá ekki taldir starfsmenn tengdir almennri flug starfsemi. Fjöldi starfsmanna hefur haldist nokkurn veginn óbreyttur síðustu þrjú ár en nokkur fækkun hafði orðið árin þar á undan.
    Kjör og réttarstaða þeirra íslensku starfsmanna er starfa hjá öðrum en varnarliðinu sjálfu fara að öllu leyti eftir almennum reglum á íslenskum vinnumarkaði. Hins vegar hefur sökum úrlendisréttar varnarliðsins þurft að hafa annað fyrirkomulag varðandi íslenska starfsmenn þess. Þar er byggt á fyrirkomulagi sem er nánast jafngamalt varnarsamstarfinu sjálfu og á sér stoð í 4. tölul. 6. gr. viðbætisins með varnarsamningnum þar sem kveðið er á um að varnarliðið æski þess að ráða íslenska starfsmenn eftir því sem unnt er til framkvæmdar varnarsamn ingsins, að slík ráðning skuli fara fram með milligöngu íslenskra stjórnvalda og að kaup og kjör slíkra starfsmanna skuli vera í samræmi við það sem gerist á íslenskum vinnumarkaði.
    Til að fullnægja fyrra skilyrðinu, um að ráðning skuli fara fram með milligöngu íslenskra stjórnvalda, hefur utanríkisráðuneytið um áratuga skeið haft opna skrifstofu, ráðningardeild varnarmálaskrifstofu, fyrst á Keflavíkurflugvelli en hin síðari ár í Njarðvík, nú Reykjanesbæ, og fara allar ráðningar íslenskra starfsmanna til varnarliðsins um þessa skrifstofu. Tilgang urinn með þessu fyrirkomulagi var í upphafi að tryggja stjórnvöldum stjórn á þensluáhrifum vegna vinnuaflsþarfar varnarliðsins en fyrirkomulagið hefur haldist þannig að ráðning ardeildin sér um móttöku umsókna og auglýsingar eftir störfum ef á þarf að halda. Það að ráðningardeildin er í Reykjanesbæ kann og að vera meðvirkandi þáttur í því að hlutdeild Suð urnesjamanna í störfum hjá varnarliðinu er enn um 73% þrátt fyrir að Keflavíkurflugvöllur sé í raun innan atvinnusvæðis Stór-Reykjavíkursvæðisins. Rétt er og að vekja athygli á því að með ráðningardeildinni í Reykjanesbæ er utanríkisráðuneytið líklega eina ráðuneytið með opna skrifstofu utan Reykjavíkur.
    Síðara skilyrði viðbætsins við varnarsamninginn, um að kaup og kjör íslenskra starfsmanna varnarliðsins skuli fara að íslenskum lögum og venjum, hefur allt frá árinu 1952 verið uppfyllt með starfi kaupskrárnefndar varnarsvæða.
    Styrr hafði staðið um starfsemi kaupskrárnefndar nokkur undanfarin ár, allt frá þjóðarsátt artímanum í upphafi áratugarins og voru þær að nokkru leyti tengdar breytingum sem gerðar voru á starfsgrundvelli nefndarinnar á tímabilinu. Á árinu 1995 keyrði óánægju þessa um þverbak og var því ráðist í að endurskipuleggja nefndina.
    Þeirri endurskoðun lauk með setningu nýrra reglna, nr. 78/1996, um nefndina og tóku þær gildi 1. febrúar 1996. Með þeim var skipan kaupskrárnefndar færð aftur til þess horfs sem lengst hafði verið, þ.e. að ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins veitti nefndinni forstöðu en með honum störfuðu tveir fulltrúar tilnefndir af meginfylkingum íslensks vinnumarkaðar, ASÍ og VSÍ. Auk þessa leggur utanríkisráðuneytið nefndinni til löglærðan ritara, skrifstofuað stöðu og skjalavörslu.
    Hinn reglulegi formaður beitir ekki oddaatkvæði sínu en ef ekki næst samstaða í nefndinni er kallaður til sérstakur formaður er það gerir. Starfstími fyrstu nefndarinnar skipaðrar sam kvæmt reglum nr. 78/1996 er senn á enda og verður að telja að í heildina hafi fyrirkomulagið gefist vel. Mál eru skipulega unnin og til lykta leidd í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga. Meðferð mála fyrir nefndinni er í megindráttum skrifleg þótt einnig sé kostur munnlegrar rök semdafærslu því til viðbótar. Að vísu leiðir af þessum málsmeðferðarreglum að lágmarks málsmeðferðartími er nokkuð lengri en áður þurfti að vera, eða tveir til þrír mánuðir, en á móti kemur að málsmeðferð er öll öruggari, gagnsærri og tryggt er jafnræði milli aðila. Nokkrar athugasemdir hafa þó komið fram við reglurnar og verður farið yfir þær með tilliti til þess hvort þær kalli á endurskoðun nú áður en nefndarskipun verður endurnýjuð.
    Til viðbótar þessu ber þess að geta að Vinnueftirlit ríkisins fer með lögbundið hlutverk sitt innan varnarsvæðanna, undir yfirstjórn utanríkisráðuneytisins ef svo á við, og hefur verið unn ið að því að styrkja starfsgrundvöll þess.

VII.E.4.d Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli .
    Starfsemi sýslumannsembættisins er hefðbundin. Stærstu verkefni embættisins eru lög gæsla og tollgæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, löggæsla innan afgirtra varnarsvæða í sam starfi við bandarísk löggæsluyfirvöld eftir því sem við getur átt og eftirlit með ferðum manna og muna inn og út af afgirtum varnarsvæðum. Þá annast embættið innheimtu opinberra gjalda. Þess ber að geta að embættið tekur veigamikinn þátt í sérstöku átaksverkefni gegn innflutningi fíkniefna sem ríkisstjórnin hafði frumkvæði að fyrr á árinu. Einnig er vert að vekja athygli því að stöðug aukning flugumferðar um Keflavíkurflugvöll veldur auknu álagi á embættið.
    Á sviði lögreglumálefna heyrir sýslumannsembættið undir nýstofnað embætti ríkislög reglustjóra eins og önnur sýslumannsembætti. Utanríkisráðuneytið lítur björtum augum til þessa fyrirkomulags sem á að geta aukið samhæfingu og samstarf lögregluliðanna á svæðinu án þess þó að raska því nána samstarfi sem vera þarf á milli lögregluliðanna innan vallar og verður eðli málsins og lögum samkvæmt að vera undir beinni yfirstjórn utanríkisráðuneytisins.

VII.E.4.e Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli .
    Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli sér um rekstur alþjóðaflugvallarins. Vegna afnota varnarliðsins af flugvellinum leggur það til flugvallarslökkvilið, flug- og akstursbrautahreins un og umsjón með viðhaldi á flug- og akstursbrautum, ljósabúnaði og öðrum aðflugstækjum, auk þess sem það leggur til fullbúinn flugturn til afnota fyrir flugumferðarstjórn. Allir falla þessir verkþættir þó undir starfssvið flugmálastjórnarinnar, svo og rekstur flugstöðvar og stjórnsýsluleg umsjón flugumferðarstjórnar.
    Um síðustu áramót var komið á fót Markaðs- og kynningarsviði Flugmálastjórnar á Kefla víkurflugvelli. Markmiðið með því er að efla markaðssetningu flugvallarins með það fyrir augum að auka flugumferð um völlinn, bæta þjónustu og að afla aukinna tekna.
    Á árinu hefur farið fram viðamikil endurskoðun rekstrarfyrirkomulags verslunar og þjón ustu í Flugstöðinni og var þar unnið á grundvelli áfangaálits nefndar sem utanríkisráðherra skipaði sér til ráðuneytis um málefni Flugstöðvarinnar. Markmið endurskoðunarinnar er að auka tekjur af Flugstöðinni enn frekar.
    Í grundvallaratriðum er byggt á því að verslunar- og þjónusturekstur í Flugstöðinni skuli styrktur eftir því sem aðstæður leyfa og hann falinn einkaaðilum í sem mestum mæli. Var Rík iskaupum því falið að bjóða út margs konar verslun og þjónustu. Til að skapa aukið svigrúm fyrir einkarekstur í Flugstöðinni var vöruframboð Fríhafnarinnar takmarkað nokkuð en henni þó að sama skapi veitt aukin sóknarfæri innan þeirra vöruflokka sem hún heldur. Ljóst er að aðgerðir þessar hafa skilað verulegum árangri og verður nú að telja að í fyrsta skipti frá opnun Flugstöðvarinnar sjái til lands hvað varðar varanlega lausn á fjárhagsvanda stöðvarinnar.
    Árið 1996 fór um ein milljón farþega um flugstöðina. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um 9% á ári. Til að mæta stórauknum umsvifum er orðið tímabært að stækka stöðina og fjölga flugvélastæðum til að koma í veg fyrir að vandræðaástand skapist.
    Unnið hefur verið að áætlunum um stækkun Flugstöðvarinnar samhliða aukinni tekjuöflun og er tekið tillit til aðildar Íslands að Schengen í áætlanagerðinni.
    Þess má geta að heildarfjöldi starfsmanna við almenna flugstarfsemi innan Keflavíkurflug vallar er nú tæplega þúsund manns á annatímum að sumarlagi en tæplega sjö hundruð að vetrarlagi.

VII.E.4.f Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli .
    Í framhaldi af framangreindri endurskoðun á fyrirkomulagi verslunar og þjónustu í Flug stöð Leifs Eiríkssonar eru fyrirsjáanlegar nokkrar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Fríhafn arinnar. Til að skapa svigrúm fyrir aðra verslunarstarfsemi í Flugstöðinni var vöruúrval Frí hafnarinnar takmarkað að mestu leyti við áfengi, tóbak og snyrtivöru. Að auki mun Fríhöfnin selja í samkeppni við aðra rafmagnsvörur og sælgæti. Það vegur að nokkru leyti upp á móti minni umsvifum sem af þessu leiðir þar sem Fríhöfnin fær betri aðstöðu til að sinna sölu á þeim vöruflokkum sem hún heldur því að pláss er áður fór undir aðra vöruflokka losnar.

