Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 298 – 253. mál.



Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um stofnmat nytjafiska á Íslandsmiðum og við Noreg.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



1.      Er grundvallarmunur á upplýsingaöflun og aðferðum við að meta stofnstærð helstu fiskstofna á Íslandsmiðum annars vegar og við Noreg að Barentshafi meðtöldu hins vegar?
2.      Er þörf á að endurskoða vinnuaðferðir Hafrannsóknastofnunarinnar og efla fiskirannsóknir hér við land í ljósi nýlegrar reynslu Norðmanna af stofnstærðarmati þorsks í Bar entshafi?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Á fundi ráðgjafanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem haldinn var í Kaup mannahöfn í lok október 1997 var lagt til við norsk og rússnesk stjórnvöld að þorskkvóti í Barentshafi á árinu 1998 verði 514 þúsund tonn eða rúmlega 300 þúsund tonnum minni en gert er ráð fyrir árið 1997. Þessi tillaga hefur leitt til umræðu í Noregi um aðferðir þarlendis við stofnmat og stöðu hafrannsókna. Eðlilegt er að farið sé yfir hliðstæð efni hérlendis í ljósi reynslu Norðmanna og með hliðsjón af umfjöllun ICES. Með fyrirspurninni er engum getum leitt að því fyrir fram að hérlendis sé byggt á ótraustum grunni að því er stofnmat snertir.