Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 403 – 319. mál.Fyrirspurntil heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um dánarbætur almannatrygginga.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á stuðningi almannatrygginga vegna andláts maka, á
            a.      dánarbótum og
            b.      ekkjulífeyri,
        undanfarin fimm ár?
     2.      Hversu margir hafa fengið greiðslur dánarbóta lengur en hefðbundna
            a.      sex mánuði og
            b.      átján mánuði fyrir barnafólk
        frá því að slíkar greiðslur voru heimilaðar?


Skriflegt svar óskast.