VII.E.4.g Ratsjárstofnun .
    Ratsjárstofnun heyrir undir utanríkisráðuneytið og kemur fram fyrir hönd íslenskra stjórn valda við framkvæmd milliríkjasamninga þeirra er liggja til grundvallar uppbyggingu ratsjár stöðvanna á Miðnesheiði, Stokksnesi, Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli og rekstri og viðhaldi íslenska loftvarnakerfisins (Iceland Air Defence System). Starfsemi Ratsjárstofnunar er, sam kvæmt sérstökum samningum við bandarísk yfirvöld, fjármögnuð að fullu af þeim síðar nefndu, enda er stofnunin rekin án hagnaðar. Fyrirtækið Kögun hf. starfar sem undirverktaki Ratstjárstofnunar að ákveðnum þáttum starfseminnar.
    Starfsemi Ratsjárstofnunar er merkt framlag Íslands til varnarmála. Þar hefur tekist að koma því svo fyrir að íslensk yfirvöld sjái um starfrækslu og viðhald ákveðinna grunnþátta varnarvirkja landsins. Þetta fyrirkomulag er án efa langtum hagkvæmara en að flytja allan mannafla til verksins erlendis frá og kann að verða til fyrirmyndar við önnur slík samstarfs verkefni innan Atlantshafsbandalagsins á komandi árum.

VIII. Ísland á vettvangi Sameinuðu þjóðanna .
    Þátttakan í starfi Sameinuðu þjóðanna var ein fyrsta ákvörðun hins unga íslenska lýðveldis og jafnframt fyrsta skrefið í þátttöku Íslendinga af alvöru í alþjóðastjórnmálum. Starfið innan samtakanna hefur gert Íslendingum kleift að leggja fram sinn skerf til friðar og öryggis í heiminum og til eflingar lýðræði, mannréttinda, þróunarhjálp, umhverfismálum, afvopnun og bættum efnahag.
    Íslendingum hefur gengið best að tryggja yfirráð yfir auðlindum sjávar á íslenska land grunninu með markvissu starfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í stefnuyfirlýsingu ríkis stjórnarinnar frá 23. apríl 1995 er lýst þeim ásetningi að taka virkan þátt í alþjóðlegu sam starfi til að verjast mengun og vernda lífríki hafsins. Fjárfesting í slíku alþjóðlegu samstarfi mun skila sér til komandi kynslóða.
    Innan Sameinuðu þjóðanna koma þjóðir heims saman á jafnréttisgrundvelli til að taka sam eiginlega á þeim vanda sem mannkynið stendur andspænis. Fátækt og eymd þróunarlanda víða um heim, styrjaldir og innanlandsátök, mengun, sem virðir ekki landamæri, farsóttir og af leiðingar loftslagsbreytinga geta virst fjarlæg íslenskum veruleika, en jafnljóst er að samstillt átak allra þjóða er eina leiðin til að bregðast við. Þar getur Ísland ekki skorast undan. Ábyrgð og skyldur fylgja viðurkenningu annarra ríkja á frelsi og fullveldi Íslands.
    Hjá Sameinuðu þjóðunum fer nú fram mikil umræða um endurbætur á starfi þeirra, einkum til að vinna bug á fjárhagsvanda og gera starf þeirra, á allsherjarþingi sem og í ráðum og nefndum, skilvirkara. Í heimsókn Kofi Annans, framkvæmdastjóra samtakanna, til Íslands nú í september lýstu íslensk stjórnvöld eindregnum stuðningi við umbótaviðleitni hans.
    Fimmtíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna 1995 varð aðildarríkjum mikil hvatning til að laga samtökin að nýjum tímum. Þrátt fyrir vonir manna um aukinn árangur af starfi samtak anna eftir lok kalda stríðsins hefur áþreifanlega komið í ljós að samtökin geta því aðeins gegnt hinu viðamikla hlutverki sínu að aðildarríkin standi að fullu við skuldbindingar sínar gagnvart samtökunum og sýni í verki vilja sinn til að styrkja starf þeirra.
    Síðan kalda stríðinu lauk hefur mikilvægi Sameinuðu þjóðanna aukist og þeim gefist ný tækifæri til að vinna sitt verk í þágu alls mannkyns. Öryggisráðið er virkara en áður og sam tökin hafa víða beitt sér til að stuðla að friði og koma í veg fyrir að ófriður brjótist út. Íslend ingum ber skylda til að leggja sitt af mörkum til afvopnunar, friðargæslu og mannúðaraðstoð ar.
    Í víðfeðmu starfi Sameinuðu þjóðanna er eðlilegt að viðhöfð sé forgangsröðun og athugað vandlega með hvaða hætti Íslendingar geti lagt mest af mörkum til starfsemi samtakanna.

Skipulag Sameinuðu þjóðanna.


    Starfsemi Sameinuðu þjóðanna fer fram víðs vegar um veröldina, en höfuðstöðvarnar eru í New York. Starfsemin fer fram á vegum sex stofnana: allsherjarþingsins, öryggisráðsins, efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC), gæsluverndarráðsins, Alþjóða dómstólsins og skrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru sjálfstæðar alþjóðastofnanir sem gert hafa ákveðna samninga við Sameinuðu þjóðirnar. Tengiliðurinn er efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna og senda sér stofnanir árlega skýrslur um störf sín til ráðsins.

Allsherjarþingið.


    Fulltrúar allra aðildarríkja eiga sæti á allsherjarþinginu og geta rætt fyrir opnum tjöldum hvaða málefni sem er, nema öryggis ráðið sé að fjalla um það á sama tíma. Hvert land hefur eitt atkvæði. Mikilvæg málefni þurfa samþykki tveggja þriðju hluta at kvæða. Allsherjarþingið kemur saman til fastafundar ár hvert. Það kýs einnig aðalframkvæmdastjóra að fenginni tillögu öryggis ráðsins. Þingið velur fulltrúa í aðrar stofnanir. Störf allsherjarþingsins fara að mestu fram í sex aðalnefndum þess þar sem öll að ildarríki eiga fulltrúa. Í fyrstu nefnd er fjallað um öryggis- og afvopnunarmál. Önnur nefnd fjallar um efnahags-, þróunar- og um hverfismál. Þriðja nefnd fjallar um félags-, mannúðar- og menningarmál. Fjórða nefnd fjallar um sérstök pólitísk mál og ósjálfstæð lönd. Fimmta nefnd fjallar um fjármál og stjórnun og sjötta nefndin um þjóðréttarmál. Greining í ríkjahópa hófst fljótlega eftir stofnun samtakanna. Á meðan allsherjarþingið er að störfum halda ýmsir ríkjahópar, og undirhópar þeirra, samráðsfundi eftir því sem þörf krefur. Ísland tekur aðallega þátt í fundum Vesturlandahópsins (WEOG), Norðurlandahópsins og samráði JUSCANZ-hópsins.

Öryggisráðið.


    Öryggisráðið fæst eingöngu við málefni er varða frið og öryggi. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að fallast á ákvarðanir öryggisráðsins og framkvæma þær. Fimm ríki eiga fast sæti: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Alls herjarþingið kýs hina fulltrúana tíu til tveggja ára í senn. Öryggisráðið má kalla saman hvenær sem er. Hvaða land sem er, hvort sem það er aðili að Sameinuðu þjóðunum eða ekki, getur, auk framkvæmdastjórans, vísað til öryggisráðsins deilumáli eða málum er teljast ógnun við heimsfriðinn. Aðildarríki skiptast á um að skipa forsæti ráðsins einn mánuð í senn. Annar háttur er hafður á atkvæðagreiðslum í öryggisráðinu en á allsherjarþinginu. Mikilsverðar ályktanir þarfnast stuðnings níu fulltrúa í öryggisráðinu en fastafulltrúarnir fimm hafa neitunarvald. Alþingi hefur sett lög, nr. 5/1969, þar sem ríkisstjórninni er heimilað að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar kunna að vera til þess að framfylgja ákvörðunum sem öryggisráðið tekur skv. 39. og 41. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna og varða viðskiptabann á einstök ríki. Að þjóðarrétti er Ísland skyldugt til að fylgja eftir ályktunum öryggisráðsins. Viðkomandi lög eru á forræði utanríkisráðherra. Gripið hefur verið til ráðstafana á grundvelli þeirra vegna m.a. Íraks og Líbýu.

Efnahags- og félagsmálaráðið.


    Efnahags- og félagsmálaráðið (ECOSOC) hefur mjög umfangsmikil verksvið og fæst við efnahagsmál, viðskipti, flutninga, iðnvæðingu og efnahagsþróun, félagsmál, mannfjöldamál, barnaverndarmál, húsnæðismál, kvenréttindi, kynþáttamismunun, eitur lyfjamál, varnir gegn glæpum, félagslega velferð, æskulýðsmál, umhverfismál og matvælamál. Einnig samþykkir ráðið tillögur um hvernig bæta megi menntun og heilsugæslu, svo og mannréttindi og frelsi hvar sem er í heiminum. Fimmtíu og fjögur ríki eiga aðild að efnahags- og félagsmálaráðinu og öll eru þau kjörin af allsherjarþinginu til þriggja ára í senn. Ráðið heldur venjulega einn fund á ári og ræður meiri hluti atkvæða úrslitum mála. Fjöldi nefnda tekur þátt í störfum þess og það styðst við sérstofnanir og áætlanir samtakanna. Sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru sautján og er hver um sig sjálfstæð, með eigin fjárhag og aðalstöðvar. Þær kanna vandamál, undirbúa tillögur og aðstoða þróunarlönd á sérsviðum sínum. Allsherjarþingið hefur einnig komið á fót ýmsum öðrum sérhæfðum stofnunum sem vinna í nánum tengslum við efnahags- og félagsmálaráðið og í flestum tilvikum gefa þær skýrslu til allsherjarþingsins og ráðsins.

Gæsluverndarráðið.


    Þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu starfsemi var svo ástatt sums staðar í heiminum að fólk gat ekki kosið sér ríkisstjórn. Slík land svæði voru sett undir sérstaka vernd Sameinuðu þjóðanna og nefnd gæsluverndarsvæði. Aðilar að gæsluverndarráðinu eru fasta fulltrúarnir í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og einfaldur meiri hluti ræður úrslitum mála. Þar sem síðasta gæsluverndarsvæðið, Palau, hlaut sjálfsstjórn í október 1994 er ráðið verkefnalaust. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir þau sjónarmið að leggja beri gæsluverndarráðið niður.

