Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 556 – 281. mál.



Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um þjónustugjöld fjármálastofn ana.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve há eru eftirfarandi þjónustugjöld hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, bönkum og sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum og stærstu lífeyrissjóðunum, auk Lánasjóðs íslenskra náms manna, eftir því sem við á:
     a.      lántökugjöld,
     b.      ítrekunargjöld vegna vanskila,
     c.      gjöld fyrir tilkynningar í tengslum við almenna innheimtu, svo sem greiðsluseðla,
     d.      gjöld fyrir greiðsluáskoranir,
     e.      gjöld fyrir nauðungarsölubeiðnir,
     f.      gjöld fyrir kröfulýsingar?


Lántökugjöld.
     Húsnæðisstofnun. Lántökugjald er 1% af veittum lánum úr Byggingarsjóði ríkisins og af fasteignaveðbréfum sem húsbréfadeild kaupir, en 0,5% af veittum lánum úr Byggingarsjóði verkamanna samkvæmt reglugerð um gjaldskrá stofnunarinnar. Lántökugjald er ekki tekið við yfirtöku nýrra greiðenda af fasteignaveðbréfum.
     Bankar og sparisjóðir. Almenna reglan hjá bönkum og sparisjóðum er að tekið er 2% lántökugjald. Sú regla er þó ekki án undantekninga, t.d. geta lántökugjöld verið önnur við kaup á raðgreiðslusamningum, á lánum í erlendri mynt og á bílalánum.
     Lífeyrissjóðir. Lántökugjald er á bilinu 1–2% hjá þeim lífeyrissjóðum sem leitað var til.
     Lánasjóður íslenskra námsmanna. Lántökugjald er 1,2% samkvæmt reglugerð um sjóðinn.

Ítrekunargjöld vegna vanskila.
     Húsnæðisstofnun. Veðdeild Landsbanka Íslands sendir ítrekunarbréf til skuldara húsnæðislána sem hafa ekki greitt af lánum sínum hjá Húsnæðisstofnun einum mánuði eftir gjald daga. Tekið er 360 kr. gjald vegna þessa, vegna lána beggja byggingarsjóðanna og húsbréfa deildar.
     Bankar og sparisjóðir. Í grófum dráttum má segja að gjaldtaka vegna ítrekunar sé þrenns konar. Í fyrsta lagi bætist 400–500 kr. vanskilagjald við fyrstu ítrekun á sjöunda degi van skila. Í öðru lagi bætist tvöfalt vanskilagjald eða 800–1.000 kr. við aðra ítrekun eftir mán aðarvanskil og í þriðja lagi bætist við um 1.800 kr. kostnaður vegna milliinnheimtu, gjarnan eftir tveggja til þriggja mánaða vanskil. Kostnaður við milliinnheimtu leggst þó aðeins á einu sinni en ekki við hvern gjalddaga. Milliinnheimta er eins konar millistig á milli útsendingar vanskilatilkynninga og þess að krafa er send til lögfræðings.
     Lífeyrissjóðir. Mjög misjafnt er hvert ítrekunargjaldið er hjá lífeyrissjóðum; allt frá því að taka engin slík gjöld upp í 450 kr.
     Lánasjóður íslenskra námsmanna. Ítrekunargjöld vegna vanskila eru 300 kr. í hvert skipti sem ítrekað er, þó að hámarki 600 kr. á hvern gjalddaga.

Göld fyrir tilkynningar í tengslum við almenna innheimtu, svo sem greiðsluseðla.
     Húsnæðisstofnun. Veðdeild Landsbanka Íslands innheimtir 195 kr. gjald fyrir hvern greiðsluseðil vegna sérhvers láns frá Húsnæðisstofnun.
     Bankar og sparisjóðir. Tekið er 320–355 kr. gjald fyrir hverja afborgun sem tilkynnt er með greiðsluseðli en 125–150 kr. gjald fyrir skuldfærslu.
     Lífeyrissjóðir. Tekið er 150–570 kr. gjald fyrir hverja tilkynningu hjá þeim sjóðum sem leitað var til.
     Lánasjóður íslenskra námsmanna. Tekið er 300 kr. tilkynningargjald af afborgunum lána sem tekin eru samkvæmt lögum nr. 21/1992, nema ef greitt er með beingreiðslum. Þá er ekk ert gjald tekið. Ekki er innheimt tilkynningargjald af eldri lánum.

Gjöld fyrir greiðsluáskoranir.
     Húsnæðisstofnun. Gjald fyrir greiðsluáskoranir nemur 4.500 kr. á hverja áskorun, auk virðisaukaskatts. Séu mörg húsnæðislán á sömu íbúð eru greiðsluáskoranir sendar vegna þeirra allra, en gjald aðeins tekið fyrir tvær þeirra í hvert sinn sem þær eru sendar til greið anda (samtals 9.000 kr.).
     Bankar og sparisjóðir. Gjald fyrir greiðsluáskoranir hjá bönkum og sparisjóðum er á bilinu 1.800–3.860 kr. auk virðisaukaskatts. Í sumum tilfellum eru kröfur sendar til innheimtu til lögfræðistofa sem innheimta þær samkvæmt eigin gjaldskrá.
     Lífeyrissjóðir. Gjald fyrir greiðsluáskoranir er mjög misjafnt; frá því að vera ekkert upp í 3.000 kr. auk virðisaukaskatts. Líkt og hjá bönkum er misjafnt hvernig lífeyrissjóðir standa að innheimtu krafna.
     Lánasjóður íslenskra námsmanna. Innheimta krafna fer ekki fram hjá sjóðnum. Gjald fyrir greiðsluáskoranir er 3.000 kr. auk virðisaukaskatts.

Göld fyrir nauðungarsölubeiðnir.
     Húsnæðisstofnun ríkisins. Gjald fyrir nauðungarsölubeiðnir er 2.000 kr. á hverja beiðni, auk virðisaukaskatts.
     Bankar og sparisjóðir. Gjaldið er á bilinu 2.828–3.860 kr. auk virðisaukaskatts hjá þeim bönkum og sparisjóðum sem sendu upplýsingar um þetta gjald.
     Lífeyrissjóðir. Gjaldið er á bilinu 2.000–3.100 kr. auk virðisaukaskatts hjá þeim lífeyrissjóðum sem sendu upplýsingar um þetta gjald.
     Lánasjóður íslenskra námsmanna. Gjaldið er 3.000 kr. auk virðisaukaskatts.

Gjöld fyrir kröfulýsingar.
     Húsnæðisstofnun ríkisins. Gjaldið er 5.000 kr. auk virðisaukaskatts.
     Bankar og sparisjóðir. Gjaldið er á bilinu 2.828–3.860 kr. auk virðisaukaskatts hjá þeim bönkum og sparisjóðum sem sendu upplýsingar um þetta gjald.
     Lífeyrissjóðir. Ekkert er innheimt fyrir kröfulýsingar hjá einum sjóði sem sendi inn upplýsingar en hjá öðrum var gjaldið á bilinu 2.000–3.521 kr. auk virðisaukaskatts.
     Lánasjóður íslenskra námsmanna. Gjaldið er 3.000 kr. auk virðisaukaskatts.