Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 400 – 316. mál.Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um laxveiðiferðir stjórnenda ríkisviðskiptabankanna og Seðlabanka.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Hve margar laxveiðiferðir hafa stjórnendur ríkisviðskiptabankanna og Seðlabanka farið árlega sl. fimm ár og hver var árlegur kostnaður við þær, sundurliðaður eftir útgjöldum við laxveiðileyfin annars vegar og öðrum útgjöldum hins vegar?
     2.      Hver var tilgangur og tilefni ferðanna, hverjir voru þátttakendur í þeim og hver tekur ákvörðun um slíkar ferðir?
     3.      Í hvaða laxveiðiár var farið og hve oft í hverja þeirra hvert árið um sig?
     4.      Hverjir eru leigutakar þessara laxveiðiáa?
    Svar óskast sundurliðað eftir bönkum.


Skriflegt svar óskast.