Alþjóðadómstóllinn.


    Aðsetur dómstólsins er í Haag í Hollandi og starfar hann árið um kring. Dómarar eru fimmtán og eru þeir kosnir af allsherjar þinginu og öryggisráðinu. Níu dómarar verða að vera sammála til að unnt sé að kveða upp úrskurð. Samþykktir Alþjóðadómstóls ins eru hluti af sáttmála Sameinuðu þjóðanna og því öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfkrafa aðilar að dómstólnum. Í 36. gr. samþykkta dómstólsins, 2. mgr. er rætt um skyldulögsögu. Nokkrir tugir ríkja hafa gengist undir þessi ákvæði án fyrirvara, en önnur hafa haft ýmsa fyrirvara og sum hafa ekki gengist undir ákvæði 36. gr. Ísland er í síðastnefnda hópnum.

Framkvæmdastjóri og skrifstofa Sameinuðu þjóðanna.


    Aðalframkvæmdastjórinn er æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna, skipaður af allsherjarþinginu samkvæmt tillögu ör yggisráðsins til fimm ára í senn. Hann hefur yfirumsjón með starfsemi samtakanna. Hann getur lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns vandamál sem hann telur að ógna kunni heimsfriðnum og lagt fram tillögu um málefni sem tekin skuli upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Starfslið skrifstofunnar tekur saman upplýsingar um ýmiss konar mál og aðstoðar við framkvæmd ákvarðana Sameinuðu þjóðanna. Um það bil 29.000 manns starfa hjá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna, þar af eru 7.000 í aðalstöðvunum í New York en hinir úti um víða veröld í sérstofnunum, upplýsingaskrifstofum og sendinefndum.

    Íslensk stjórnvöld telja að öllum aðildarríkjum beri skylda til að styðja starf samtakanna af öllu afli á þessum tímamótum í sögu þeirra og taka þátt í þeim miklu breytingum sem þar eiga sér stað. Þetta á sérstaklega við um nýja stefnumótun í þeim málum sem varða velferð alls mann kyns, en Sameinuðu þjóðirnar hafa síðustu missiri beitt sér fyrir miklum ráðstefnum þar sem fjall að hefur verið um málefni barna, fatlaðra og aldraðra, umhverfismál, mannréttindi, fólksfjölgun og félagslega þróun, jafnrétti, byggðamál og fæðuöryggi. Ríkisstjórnin telur mikilvægt að hrundið verði í framkvæmd því umbótastarfi sem kveðið hefur verið á um í niðurstöðum þessara ráð stefna.
    Innan Stjórnarráðsins starfar nú tengiliðahópur um málefni Sameinuðu þjóðanna, sem sinnir m.a. þátttöku Íslands í efnahags- og félagsmálaráðinu, stefnumörkun í umhverfismálum og öðrum þeim málum sem krefjast samvinnu milli ráðuneytanna.
    Í fyrra var þess minnst að fimmtíu ár voru liðin frá því að Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum, 19. nóvember 1946. Þeirra tímamóta var minnst með ýmsum hætti. Skrifstofu Samein uðu þjóðanna í Genf var afhent að gjöf listaverk, höggmyndin Óþekkti pólitíski fanginn, eftir Gerði Helgadóttur. Gjöfin var valin með mannréttindastarf samtakanna í huga, en höfuðstöðvar þess eru í Genf. Ríkisstjórnin fól Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi að hafa umsjón með hátíð ardagskrá í tilefni af afmælinu. Hátíðarhöldin fóru fram 30. október og var Hans Dietrich Gen scher, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, heiðursgestur og aðalræðumaður. Félag Samein uðu þjóðanna á Íslandi gaf út sérstakt rit í tengslum við afmælið. Eftirfarandi er yfirlit yfir helstu málefni sem fjallað er um á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

VIII.A Umbótastarf innan Sameinuðu þjóðanna .
    Síðustu missiri hefur mikilvæg umræða um umbótastarf farið fram innan Sameinuðu þjóðanna og skipaðir voru starfshópar til að gera tillögur um breytingar á helstu þáttum í starfsemi þeirra. Mikilvægt er að umbótastarf þetta beri árangur, og að rekstur samtakanna verði í framtíðinni færður í nútímalegra horf. Framkvæmdastjóri þeirra hefur lagt fram tillögur um umbætur, m.a. í stjórnun og rekstri, sem vonir standa til að verði samþykktar á 52. allsherjarþinginu.
    Íslensk stjórnvöld styðja tillögur um að fjölga föstum og lausum sætum í öryggisráðinu til að ráðið endurspegli betur fjölgun aðildarríkja og breyttar aðstæður í heiminum. Aftur á móti leggja þau áherslu á að ekki megi veikja getu ráðsins til ákvarðanatöku og framkvæmda.
    Íslensk stjórnvöld leggja enn fremur mikla áherslu á að öll aðildarríki greiði skylduframlög sín tímanlega að fullu og án skilyrða, sem og að gerðar verði breytingar á framlagastiga samtak anna.

VIII.B Takmörkun vígbúnaðar og afvopnun .
    Undirritun samningsins um allsherjarbann við tilraunakjarnasprengingum (CTBT) við upphaf 51. allsherjarþingsins 24. september 1996 í New York markar tímamót í öryggismálum. Þótt gild istaka hans muni frestast um sinn gefur yfirgnæfandi stuðningur á meðal aðildarríkjanna honum verulegt vægi sem ekki verður litið fram hjá í viðræðum um kjarnaafvopnun í framtíðinni.
    Ákveðið hefur verið að halda endurskoðunarráðstefnu samningsins gegn útbreiðslu kjarna vopna (NPT) árið 2000 og tekur Ísland þátt í undirbúningsstarfi fyrir hana.
    Efnavopnasamningurinn frá 1993 (CWC) tók gildi 29. apríl sl. er fleiri en 65 ríki höfðu lagt fram fullgildingarskjöl. Var fyrsta ráðstefna aðildarríkjanna haldin í Haag í maíbyrjun. Jafnframt hefur tekið þar til starfa af fullum krafti stofnunin (OPCW) sem komið er á fót skv. 8. gr. samn ingsins og hafa skal eftirlit með framkvæmd hans.
    Það sem borið hefur hæst á sviði afvopnunarmála á síðari hluta ársins er baráttan gegn jarð sprengjum. Nýafstaðin er í Ósló ráðstefna þar sem samningsdrög að algjöru banni við sölu, fram leiðslu, dreifingu og notkun jarðsprengna, sem beint er gegn fólki, voru samþykkt af fulltrúum nærri 90 ríkja, þar á meðal Íslands. Íslensk stjórnvöld líta á þetta sem mannúðarmál, en hreinsun á jarðsprengjum er eitt erfiðasta og kostnaðarsamasta verkefnið við uppbyggingu samfélaga í kjölfar ófriðar. Samningurinn verður undirritaður í byrjun desember í Ottawa. Vonir standa til að hann muni greiða fyrir starfi afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf á þessum vett vangi.

VIII.C Friðargæsla .
    Verulega hefur dregið úr umfangi og kostnaði vegna friðargæslu- og eftirlitsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og líklegt er að reynslan af friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og Sómalíu verði til þess að samtökin verði varkárari í að beita slíkum aðgerðum í framtíðinni. Aftur á móti má búast við að slík starfsemi verði markvissari og að vægi annarra þátta þessa starfs en að viðhalda vopnahléum, eins og verndar mannréttinda, eftirlits með kosningum og aðstoðar við samfélagsuppbyggingu, aukist.
    Góður árangur af starfi Íslendinga í friðargæslusveitum í Bosníu og Hersegóvínu er stjórn völdum hvatning til frekara starfs á þessu sviði. Nú er starfandi íslensk heilsugæslusveit á bresku hersjúkrahúsi í Bosníu og Hersegóvínu, auk þess sem þrír íslenskir löggæslumenn starfa þar í danskri löggæslusveit undir merkjum Sameinuðu þjóðanna.

VIII.D Umhverfismál .
    Umhverfismál hafa síðustu árin orðið æ umfangsmeiri þáttur í starfi samtakanna. Íslensk stjórnvöld vinna að því að hrinda í framkvæmd Starfsskrá 21, sem samþykkt var á Ríóráðstefn unni um umhverfi og þróun og fylgja eftir starfi Íslands í nefnd samtakanna um sjálfbæra þróun 1993–1995. Aukaallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í sumar fjallaði um árangurinn af Ríóráð stefnunni og náðist þar áfangi í baráttunni fyrir hertum aðgerðum á afmörkuðum sviðum umhverf ismála, þar á meðal í loftslagsmálum og orkumálum.
    Í starfi Íslands að umhverfismálum hefur sérstök áhersla verið lögð á varnir gegn mengun sjávar, einkanlega með framkvæmdaáætlun um varnir gegn mengun frá landsstöðvum, og er stefnt að gerð alþjóðasamings í þeim efnum.
    Ísland á sæti í vinnuhópi 20 ríkja um alþjóðlegar aðgerðir til að draga úr notkun þrávirkra líf rænna efna. Í vor staðfesti Alþingi samning gegn eyðimerkurmyndun. Unnið er að sérstakri áætl un hér á landi um að framfylgja samingi um líffræðilega fjölbreytni. Í athugun er aðild Íslands að samningnum um alþjóðleg viðskipti með dýra- og jurtategundir í útrýmingarhættu (CITES).
    Ísland tekur þátt í viðræðum um að styrkja ákvæði rammasamningsins um loftslagsbreytingar sem Ísland hefur staðfest. Ráðstefnu aðildarríkja samningsins, sem haldin verður í Kýótó í Japan í desember næstkomandi, er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þar verður þess freistað að ganga frá bókun við rammasamninginn þar sem kveðið verði á um bindandi mörk losunar gróðurhúsa lofttegunda í einstökum aðildarríkjum. Ekki er þó gert ráð fyrir að þróunarríkin taki á sig slíkar skuldbindingar. Ljóst er að Íslendingar hafa eins og aðrar þjóðir mikla hagsmuni af því að sam komulag náist um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda og að komið verði í veg fyrir hættu lega röskun á loftslagskerfinu. Í samningaviðræðum til undirbúnings Kýótó-ráðstefnunni hafa komið fram margar mismunandi tillögur, m.a. frá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Langur vegur er milli þessara tillagna og samkomulag ekki í sjónmáli. Ísland hefur tekið virkan þátt í samningaviðræðunum og lagt áherslu á eftirtalin atriði: Í fyrsta lagi að bókunin taki til allra gróð urhúsalofttegunda. Í öðru lagi að binding kolefna, t.d. með landgræðslu og skógrækt, verði metin til jafns við aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í þriðja lagi að skuldbindingar miðist við losun á hvern íbúa þannig að tillit verði tekið til mismunandi þróunar fólksfjölda í ein stökum ríkjum. Í fjórða og síðasta lagi að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna einstakra ríkja, t.d. Íslands sem mætir orkuþörf sinni að verulegu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Af Ís lands hálfu er lögð á það rík áhersla að nýjar skuldbindingar megi ekki takmarka möguleika að ildarríkja til að nýta endurnýjanlega orkugjafa, sem ekki hafa í för með sér losun gróðurhúsaloft tegunda, vegna iðnaðarframleiðslu. Nefna má í þessu sambandi að álver, sem nýtir rafmagn fram leitt úr kolum, losar um tífalt meira af koltvíoxíði en þegar vatnsorka er nýtt. Það er í samræmi við lokamarkmið rammasamningsins að framleiðsla fari fram þar sem losun vegna hennar er minnst.

