Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 383 – 308. mál.Tillaga til þingsályktunarum rannsókn á áhrifum dragnótaveiða.

Flm.: Gísli S. Einarsson, Magnús Stefánsson, Guðjón Guðmundsson.     Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðherra að láta kanna áhrif dragnótaveiða á lífríki hafsins, sérstaklega hver áhrif dragnótaveiða eru á bolfisksstofna, viðkomu þeirra og afrakst ursgetu. Einnig verði kannað hvort ákveðin veiðisvæði við Ísland henti fremur til dragnóta veiða en önnur með tilliti til lífríkis á hafsbotni.

Greinargerð.


    Lengi hefur verið deilt um það, bæði á Alþingi og annars staðar, hvort dragnótaveiðar við Ísland og e.t.v. sérstaklega í Faxaflóa séu skaðlegar viðkomu bolfisksstofna á þessu svæði. Vitað er t.d. að á Faxaflóasvæðinu eru mikilvægar uppeldisstöðvar fyrir ýsu. Ekki verða þessar deilur útkljáðar nema nákvæmar rannsóknir fari fram hvað varðar réttmæti þessara veiða og réttmæti ber að skýra náttúrunni í hag.
    Rétt er að minna á að Faxaflóa var lokað 1952 fyrir veiðum með dragnót, en þá var svo komið að meira en 90% af þeirri ýsu sem veiddist í flóanum var þriggja ára eða yngri, þ.e. hver fiskur var um eða undir 300 gr. Áhrif lokunarinnar 1952 sögðu fljótlega til sín með því að hlutfall eldri fisks í ýsuaflanum varð marktækt hærra og ýsustofninn tók vel við sér. Á ár inu 1960 voru dragnótaveiðar aftur heimilaðar í Faxaflóa. Veiðarnar fóru að vísu hægt af stað en á árinu 1962 náðu þær hámarki. Þá var heildarafli í flóanum 10.539 tonn. Frá þeim tíma minnkaði afli dragnótabátanna og varð ekki nema 684 tonn á árinu 1968. Ýsustofninn hrundi í kjölfar þess að dragnótaveiðarnar hófust aftur að því er margir telja. Til skýringar má nefna að á haustvertíðinni á Akranesi 1962 var meðalýsuafli í róðri 3,7 tonn en minnkaði svo ár frá ári meðan dragnótaveiðar voru leyfðar og var svo komið að á haustvertíð 1970 var meðal ýsuafli í hverjum róðri aðeins um 700 kg.
    Árið 1971 töldu menn í óefni komið og voru dragnótaveiðar þá aftur bannaðar í Faxaflóa. Virðist ýsuafli aftur hafa farið stigvaxandi upp úr því. Þannig var meðalýsuafli í róðri frá Akranesi kominn upp í rúmlega tvö tonn árið 1980.
    Þegar veiðar með dragnót voru heimilaðar í Faxaflóa á nýjan leik að tillögu Alþingis árið 1979, í tilraunaskyni, fengu tveir bátar leyfi til veiðanna. Banninu var síðan formlega aflétt með breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands árið 1981. Bátunum hefur síðan fjölgað ár frá ári og nú er svo komið að á síðasta ári (1996) höfðu 14 bátar leyfi til dragnóta veiða í Faxaflóa. Margir telja þennan fjölda allt of mikinn. Bátarnir eru of margir til þess að um tilraunaveiðar geti verið að ræða.
    Það er bæði rétt og sanngjarnt að nýta kolastofninn við landið, en það verður að gerast þannig að hagkvæmt teljist. Ef bátarnir eru of margir að berjast um of lítinn afla verður af koma þeirra flestra léleg. Nauðsynlegt er að rannsaka ítarlega hugsanleg skaðleg áhrif þess ara veiða á viðkomu annarra tegunda í hafinu. Rökin fyrir því að veiðar með dragnót í Faxa flóa geti haft skaðleg áhrif eru því af ýmsum toga, en þau styðjast þó einkum við þá reynslu sem fjölmargir sjómenn hafa öðlast í starfi sínu um áratuga skeið. Sjómenn, sem stunda veiðar á smábátum við Ísland, hafa í gegnum árin talið sig sjá greinilega fylgni milli fiskigengdar á grunnslóð og þess hvort dragnótaveiðar hafa verið leyfðar eða ekki. Rök þeirra ber að skoða og kanna gildi þeirra. Það er einnig ákaflega mikilvægt að láta fara fram samanburðar rannsóknir á veiðum fyrir og eftir banntímabil þar sem heimildir eru til staðar til þess að af þeim megi ráða með nokkurri vissu hvort verið sé að skemma uppvaxtarskilyrði bolfisksins eða annarra tegunda. Við þessu verður að fást afgerandi svar. Það er vart unnt að leggja til dragnótaveiðar í þeim mæli sem þær eru stundaðar nú meðan á rannsóknum stendur, en álit fiskifræðinga verður að liggja fyrir ef á að halda þeim áfram eins og verið hefur síðustu ár.
    Rannsóknir þurfa að standa yfir í 4–6 ár. Á þeim tíma ætti að vera unnt að komast að full nægjandi niðurstöðum um áhrif þessara veiða. Rétt er að svæðið við Faxaflóa verði fyrst rannsakað en um það hafa hörðustu deilurnar staðið. Síðan verði veiðisvæðin rannsökuð hvert af öðru og gerður heildarsamanburður í samráði við hagsmunaaðila. Þannig verði t.d. sérstaklega hugað að ýsu- og þorskgengd í Faxaflóa og uppvaxtarskilyrðum ýmissa tegunda og áhrifum dragnótaveiða á þær. Deildar meiningar eru um það hvort veiðarnar séu skaðlegar viðkomu bolfisksstofna við Ísland. Mörg rök hafa verið sett fram sem styðja bann við drag nótaveiðum og enn önnur sem mæla með þeim. Engin leið er að fá úrskurð nema með rannsókn. Þjóð sem telur sig vera til fyrirmyndar í fiskveiðistjórnun verður að láta fara fram ítarlegar rannsóknir sem aflétta vafa varðandi þessa tegund fiskveiða sem og annarra. Það má minna á að dæmi voru um að menn réttlættu veiðar þorsks í nót á sínum tíma og töldu þær vera til bóta. Slíkt má aldrei henda aftur. Nauðsyn er að fá svar við því hvers vegna lúða er nánast horfin úr afla í Faxaflóa. Eru það línubátar, trollbátar eða dragnótabátar sem eiga sök á því? Úr því ætti að fást skorið með því að kanna aflasamsetningu þessara báta á sl. 5–7 árum. Það er þekkt að áður fyrr var algengt að snurvoðarbátar voru að koma með allt að tveimur tonnum á dag af smálúðu sem nú sést nánast ekki í afla þeirra, frekar en línubáta.