Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 476 – 327. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1984, um Lífeyrissjóð bænda, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við 1. gr.
            a.      Í stað 1. málsl. efnismálsgreinar komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Sjóðfélagar skulu vera allir bændur og makar þeirra. Ef maki bónda er ekki aðili að búrekstri og á sjálfsagða fulla aðild að öðrum lífeyrissjóði er sjóðstjórn heimilt að veita undan þágu frá sjóðsaðild að Lífeyrissjóði bænda.
            b.      Í stað orðanna „enda séu bæði aðilar að búrekstri“ í niðurlagi greinarinnar komi: sbr. 2. málsl.
     2.      Á eftir 2. gr. komi ný grein er orðist svo:
                   2. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.
     3.      Við 3. gr., er verður 4. gr.
            a.      2. málsl. 2. efnismgr. falli brott.
            b.      Í stað orðanna „skal þá greiða“ í fyrri málslið 7. efnismgr. komi: er honum þá heimilt að greiða.