VIII.E Þróunarmál .
    Íslensk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til þróunaraðstoðar með margvíslegum hætti, en aðal lega með starfi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem sinnir tvíhliða samstarfi við nokkur Afríkulönd og með framlögum til alþjóðlegra þróunarstofnana. Nauðsyn ber til að uppfylla þau fyrirheit sem gefin hafa verið um þróunaraðstoð. Leita þarf leiða til að auka samstarf milli Íslend inga og þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa að þróunarmálum. Auka þarf þátttöku Íslendinga í því starfi þar sem þekking þeirra nýtist best, t.d. í fiskiðnaði, jarðhita-, tækni-, orku málum og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Slíkt getur gefið færi á aðstoðarverkefnum sem einnig gætu tengst íslensku atvinnulífi.
    Íslendingar hafa um alllangt skeið átt gott samstarf við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Jarð hitaskóli Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur starfað síðan 1979 og Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tekur til starfa á Íslandi 1998. Einnig hefur komið fram áhugi á samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna um uppgræðslu og varnir gegn jarðvegseyðingu.
    Í starfi Íslands að þróunarmálum er höfð að leiðarljósi skýrsla aðalframkvæmdastjóra og starfsskrá þróunar, ásamt niðurstöðum hinna miklu ráðstefna Sameinuðu þjóðanna síðustu miss iri. Þar má nefna fyrst mannfjöldaráðstefnuna í Kaíró 1994 sem varpaði ljósi á vandann af hinni miklu fólksfjölgun í heiminum og tengsl hans við náttúruauðlindir, fæðuskort og umhverfisspjöll. Á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn um félagslega þróun 1995 skuldbundu ríkisoddvitar sig til að útrýma algerri fátækt og var árið 1996 helgað baráttunni gegn fátækt. Á síðustu stórráðstefnu samtakanna, byggðaráðstefnunni í Istanbúl 1996, var fjallað um hinn mikla vanda sem stafar af auknum flutningi fólks úr dreifbýli í þéttbýli og mikil vandamál þessu samfara í stórborgum þró unarlandanna.
    Sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa einnig látið þessi mál til sín taka. Í nóvember 1996 efndi Matvæla- og landbúnaðarstofnunin, FAO, til leiðtogafundar í Róm um fæðuöryggi. Í mál flutningi forsætisráðherra á fundinum var lögð áhersla á mikilvægi sjávarins fyrir fæðuöflun alls mannkyns í framtíðinni. Nánar er fjallað um tvíhliða þróunarstarf Íslands og starf innan Alþjóða bankans að þróunarmálum í X. kafla hér á eftir.

VIII.F Efnahags- og félagsmálaráð (ECOSOC) .
    Ísland tók í ársbyrjun sæti í efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) fyr ir árin 1997–99. Á ársfundi ráðsins í sumar létu fulltrúar Íslands m.a. til sín taka í umræðum um þróunarmál, mannréttindamál, nýja orkugjafa og málefni Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Samráð var haft við sjálfstæð félagasamtök, eins og Mannréttindaskrifstofu Íslands, og aðra aðila um málflutning á ársfundinum. Frá upphafi aðildar að Sameinuðu þjóðunum hefur Ísland aðeins einu sinni áður tekið sæti í efnahags- og félagsmálaráðinu, en það var á árunum 1985–87.
    Ráðið vinnur í anda ákvæða í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um alþjóðasamvinnu að efna hags- og félagsmálum (55. gr.), einkanlega hvað snertir að bæta lífskjör, tryggja atvinnu, stuðla að félagslegri þróun og heilbrigði, sinna menningar- og menntunarmálum og mannréttindum og finna lausn á vandamálum er lúta að þessu. Í 61.–72. gr. sáttmála samtakanna er fjallað um störf og verksvið ráðsins. Ráðið hefur frumkvæði að rannsóknum, skýrslugerð og tillögum í efnahags-, félags-, menningar-, menntunar-, umhverfis-, þróunar-, mannréttinda- og heilbrigðismálum. Það vinnur tillögur í þeim efnum til allsherjarþingsins, sérstofnana og einstakra aðildarríkja, gerir uppkast að samningum og hvetur til alþjóðlegra ráðstefna um ýmis mál. Ráðið er einnig öryggis ráðinu til aðstoðar sé þess óskað. Ráðið fylgist einnig með framkvæmd ákvarðana alþjóðlegra stórráðstefna sem haldnar hafa verið á vegum samtakanna á undanförnum árum. Undir ráðið falla ellefu starfsnefndir, fimm svæðanefndir um efnahagsmál og níu fastar nefndir og sérfræðingahóp ar. Flestar sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna heyra stjórnskipulega undir ráðið og sérverkefni Sameinuðu þjóðanna sameiginlega undir það og allsherjarþingið.
    Ársfundur efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna fór fram í Genf 30. júní til 25. júlí 1997. Dagskrá hans var fjórskipt: 1. Samráð háttsettra aðila um þróunarmál, þ.e. að skapa hagstætt umhverfi í þágu þróunar, þar með talið fjármagnsflutningar, fjárfestingar og verslun. 2. Aðgerðahluti um sama efni. 3. Samræmingarhluti þar sem annars vegar var fjallað um það hvern ig best mætti innleiða jafnrétti kynjanna í starf Sameinuðu þjóðanna og hins vegar um ferskvatns mál. 4. Almennur hluti þar sem fjallað var um flesta þætti í efnahags- og félagsmálastarfi Sam einuðu þjóðanna, svo sem byggðamál, mannfjöldavandamál, aðstoð vegna náttúruhamfara, upp lýsingatækni, umhverfismál, flutninga á hættulegum efnum og félagslega þróun, svo að eitthvað sé nefnt.
    Undirbúningur er hafinn að málflutningi Íslands á næsta ársfundi ECOSOC og kemur þar t.d. til greina málflutningur varðandi eftirfarandi svið: varnir gegn glæpum og fíkniefnum, mannúðar mál, kynþáttahatur, æskulýðsmál, málefni fatlaðra, málefni barna og umhverfismál, auk þess sem þróunarmál verða áfram í brennidepli á ECOSOC-ársfundum.

VIII.G Orkumál .
    Fulltrúi Íslands var í ársbyrjun kosinn til setu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um nýja og endur nýjanlega orkugjafa sem heyrir undir efnahags- og félagsmálaráðið. Nefndin vinnur m.a. að und irbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu um nýja orkugjafa og standa vonir til að þekking og reynsla Ís lendinga í nýtingu umhverfisvænnar orku komi að góðum notum í því starfi.

VIII.H Mannréttindamál .
    Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að tryggja beri mannréttindi um allan heim í samræmi við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og niðurstöður mannréttindaráðstefnunnar í Vínar borg 1993, óháð svæðisbundnum aðstæðum, t.d. stjórnarfari og menningu, félagslegu umhverfi eða trúarbrögðum. Litið er svo á að mannréttindi séu órofa hluti af friðarstarfi Sameinuðu þjóð anna og verði ekki skilin frá starfi að öryggis- og þróunarmálum.
    Ísland hefur fullgilt samning samtakanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi ásamt við aukum og saminginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, en þessir samningar geta talist samantekt lágmarksréttinda allra jarðarbúa.
    Á síðustu árum hefur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna æ meira verið fjallað um mannréttindi ýmissa hópa þjóðfélagsins, eins og kvenna, barna, aldraðra og fatlaðra, og vilja stjórnvöld leggja því starfi lið.

VIII.H.1 Málefni barna .
    Íslensk stjórnvöld hafa á ýmsan hátt lagt réttindum barna lið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og telja að eitt af forgangsverkefnum Sameinuðu þjóðanna sé að rétta hlut þeirra milljóna barna um allan heim sem þurfa að þola ánauð, vinnuþrælkun eða sæta kynferðislegri misnotkun. Samn ingurinn um réttindi barna hefur verið fullgiltur á Íslandi og varsla barnakláms er nú refsiverð hérlendis.
    Í fyrra styrkti utanríkisráðuneytið fulltrúa samtakanna Barnaheilla til þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu í Stokkhólmi um kynferðislega misnotkun barna. Fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu og Barnaheillum tóku þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Ósló í októberlok um vinnu barna.

VIII.H.2 Jafnréttismál .
    Nauðsynlegt er að tryggja grundvallarmannréttindi kvenna og stúlkna. Ísland fullgilti samning inn um afnám allrar mismununar gagnvart konum árið 1993.
    Mikilvægt er að framkvæmdaáætlun kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking 1995 verði hrundið í framkvæmd. Stofnaður hefur verið samráðshópur innan Stjórnarráðsins um fram kvæmd áætlunarinnar. Leggja ber áherslu á að tryggja konum menntun og atvinnumöguleika til jafns við karla.

VIII.I Flóttamenn .
    Mikilvægt er enn fremur starf Sameinuðu þjóðanna í þágu flóttamanna. Nauðsyn ber til að samræma hina alþjóðlegu aðstoð við flóttamenn, einkum hvað snertir móttöku flóttamanna, að lögun þeirra í gistiríkjum og afturhvarf til fyrri heimkynna.
    Í samvinnu við embætti flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna hefur Ísland tekið við tveimur hópum flóttamanna frá Bosníu og Hersegóvínu.

