Ferill 31. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 445 – 31. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um sölu ríkiseigna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða ríkiseignir hafa verið seldar að einhverju eða öllu leyti frá 1991? Í svarinu óskast eignirnar tilgreindar hver fyrir sig og hvert ár fyrir sig.
     2.      Hvað var greitt fyrir eignirnar og hvernig? Í svarinu óskast hver eign tilgreind fyrir sig og jafnframt er farið fram á að greiðslan fyrir eignirnar sé á núvirði.
     3.      Samkvæmt hvaða heimildum voru eignirnar seldar? Var um að ræða heimildir í 6. gr. fjárlaga eða sérlögum um viðkomandi eignir?
     4.      Hvernig voru málin lögð fyrir Alþingi, í frumvarpsbúningi strax í upphafi eða í formi breytingartillagna við frumvörp til laga eða fjárlaga?

    Í töflu 1 eru taldar upp þær eignir sem fjármálaráðuneytið hefur selt fyrir hönd ríkissjóðs, flokkaðar eftir árum. Í henni kemur fram hvaða eignir er um að ræða, samkvæmt hvaða heim ildum þær hafa verið seldar, hvort málin voru lögð fyrir Alþingi í frumvarpsbúningi (F) eða í formi breytingartillagna (B), hvert söluverð þeirra var á verðlagi þess árs, hver eignarhlutur ríkisins var, hvert söluandvirði ríkishlutans var, hvernig það var greitt og að lokum hvert söluandvirði ríkishlutans er á verðlagi í desember 1997.
    Í töflu 2 eru taldar upp þær eignir sem stofnanir hafa selt sjálfar, flokkaðar eftir árum. Þar kemur fram hvaða stofnun selur, hvaða eign er seld, samkvæmt hvaða heimildum og í hvaða búningi málið var lagt fyrir Alþingi, á sama hátt og í töflu 1, hvert söluverð eignanna var á verðlagi þess árs, hvernig var greitt fyrir þær og hvert söluandvirðið er á núvirði.


(tafla 1, sex síður myndaðar)

(tafla 2, þrjár síður myndaðar)