Ferill 275. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 498 – 275. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (ÁRÁ, StG, EOK, HjÁ, GHall, VE).



    Við 1. gr.
     a.      Inngangsmálsgrein orðist svo:
                   Í stað 2. mgr. 5. gr. laganna koma sex nýjar málsgreinar, svohljóðandi.
     b.      Í stað 1. málsl. 2. efnismgr. komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Þrátt fyrir 2. mgr. er heimilt að flytja leyfi skips til veiða með aflamarki, til annars skips sem er allt að 100 rúmmetrum stærra, að viðbættum 25%, en þó aldrei meira en 60% stærra en það skip sem veiðileyfi lætur. Sé skip stækkað með endurnýjun skv. 1. málsl. þessarar máls greinar eða því breytt skv. 2. málsl. 4. mgr. verður það ekki stækkað með endurnýjun fyrr en a.m.k. sjö ár eru liðin frá því að endurnýjunin eða breytingin átti sér stað.
     c.      3. efnismgr. orðist svo:
                  Óheimilt er að gera breytingar á skipi sem hefur leyfi til veiða með aflamarki þannig að rúmtala þess aukist nema flutt sé veiðileyfi af öðru skipi eða skipum sem eru jafnstór að rúmtölu og sem stækkuninni nemur. Þó er heimilt að breyta skipi sem hefur leyfi til veiða með aflamarki þannig að rúmtala þess aukist, hafi slíkar breytingar ekki verið gerðar á síðustu sjö árum eða skipið stækkað með endurnýjun skv. 3. mgr., enda aukist hún ekki um meira en 100 rúmmetra að viðbættum 25% en þó aldrei meira en 60%.
     d.      5. efnismgr. orðist svo:
                  Rúmmetrar sem ekki nýtast við flutning veiðileyfa milli skipa eða vegna stækkana falla niður.
     e.      Á eftir 5. efnismgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                  Ráðherra skal setja nánari reglur um endurnýjun fiskiskipa og skal þar meðal annars kveðið á um hvernig rúmtala skips skuli reiknuð.













Prentað upp.