VIII.J Varnir gegn afbrotum .
    Á síðustu árum hefur barátta Sameinuðu þjóðanna gegn afbrotum og skipulagðri glæpastarf semi orðið æ mikilvægari. Á þetta ekki síst við vegna tengsla slíkrar starfsemi við skipulagða hryðjuverkastarfsemi. Alþjóðleg glæpastarfsemi er þess eðlis að ríki heims verða að taka höndum saman í baráttunni um að kveða hana niður. Hafinn er undirbúningur að þátttöku í sérstöku auka allsherjarþingi árið 1998 í New York, helguðu baráttunni gegn fíkniefnum.

VIII.K Hafréttarmál .
    Úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna hefur það að markmiði að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu deilistofna og víðförulla fiskstofna. Það eru langtímahagsmunir allra fiskveiði þjóða að þessu markmiði verði náð og að endi verði bundinn á stjórnlausar veiðar á úthafinu. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur Ísland hvatt aðildarríki til að staðfesta úthafsveiðisamning inn. Nánar er fjallað um hafréttar- og auðlindamál í XI. kafla.

IX. Mið-Austurlönd .
    Snemma í vor er leið tók fyrir allar samningaviðræður og samvinnu milli Ísraels- og Palestínu manna. Í marslok sl. stöðvaðist algjörlega friðarferlið sem upphófst með Óslóarsamkomulaginu haustið 1993 þegar Ísraelsmenn hófu byggingarframkvæmdir við nýtt íbúðahverfi fyrir gyðinga í Austur-Jerúsalem (Har Homa/Jabal Abu Ghneim). Hefur æ síðan sigið mikið á ógæfuhliðina með hverjum mánuðinum, endurtekin sprengjutilræði Palestínumanna í Jerúsalem og refsiaðgerðir Ísraelsstjórnar á Vesturbakkanum og landamærum Gazastrandarinnar, sem og eldflaugaárásir Hizbullah á Norður-Ísrael og gagnárásir Ísraelshers á Suður-Líbanon.
    Meiri háttar tilraun Bandaríkjastjórnar til að koma málsaðilum, Yasser Arafat og Benjamin Netanyahu, aftur á sporið og endurvekja friðarferlið frá Ósló með fyrstu heimsókn Madelaine Al bright utanríkisráðherra á svæðið í septembermánuði virðist ekki hafa borið neinn árangur, hvorki gagnvart Ísraelsstjórn né Palestínumönnum. Þó er nú veik von til að á næstunni hefjist á nýjan leik í Washington samningaviðræður á grundvelli Óslóarsamkomulagsins fyrir atbeina Bandaríkj anna.
    Mikill árangur af heimsókn utanríkisráðherrans til Mið-Austurlanda er heldur ekki sýnilegur í víðara umfangi hvað varðar friðarsamninga við nágranna Ísraels í norðri, Sýrland og Líbanon, þar gengur hvorki né rekur.
    Íranar koma hér líka við sögu, enda sakaðir um að fá vopnin, eldflaugarnar, í hendur Hiz bullah í Líbanon, sem og öðrum hryðjuverkasamtökum víðs vegar í heiminum. Nýr forseti og ráðuneyti hans tóku við embættum í ágústlok og er Mohammad Khatami sagður vera hófsamari en forveri hans. Standa því vonir til að breytingar verði á stjórnarstefnunni til batnaðar og sam skipti við önnur lönd geti aftur komist í eðlilegt horf, einkum þá stjórnmálasambandið við Evrópuríkin.
    Viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna bæði á Írak og Líbýu er enn í fullu gildi og virðist hvor ugur leiðtoginn gera nokkuð raunhæft til að losna undan banninu, heldur þvert á móti. Gjöreyð ingarvopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna eiga t.d. sífellt í erfiðleikum í samskiptum sínum við landsstjórnina í Írak.

X. Þróunarmál .
X.A Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ).
    Þrátt fyrir aðhald í ríkisrekstri hafa fjárveitingar til ÞSSÍ aukist lítillega undanfarin tvö ár, eftir að hafa staðið í stað næstu þrjú ár þar á undan. Íslenskum starfsmönnum stofnunarinnar í Afríku hefur einnig fjölgað úr 16 í 20 á þessu tímabili. Stofnunin hóf samstarf við Mósambík um ára mótin 1995/96. Þar er höfuðáherslan lögð á aðstoð við að bæta meðferð sjávarfangs og gæða eftirlit með útfluttum fiski. Í aðalsamstarfslandinu, Namibíu, hefur verið dregið úr aðstoð við fiskirannsóknir og tilraunaveiðar en aðstoð við fræðslu og þjálfun aukist, m.a. með því að leggja til sex af tíu kennurum við sjómannaskóla Namibíu. Samvinnusamningur við Malaví var fram lengdur til ársins 2000, með aukinni áherslu á rannsóknir og fræðslu í fiskimálum. Stofnunin hef ur einnig aukið aðstoð sína við grunnmenntun og heilsugæslu í öllum samstarfslöndunum. Aðstoð við Grænhöfðaeyjar hefur dregist saman og samstarfssamningur landanna rennur út í árslok 1998. Að tilstuðlan utanríkisráðherra var vorið 1997 gerð ítarleg skýrsla um þróunarsamvinnu Íslend inga. Stjórn ÞSSÍ hefur gert tillögur um framhald starfseminnar sem byggðar eru á niðurstöðum höfundar þeirrar skýrslu, Jónasar Haralz. Á grunni þeirra tillagna samþykkti ríkisstjórnin nú ný verið að fjárveitingar til þróunarsamvinnu Íslands yrðu hækkaðar í áföngum næstu ár þannig að hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu verði komið í 0,15% árið 2003, í stað 0,1% nú. Verður heild arfjárveiting til ÞSSÍ komin í u.þ.b hálfan milljarð króna árið 2003.

X.A.1 Starfsemi .
    Stjórn ÞSSÍ er skipuð sex mönnum kjörnum af Alþingi, auk formanns sem skipaður er af utan ríkisráðherra. Stjórnin vinnur m.a. að stefnumótun fyrir stofnunina og gerir tillögur til ráðherra um einstök verkefni og fjárveitingar til þeirra. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur.
    Fjárveitingar til stofnunarinnar voru hækkaðar um 9% milli áranna 1996 og 1997, í 172 milljónir króna. Fjárveitingar til þróunarmála eru mjög lágar á Íslandi miðað við flestar OECD-þjóðir eða aðeins um 0,1% af vergri þjóðarframleiðslu, þar af fer aðeins rúmur þriðjungur til ÞSSÍ eða tvíhliða þróunarsamvinnu.
    Íslenskir starfsmenn stofnunarinnar eru nú alls 22, þrettán í Namibíu, þrír í Malaví, þrír í Mósambík, einn á Grænhöfðaeyjum og tveir í Reykjavík, auk nokkurra Afríkumanna og íslenskra skammtímaráðgjafa. Helstu þættir starfseminnar í einstökum samstarfslöndum eru raktir hér í ör stuttu máli:

X.A.1.a Grænhöfðaeyjar .
    Nú er aðeins einn starfsmaður ÞSSÍ eftir á Grænhöfðaeyjum. Hann hefur að mestu leyti unnið að samstarfsverkefni stofnunarinnar, Norræna þróunarsjóðsins (NDF) og sjávarútvegsráðuneytis ins á Grænhöfðaeyjum um menntun, rannsóknir og skipulag sjávarútvegs eyjanna.
    Íslenskur fiskifræðingur hefur verið við störf á Grænhöfðaeyjum stutt tímabil undanfarin ár og fiskifræðingur frá Grænhöfðaeyjum lauk nýlega mastersnámi í fiskifræði frá H.Í. Áformað er að halda starfsemi á Grænhöfðaeyjum sem mest óbreyttri út árið 1998 þegar samstarfsverkefni ÞSSÍ og Norræna þróunarsjóðsins á að vera lokið, en framhald eftir það er óákveðið.

X.A.1.b Malaví .
    Þróunarsamstarf Íslands og Malaví er mjög fjölþætt. Veiðimálaskrifstofa ríkja í sunnanverðri Afríku, sem er í Malaví, er styrkt með sérfræðiaðstoð og nokkru rekstrarfé. Íslenskur fiskifræð ingur stjórnar þeirri skrifstofu.
    Ísland hefur um 7–8 ára skeið tekið þátt í og leitt rannsóknir á nytjastofnum í Malavívatni sem er eitt stærsta stöðuvatn Afríku. Hefur það verið mjög vel heppnuð vinna í samstarfi við Alþjóða bankann. Nú er komið að því að fara að nýta það sem þessar rannóknir hafa leitt í ljós. Væri mjög æskilegt að ÞSSÍ gæti tekið þátt í verkefni um nýtingu auðlinda vatnsins sem nú er á döfinni hjá Alþjóðabankanum.
    Fiskeldisbraut Landbúnaðarháskóla Malaví hefur verið studd með námsstyrkjum og launum kennslukrafta. Styrkþegar eru frá ýmsum ríkjum í sunnanverðri Afríku auk Malaví.
    Stofnunin hefur einnig tekið þátt í félagslegum verkefnum eins og byggingu barnaskóla við Malavívatn og endurbótum á berkladeild aðalsjúkrahússins í höfuðborginni Lilongwe. Nú hafa Alþjóðabankinn og Norræni þróunarsjóðurinn óskað eftir því að ÞSSÍ taki þátt í nýju stóru verk efni á sviði menntamála.

X.A.1.c Mósambík .
    Árið 1996 var fyrsta heila starfsár ÞSSÍ í Mósambík, nýjasta samstarfslandinu. Rannsókna skip stofnunarinnar, Fengur, hefur verið lánað til rannsókna á grunnsjávardýrum og leggur ÞSSÍ einnig til útgerðarstjóra. Yfirvélstjóri er einnig íslenskur en Norræni þróunarsjóðurinn fjármagnar rekstur skipsins.
    Stofnunin leggur til stjórnanda samvinnuverkefnis Suður-Afríkuríkja um gæðastaðla fyrir fisk afurðir. Það verkefni er einnig styrkt af Evrópusambandinu.
    Nýtt verkefni, útflutningseftirlit með rækju frá Mósambík, hófst í ársbyrjun 1997. Það verk efni, sem unnið er með DANIDA, dönsku þróunarsamvinnustofnuninni, kemur líklega til með að aukast að umfangi, en nú er það að mestu fólgið í vinnu eins íslensks sérfræðings. Fleiri verkefni á sviði sjávarrannsókna og fiskveiða eru í athugun.
    Í félagsmálum hefur ÞSSÍ styrkt byggingu heimilis fyrir götubörn í Maputo í samvinnu við RKÍ. Þá styrkir stofnunin einnig félagsmálasamtök í einu fátækrahverfi borgarinnar.

X.A.1.d Namibía .
    Í Namibíu eru mannfrekustu og fjárfrekustu samstarfsverkefni ÞSSÍ. Í upphafi ársins 1990 fór mestur stuðningur til Hafrannsóknastofnunar Namibíu og reksturs rannsóknarskips þeirra. Helstu breytingar á árinu 1996 voru þær að stýrimaður og vélstjóri á rannsóknarskipinu Welvitschia létu af störfum samkvæmt áætlun um áherslubreytingar í samstarfinu en einn kennari í viðbót var ráð inn við sjávarútvegsskólann í Walvis Bay í staðinn. Eru sjómannakennararnir því orðnir sex og það verkefni orðið þungamiðja starfseminnar í Namibíu.
    ÞSSÍ hefur lagt til sérfræðing í fiskimálum í sjávarútvegsráðuneyti Namibíu. Hefur hann stjórnað sjávarútvegsstofnun SADC, og verið ráðgjafi sjávarútvegsráðherra Namibíu í ýmsum málum.
    Annar af tveimur fastráðnum fiskifræðingum ÞSSÍ í Namibíu, sem jafnframt gegndi stöðu verkefnisstjóra, lét af störfum og hafa tveir sérfræðingar sinnt tímabundnum verkefnum til skiptis að ósk sjávarútvegsráðuneytis Namibíu fyrir það fé sem sparaðist við brotthvarf hans.
    Stofnunin hefur um fimm ára skeið staðið fyrir fullorðinsfræðslu í lestri og skrift fyrir fátækar konur, fyrst í Lüderitz og síðar einnig í Walvis Bay. Ákveðið var að auka stuðning við fullorðins fræðslu í Walvis Bay með því að byggja þar skólastofur.
    Umfang aðstoðar við Namibíu, sem hefur verið 70–80 m.kr. á ári, mun ekki breytast næstu tvö árin en úr því er reiknað með að dregið verði úr aðstoð, a.m.k. annarri en menntun og þjálfun.
    ÞSSÍ gefur árlega út yfirlitsskýrslu um starfsemi stofnunarinnar. Ársskýrsla fyrir 1996 liggur þegar fyrir.

X.B Alþjóðabankinn .
X.B.1 Almennt .
    Ísland gerðist stofnaðili að Alþjóðabankanum (International Bank for Reconstruction and Development – IBRD) ásamt 28 öðrum ríkjum 27. desember 1945. Alþjóðabankinn hafði það að markmiði að stuðla að endurreisn og þróun landsvæða eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldar innar. Þegar því uppbyggingarstarfi lauk breyttust áherslur bankans og veitir hann nú eingöngu lán til þróunarríkja á markaðskjörum.
    Í dag eru systurstofnanir Alþjóðabankans fjórar talsins. Þær eru:
     Alþjóðalánastofnunin (International Finance Corporation – IFC) sem var sett á stofn árið 1955. Hlutverk hennar er að örva vöxt einkafyrirtækja sem starfa á framleiðslusviði með því að eiga hlut að framkvæmdum þar sem ekki er tiltækt nægilegt einkafjármagn.
     Alþjóðaframfarastofnunin (International Development Association – IDA) sem tók til starfa árið 1960. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að efnahagslegum framkvæmdum, auka fram leiðni og bæta lífskjör í þróunarlöndum. Lán Alþjóðaframfarastofnunarinnar eru einungis veitt til fátækustu landa heims og eru oft kölluð mjúk lán þar sem þau eru vaxtalaus, án afborgana í 10 ár og endurgreiðast á 35–40 árum.
     Alþjóðlega stofnunin til lausnar fjárfestingardeilum (The International Center for Settlement of Investment Disputes – ICSID) sem var stofnuð árið 1965. Tilgangur hennar er að veita þjón ustu til lausnar fjárfestingardeilum milli aðildarríkja og þegna annarra aðildarríkja. Þannig geti stofnunin stuðlað að auknu flæði alþjóðlegra fjárfestinga.
     Alþjóðlega fjárfestingarábyrgðarstofnunin (Multilateral Investment Guarantee Agency – MIGA) sem sett var á laggirnar árið 1988 með það að markmiði að auðvelda þróunarríkjum fjár útvegun til fjárfestinga.
    Í daglegu tali er rætt um Alþjóðabankann (World Bank) og er þá átt við IBRD og IDA, en sé talað um Alþjóðabankahópinn (World Bank Group) er átt við allar stofnanirnar fimm. Ísland er aðili að öllum stofnunum Alþjóðabankahópsins, að Alþjóðlegu fjárfestingarábyrgðarstofnuninni undanskilinni. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnað verði til aðildar að stofnuninni og er nú unnið að því í ráðuneytinu.

X.B.2 Endurbætur á starfsemi Alþjóðabankahópsins .
    Töluverð uppstokkun hefur átt sér stað á starfsemi Alþjóðabankahópsins á síðustu missirum og má búast við áframhaldandi starfi í þá veru á komandi árum. Fyrr á þessu ári hófst verkefni innan bankans sem á að gera starfsemi hans skilvirkari og auka árangur þróunarstarfsins í heild. Þetta verkefni, the Strategic Compact, byggist að hluta á skipulagsbreytingum innan bankans þar sem draga á úr kostnaði vegna stjórnunar og auka ábyrgð stofnana hans. Jafnframt verða þarfir móttakenda hafðar að leiðarljósi og mun aukinn hluti undirbúningsvinnu og ákvarðanatöku færast til skrifstofa bankans í viðkomandi löndum. Með þessu er vonast eftir skilvirkari og fljótari af greiðslu mála og að bankinn bregðist skjótar við þörfum þeirra landa er njóta þjónustu hans.
    Annar mikilvægur þáttur verkefnisins er bætt sérfæðiþekking starfsfólks bankans, og endur bætur á sviði tækniaðstoðar. Einnig má nefna þá ætlan að byggja upp „þekkingarbanka“ sem mun sækja styrk sinn í 52 ára reynslusögu bankans, þekkingu starfsmanna og rannsóknir bankans á þróunarmálum almennt.
    Óháð fyrrnefndu verkefni hefur forseti bankans heitið því að aukið tillit verði tekið til minni hlutahópa, svo sem fámennra ættflokka og einstæðra mæðra, á sviði félagslegrar þróunar. Stuðn ingi við einkageirann verði haldið áfram og samvinna stofnana bankans verði aukin og endurbætt. Sjálfbær þróun verði áfram höfuðmarkmið í starfsemi bankans, með sérstakri áherslu á aðstoð við fátækustu íbúana í dreifðum byggðum þróunarríkjanna. Að lokum verði samvinna við Al þjóðagjaldeyrissjóðinn efld og þjónusta bankans á fjármálasviðum styrkt.

X.B.3 Þróunarnefnd Alþjóðabankans .
    Utanríkisráðuneytið tók við málefnum Alþjóðabankans af viðskiptaráðuneytinu á árinu 1996 og má nú segja að ábyrgð á marghliða þróunarsamvinnu sé að mestu leyti á hendi utanríkisráðu neytisins. Það sem af er árinu hafa umsvif vegna þessara samskipta aukist jafnt og þétt. Þar má nefna að utanríkisráðherra tók sæti Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í þróunarnefnd Al þjóðabankans. Í nefndinni, sem fundar tvívegis á ári, eiga sæti 24 ráðherrar fyrir hönd þeirra 180 landa sam aðild eiga að Alþjóðabankanum. Þróunarnefndin mótar meginstefnu bankans í þróunarmálum og er ráðgefandi aðili fyrir ársfund bankans hvað varðar framkvæmd og framvindu stefnumiða hans.
    Á þessu ári hafa fjögur málefni verið mest áberandi í umfjöllun þróunarnefndarinnar og hefur utanríkisráðherra lagt fram tvær yfirlýsingar þar sem fram kemur afstaða Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Í fyrsta lagi hefur ráðherrann fagnað nýrri áherslu í þróunarstarfi bankans í baráttunni gegn spillingu. Hann leggur áherslu á að spilling dafni þar sem stjórnarfar er veikt og oftast verði hinir fátæku helst fyrir barðinu á spilltum stjórnunaröflum. Ráðherrann bendir á að ábyrgð í baráttunni gegn spillingu sé á hendi yfirvalda í hverju landi, en alþjóðlegt þróunar samstarf geti stuðlað að umbótum, m.a. þannig að þróunarfé styrki aldrei spillingaröfl en sé notað til að auka ábyrgð og gæði í stjórnsýslu. Í öðru lagi hefur ráðherrann lýst yfir fullum stuðningi við átak Alþjóðabankans til að auka fjárfestingar einkaaðila á sviði orku-, samgöngu- og fjar skiptamála í þróunarríkjunum. Á þessu sviði mun bankinn verða lítt áberandi í beinni fjármögnun en mun einbeita sér að ráðgjöf og útvegun ábyrgða sem auðveldað geta fjármögnun einkaaðila. Í þriðja lagi styður ráðherrann átak bankans til aðstoðar skuldugustu þróunarríkjunum. Þetta átak (Heavily Indebted Poor Countries Initiative – HIPC) byggist á niðurfellingu skulda til þeirra ríkja sem fyrirsjáanlegt er að geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum. Al þjóðabankinn hefur forustu í þessu átaki, en að því koma allar helstu þróunarlánastofnanir og -sjóðir heims, auk Parísarklúbbsins og lánardrottna sem veitt hafa tvíhliða lán. Í yfirlýsingum ráðherra koma þó fram áhyggjur Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna varðandi fjármögnun átaksins þar sem sjö helstu iðnríki heims hafa ekki öll lagt fé í sérstakan styrktarsjóð þess. Í fjórða lagi hefur utanríkisráðherra fjallað um hvernig fjármagna skuli framtíðarstarfsemi Alþjóð legu fjárfestingarábyrgðarstofnunarinnar. Stofnunin hefur átt við töluverðan fjárhagsvanda að etja á undangengnum missirum og skýrði ráðherrann frá því að Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin styddu tveggja þrepa áætlun stjórnar bankans til lausnar þessum vanda. Sú áætlun gerir ráð fyrir yfirfærslu 150 milljóna Bandaríkjadala frá IBRD sem fyrsta þrepi og innborgun 150 milljóna Bandaríkjadala frá aðildarlöndum auk 700 milljóna Bandaríkjadala í ríkisábyrgðum sem öðru þrepi. Ráðherrann greindi þó einnig frá því að Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin settu þau skilyrði fyrir þátttöku í öðru þrepi að skýr stefnumótun og áætlun um hvernig staðið skuli að verkefnavali liggi fyrir frá hendi stofnunarinnar.

X.B.4 Norrænt samstarf í málefnum Alþjóðabankahópsins .
    Norðurlönd og Eystrasaltsríkin hafa með sér mjög náin samskipti um málefni Alþjóðabanka hópsins. Þau skipa sameiginlega stjórnarmenn í stofnanir bankans og reka sameiginlega skrifstofu sem er í bankanum í Washington DC. Samskipti við skrifstofuna eru náin, enda er það eitt af markmiðum hennar að þjónusta þau lönd sem að henni standa. Fyrirkomulag hins norræna sam starfs byggist á samræmingarstarfi sem fer fram með reglulegum símafundum, auk þess sem þrír embættismannafundir eru haldnir árlega. Löndin skiptast á um að halda slíka fundi og kom það í hlut Íslendinga í apríl sl. Þann fund sóttu 22 embættismenn frá sjö löndum, en Litháar sendu engan fulltrúa. Auk þess sótti aðalfulltrúi landanna í stjórn bankans fundinn og sérstakur gestur, Ali Bourhane, sem er aðalfulltrúi meira en 20 Afríkuríkja í stjórn bankans. Bourhane var boðið til fundarins að frumkvæði Íslendinga til að ræða ástand mála í Afríku og þá sérstaklega nýtt átak afrískra leiðtoga til að bæta opinbera þjónustu og stjórnskipulag.
    Sú ábyrgð, sem utanríkisráðuneytið hefur nú á sviði þróunarmála, gerir nýjar og auknar kröfur til starfsliðs þess. Af því tilefni hefur verið ráðinn einn nýr starfsmaður sem eingöngu mun sinna þróunarmálum er snúa að alþjóðlegum stofnunum, þar með talið Alþjóðabankanum og ýmsum þróunarstofnunum Sameinuðu þjóðanna.
    Á næsta ári er síðan komið að því að Íslendingar skipi í stöðu aðstoðarmanns til þriggja ára á skrifstofu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í bankanum, og að þeim tíma liðnum eiga þeir að skipa í stöðu ráðgjafa til tveggja ára. Að því loknu, eða árið 2003, kemur síðan að því að Ís lendingur setjist í stöðu aðalfulltrúa í stjórn bankans fram til ársins 2006. Af þessu er ljóst að utanríkisráðuneytið þarf að hafa á að skipa starfsliði er hefur þekkingu og reynslu af þróunarmál um og er fært um að taka að sér þau störf við stjórn Alþjóðabankans sem Ísland á tilkall til.

X.B.5 Skýrsla um þróunarsamvinnu Íslendinga .
    Fyrr á þessu ári skrifaði Jónas H. Haralz skýrslu um þróunarsamvinnu Íslendinga á vegum utanríkisráðuneytisins. Jónas hefur áralanga reynslu af þróunarmálum og sat m.a. sem aðalfulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans frá 1988 til 1991. Í skýrslunni kemur m.a. fram að upphæð framlaga til marghliða þróunarsamvinnu er oftast nær bundin samþykktum um þátttöku sem mið ast við þjóðartekjur og hefur Ísland ávallt greitt skilvíslega framlög sín til Alþjóðabankans. Hlut fallslega greiðir Ísland þó lægri upphæð til marghliða þróunarsamvinnu en flest lönd önnur. Ástæður þessa eru tvær. Í fyrsta lagi er Ísland ekki aðili að ýmsum marghliða stofnunum, þar á meðal þróunarbönkum í öðrum heimsálfum. Í öðru lagi hefur Ísland ekki lagt fram fé umfram skuldbindingar til alþjóðlegra stofnana, líkt og tíðkast í ríkum mæli, m.a. annars staðar á Norður löndunum. Um ástæður þessa segir í skýrslunni: „Áhugaleysi um aðild eða frjáls framlög skýrist svo aftur á móti af þeirri skoðun, að starfsemi þessara stofnana þjóni lítt íslenskum hagsmunum, og þá einkum að framlög skili sér ekki að neinu leyti aftur til landsins í kaupum á vöru eða þjón ustu, eins og þau gera að verulegu leyti til stærri landa.“
    Um framtíð marghliða þróunaraðstoðar segir í skýrslunni að ekki væri úr vöndu að ráða ef Íslendingar vildu auka framlag sitt til þessa málaflokks. Aukin framlög kæmu líklega í betri þarfir hjá Alþjóðaframfarastofnuninni en hjá nokkrum öðrum aðila. Þá er á það bent að aðild að Al þjóðlegu fjárfestingarábyrgðarstofnuninni gæti verið áhugaverð þar sem íslenskir fjárfestar í þró unarlöndunum gætu nýtt sér upplýsingar og tryggingar sem stofnunin hefur á boðstólum. Af svip uðum ástæðum gæti aðild að þróunarbönkum annarra heimsálfa verið áhugaverð.

XI. Hafréttar- og auðlindamál .
XI.A Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna og úthafsveiðisamningurinn .
    Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna, sem hefur að geyma gildandi þjóðarétt um nýtingu og verndun auðlinda hafsins, öðlaðist gildi 16. nóvember 1994. Aðilar samningsins eru nú rúm lega 100 talsins.
    Úthafsveiðisamningurinn, sem samþykktur var í ágúst 1995, fjallar um framkvæmd ákvæða hafréttarsamningsins um deilistofna og víðförula fiskstofna og hefur að markmiði að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu þessara stofna. Samningurinn skapar ramma um samstarf strand ríkja og úthafsveiðiríkja á vettvangi svæðisbundinna fiskveiðistofnana um verndun þessara stofna og stjórnun veiða úr þeim. Framkvæmd samningsins er í höndum slíkra stofnana. Sérstök réttindi strandríkja eru viðurkennd í samningnum. Ísland fullgilti úthafsveiðisamninginn í febrúar 1997, en alls höfðu 15 ríki gert það 1. október sl. Samningurinn öðlast gildi þegar 30 ríki hafa fullgilt hann.

XI.B Lögsögumörk .
    Sl. sumar náðist samkomulag milli Íslands annars vegar og Danmerkur og Grænlands hins vegar um afmörkun umdeilda hafsvæðisins norður af Kolbeinsey. Ágreiningur hafði verið uppi allt frá því að Íslendingar færðu lögsögu sína út í 200 sjómílur árið 1975. Þá ákváðu Íslendingar að nota Grímsey og Kolbeinsey sem viðmiðunarpunkta við afmörkun miðlínu milli Íslands og Grænlands, en Danmörk gerði fyrir hönd Grænlands fyrirvara við þessa ákvörðun. Ágreiningur inn hafði legið í láginni um nokkurt skeið en kom upp á ný í kjölfar loðnuveiða danskra skipa á umdeilda svæðinu sumarið 1996.
    Samkomulagið felur í sér viðurkenningu á fullum áhrifum Grímseyjar við afmörkunina og haf svæðið umdeilda vegna Kolbeinseyjar skiptist þannig að Íslendingar fá 30% í sinn hlut og Græn lendingar 70%. Telja verður þessa niðurstöðu vel viðunandi, enda var það mat íslenskra stjórn valda, að fengnu áliti innlendra og erlendra sérfræðinga á þessu sviði, að við fengjum ekki betri niðurstöðu í dómsmáli. Á næstu dögum verður gengið frá formlegum samningi milli aðila og mun hann ná til allrar miðlínunnar milli Íslands og Grænlands sem hefur verið yfirfarin af sérfræðing um landanna.
    Ekki hefur enn náðst samkomulag um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja, en samningaviðræðum um það mál verður haldið áfram.
    Nýverið gerðist Bretland aðili að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt lýstu bresk stjórnvöld því yfir að þau féllu frá tilkalli til 200 mílna fiskveiðilögsögu umhverfis klettinn Rockall þar sem hún samræmdist ekki ákvæðum samningsins. Gerðar hafa verið viðeigandi breytingar á bresku lögsögunni og er ágreiningur um mörk íslensku fiskveiðilögsögunnar í suðri nú úr sögunni.

XI.C Alþjóðlegar fiskveiðistofnanir, samstarf um verndun og veiðistjórn .
    Segja má að Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunin, NAFO, og Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndin, NEAFC, hafi fengið aukið hlutverk með tilkomu úthafsveiðisamningsins þar sem gert er ráð fyrir að stjórn veiða úr fiskstofnum sem ganga inn og út úr efnahagslögsögu ríkja fari fram innan slíkra svæðisstofnana.
    Undanfarin missiri hefur m.a. verið fjallað um stjórnun rækjuveiða á Flæmingjagrunni á vett vangi NAFO, en þar eiga Íslendingar hagsmuna að gæta, og á vettvangi NEAFC hefur verið haft samstarf um stjórnun úthafskarfaveiða og veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.
    Í mars 1996 var gert samkomulag á aukafundi aðildarríkja NEAFC um heildaraflamark og aflahlutdeild í úthafskarfaveiðum, en ekki tókst full samstaða um skipan mála. Bæði Rússar og Pólverjar mótmæltu ákvörðuninni og voru því samkvæmt reglum ráðsins ekki bundnir af henni. Á ársfundi NEAFC í nóvember sl. gerðu strandríkin Danmörk (fyrir hönd Færeyja og Grænlands) og Ísland enn á ný tillögu um heildaraflamark fyrir úthafskarfaveiðar fyrir árið 1997, alls 158 þús. lestir. Í tillögunni var einnig kveðið á um skiptingu aflaheimilda úthafskarfa þar sem hlutur Íslands var 45 þús. lestir, Rússa 41 þús., Grænlands 40 þús., Evrópusambandsins (ESB) 23 þús., Póllands 1 þús. og annarra ríkja 2 þús. lestir. Samkvæmt tillögunni lækka heimildir Rússa í 36 þús. lestir og heildaraflamark í 153 þús. lestir ef skiptingunni er formlega mótmælt.
    Tillagan hlaut stuðning Norðmanna og Evrópusambandsins, en Rússar og Pólverjar hafa enn með formlegum mótmælum lýst sig óbundna af þessari skipan. Einkum telja Rússar sinn hlut of lítinn í ljósi mikillar veiðireynslu sinnar og framlags til rannsókna, en einnig er því haldið fram að úthafskarfinn sé afar lítið innan lögsögu strandríkjanna tveggja og þeim beri því ekki að fá jafnhátt hlutfall og samkomulagið veitir þeim. Brýnt er að koma heildarstjórn á veiðarnar með fullri þátttöku allra aðila og er að því stefnt á ársfundi NEAFC í nóvember 1997.
    Í maí 1996 var gert samkomulag milli strandríkjanna fjögurra, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússlands, um samstarf um rannsóknir, stjórnun veiða og skiptingu aflaheimilda úr norsk-ís lenska síldarstofninum, en reynt hafði verið án árangurs að ná samningum við ESB um sameigin lega stjórn þessara mála. Samkomulag strandríkjanna um aflahlutdeild byggist einkum á rannsókn sérfræðinga á sögulegri dreifingu síldar, veiðisögu ríkjanna og framlagi til rannsókna. Gert er ráð fyrir í samkomulaginu að verði veruleg breyting á útbreiðslu síldar á komandi árum verði það lagt til grundvallar skiptingu aflahlutdeildar (svokallað þróunarákvæði).
    Í desember 1996 tókust að lokum samningar milli ESB og strandríkjanna fjögurra um heildar aflamark og hlutfallslega skiptingu veiða úr síldarstofninum fyrir vertíðina 1997, þar sem strand ríkin fjögur héldu innbyrðis aflahlutdeild en ESB fékk 8,3% hlutdeild í heildaraflamarki. Í mars 1997 var gengið frá samkomulagi innan NEAFC um veiðar utan lögsögu ríkjanna, þ.e. í síld arsmugunni svokölluðu. Á vertíðinni 1997 var heildaraflamark ákveðið 1,5 milljón lestir og var hlutdeild ríkja sem hér segir: Noregur 854 þús. lestir, Ísland 233 þús., Rússland 192 þús., Fær eyjar 82 þús., ESB 125 þús.; aðrir 2 þús. lestir. Öllum aðilum samkomulagsins var heimilt að veiða sinn hlut utan lögsögumarka, en jafnframt voru gerðir tvíhliða samningar milli ríkja um gagnkvæman aðgang að lögsögu, þar sem Íslendingar fá rétt til að veiða sinn hluta innan lögsögu Færeyja og Jan Mayen, og allt að 10 þús. lestir innan norskrar efnahagslögsögu norðan 62° n.br. með gagnkvæmum rétti Færeyinga og rétti Norðmanna til veiða á 166 þús. lestum af síld innan íslenskrar lögsögu. Þá var gerður samningur um heimild Rússa til veiða á 6,5 þús. lestum á tak mörkuðu svæði í austanverðri lögsögu Íslands.
    Í lok október var gengið frá samkomulagi fyrir vertíðina árið 1998 með sömu hlutfallslegu skiptingu og fyrr, en með nokkurri lækkun heildarkvóta samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna ráðsins. Í hlut Íslands koma því um 202 þús. tonn sem er ríflega 13% lægri kvóti en á síðasta ári.
    Á ársfundi NAFO sl. haust var ákveðið að beita áfram sóknarstýringu við rækjuveiðar á Flæmingjagrunni á næsta ári. Eins og á síðasta ári lýstu íslensk stjórnvöld yfir andstöðu við þetta fyrirkomulag og hafa boðað einhliða ákvörðun á heildaraflamarki fyrir íslensk skip á svæðinu á næsta ári sem tryggir nauðsynlega stjórn veiðanna. Þessi afstaða hefur hlotið skilning nágranna þjóða okkar. Enn greinir stjórnvöld á við meiri hluta aðildarríkja NAFO um fyrirkomulag eftir litsmála á Flæmingjagrunni þar sem hagkvæmnisjónarmiða hefur ekki gætt. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort sami háttur verði nú hafður á og á síðasta ári og eftirlitskerfinu formlega mótmælt, en áfram verður unnið að því að vinna sjónarmiðum Íslands brautargengi.
    Nokkuð skortir á að fyrrgreindar svæðisstofnanir séu í stakk búnar til að sinna miklvægu hlut verki sínu. Annars vegar er uppbygging þeirra ekki með þeim hætti að réttur þeirra ríkja sem hafa raunverulega hagsmuni af veiðum úr viðkomandi fiskstofnum sé nægjanlega tryggður. Hins vegar er það svo að ekki hefur verið búið nægjanlega vel að málum þannig að verulega skortir á skil virkni þessara stofnana. Á hið síðarnefnda einkum við um NEAFC. Til þess að bæta skilvirkni NEAFC hafa íslensk stjórnvöld boðið sérstaklega fram aðstoð sína, m.a. með því að stofnunin flytji aðsetur sitt til Reykjavíkur með sérstökum stuðningi og framlagi frá Íslandi. Ekki liggur fyr ir formleg afstaða aðildarríkja til þessarar tillögu.
    Efling svæðisstofnana og aðlögun þeirra að nýjum verkefnum er afar brýnt úrlausnarefni. Eftirlit með fjölþjóðlegum veiðum er afar mikilvægur þáttur í bættri skipan mála og hefur mikið verið unnið að því í báðum þessum stofnunum, m.a. í sérstakri vinnunefnd NEAFC sem hélt fund hér á landi í júlí 1997. Á vettvangi NAFO náðist árangur sl. haust þar sem aðildarríkin sam þykktu aðgerðir gegn veiðum ríkja sem stunduðu veiðar á flökkustofnum án samráðs við viðkom andi svæðisstofnun.

XI.D Aðrir samningar um fiskveiði- og sjávarútvegsmál .
    Á þessu ári hafa farið fram viðræður Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga um ástand sam eiginlegra grálúðu- og karfastofna og veiðar úr þeim. Stefnt er að gerð þríhliða samnings þessara strandríkja um stjórnun veiða, vernd þessara stofna og rannsóknir á þeim.
    Ákveðið hefur verið að segja upp loðnusamningnum milli Íslands, Grænlands og Noregs, en hann hefur verið í gildi frá árinu 1994 og mun gilda til 30. apríl á næsta ári. Uppsögn samningsins á sér stað nú svo að hægt verði að leiðrétta hlut Íslands, en ljóst er að forsendur samningsins eru brostnar þar sem útbreiðsla stofnsins hefur breyst. Samkvæmt núgildandi samningi er hlutdeild Íslands 78% af heildaraflamarki, en hlutdeild Grænlands 11% og hlutdeild Noregs 11%, en eftir 15. febrúar ár hvert fellur óveiddur hluti heildaraflamarks í hlut Íslands. Sérstök ákvæði eru um takmarkaðan aðgang að lögsögu Íslands, Grænlands og Jan Mayen. Það er vilji ríkisstjórnarinnar að hafa vinsamleg samskipti við Grænlendinga og Norðmenn um stjórn loðnuveiðanna og er stefnt að viðræðum á næstu vikum um nýjan loðnusamning.
    Samningaviðræður um þorskveiðar okkar í Barentshafi hafa enn ekki borið árangur og er það miður. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa sýnt vilja til að leysa þetta mál, en að okkar mati hefur hér nokkuð skort á hjá viðsemjendum okkar. Áfram verður haldið að leita leiða til samkomulags.
    Af framangreindu er ljóst að fram undan eru enn þá margvísleg vandasöm úrlausnarefni á sviði fiskveiði- og sjávarútvegsmála. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni vegna þess hve skilningur á samstarfi þjóða á þessu sviði eykst stöðugt. Mikilvægt er ávallt að hafa í huga að einungis með samstarfsvilja aðila næst góður árangur. Drög að samningi milli Íslands og Rúss lands frá því í ágúst sl. um samstarf á sviði rannsókna, veiða og viðskipta á sjávarútvegssviðinu eru ánægjulegur vitnisburður um framtíðarsamstarf nágranna sem mun koma báðum aðilum til góða er fram líða stundir.

XI.E Sjálfbær nýting lifandi auðlinda hafsins .
    Það er afdráttarlaus stefna Íslands að nýta beri á sjálfbæran hátt allar lifandi auðlindir hafsins, þar með talið hvali og seli, enda skipa sjávarspendýr stóran sess í lífríki íslenska hafsvæðisins. Í samræmi við ályktun ríkisstjórnarinnar frá því í maí sl., þar sem ítrekuð er sú stefna stjórnvalda að hefja skuli hvalveiðar hér við land að nýju, hafa farið fram viðræður við önnur ríki sem málið varðar. Fyrir dyrum standa könnunarviðræður íslenskra stjórnvalda við hófsöm ríki innan Al þjóðahvalveiðiráðsins (IWC) til að kanna hvort viðhorfsbreytingar til hvalveiða í atvinnuskyni, sem borið hefur á undanfarið, geti leitt til endurskoðunar á afstöðu Íslands til aðildar að ráðinu. Það er enn sem fyrr grundvallarforsenda aðildar Íslands að IWC að leyfðar verði hóflegar veiðar á hvölum í atvinnuskyni og að leyfð verði verslun með hvalafurðir, þó svo að hvorutveggja beri að vera undir ströngu eftirliti.
Neðanmálsgrein: 1
1 DSACEUR – Deputy Supreme Allied Commander Europe, ísl. þýð.: Aðstoðaryfirmaður sameiginlegs herafla NATO í Evrópu.
Neðanmálsgrein: 2
2 SACEUR – Supreme Allied Commander Europe, ísl. þýð.: Yfirmaður sameiginlegs herafla NATO í Evrópu.