Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 574 – 359. mál.



Frumvarp til laga


         
um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



I. KAFLI


Gildissvið og skilgreiningar.


1. gr.


    Lög þessi taka til auðlinda í jörðu í landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni innan netlaga.
    Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.

2. gr.


     Eignarland merkir í lögum þessum landsvæði, þar með talið innan netlaga í stöðuvötnum og sjó, sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.
     Þjóðlendur merkja í lögum þessum landsvæði utan eignarlanda þótt einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi.
     Netlög merkir í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.
    Jarðefni
merkir í lögum þessum öll gosefni og önnur steinefni, málma, málmblendinga og málmsteindir, kol, jarðolíu, jarðgas og önnur nýtanleg efni sem finnast kunna í jörðu.
     Jarðhiti merkir í lögum þessum annars vegar jarðvarmaforða í bergi í jarðskorpunni og hins vegar stöðugan straum varma úr iðrum jarðar sem ekki telst grunnvatn.
     Grunnvatn merkir í lögum þessum vatn sem er neðan jarðar í samfelldu lagi og fyllir að jafnaði allt samtengt holrúm í viðkomandi jarðlagi, með hitastigi sem næst meðallagslofthita á staðnum og sem unnið er í öðrum tilgangi en að flytja varma til yfirborðs jarðar eða nýta staðarorku þess.

II. KAFLI


Eignarréttur að auðlindum.


3. gr.


    Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðu, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra.

III. KAFLI


Rannsóknir og leit.


4. gr.


    Iðnaðarráðherra er heimilt að hafa frumkvæði að og láta rannsaka og leita að auðlindum í jörðu hvar sem er á landinu og skiptir þá ekki máli þó að landeigandi hafi sjálfur hafið slíka rannsókn eða leit eða heimilað það öðrum, nema viðkomandi aðili hafi gilt rannsóknarleyfi samkvæmt lögum þessum. Með sama hætti getur ráðherra heimilað öðrum rannsóknir og leit og skal þá gefa út rannsóknarleyfi til viðkomandi.
    Nú fer leit eða rannsókn fram á vegum landeiganda og þarf þá ekki til þess leyfi ráðherra. Þó ber landeiganda að senda Orkustofnun áætlun og lýsingu á fyrirhuguðum borunum, sprengingum, gerð námuganga eða öðrum verulegum framkvæmdum í þessu skyni. Orku stofnun er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að setja landeiganda þau skilyrði sem nauð synleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum ástæðum eða ef ætla má að leit eða rann sóknir geti spillt vinnslu sem fram fer á svæðinu eða möguleikum til vinnslu síðar.

5. gr.


    Rannsóknarleyfi samkvæmt lögum þessum felur í sér heimild til þess að leita að viðkom andi auðlind á tilteknu svæði á leyfistímanum, rannsaka umfang, magn og afkastagetu hennar og fylgja að öðru leyti þeim skilmálum sem tilgreindir eru í lögum þessum og ráðherra telur nauðsynlega. Um veitingu leyfis, efni þess og afturköllun fer skv. VIII. kafla laga þessara.
    Ráðherra er heimilt í rannsóknarleyfi að veita fyrirheit um forgang leyfishafa að nýtingar leyfi í allt að tvö ár eftir að gildistíma rannsóknarleyfis er lokið og að öðrum aðila verði ekki veitt rannsóknarleyfi á þeim tíma.
    Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar Orkustofnunar.

IV. KAFLI


Nýting auðlinda.


6. gr.


    Nýting auðlinda úr jörðu er háð leyfi iðnaðarráðherra hvort sem það er til nýtingar auð linda í eignarlöndum eða í þjóðlendum með þeim undantekningum sem greinir í lögum þess um. Landeigandi hefur ekki forgang að nýtingarleyfi vegna auðlindar í eignarlandi sínu, nema hann hafi áður fengið útgefið rannsóknarleyfi.
    Nýtingarleyfi samkvæmt lögum þessum felur í sér heimild til handa leyfishafa til að vinna úr og nýta viðkomandi auðlind á leyfistímanum í því magni og með þeim skilmálum öðrum sem tilgreindir eru í lögum þessum og ráðherra telur nauðsynlega. Um veitingu leyfis, efni þess og afturköllun fer skv. VIII. kafla laga þessara.
    Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar Orkustofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar.

7. gr.


    Áður en nýtingarleyfishafi hefur vinnslu í eignarlandi þarf hann að hafa náð samkomulagi við landeiganda um endurgjald fyrir auðlindina eða fengið heimild til eignarnáms og óskað eftir mati samkvæmt ákvæðum 29. gr. Hafi ekki náðst samkomulag um endurgjaldið eða eignarnáms verið óskað innan 60 daga frá útgáfu nýtingarleyfis fellur það niður. Sama gildir ef nýting á grundvelli leyfisins er ekki hafin innan 3 ára frá útgáfu leyfisins. Ákvæði þetta á einnig við um nýtingu auðlinda í þjóðlendum.
    Hafi landeigandi sjálfur látið rannsaka auðlindir á eignarlandi sínu eða heimilað það öðr um en ekki hefur verið veitt nýtingarleyfi til nýtingar á viðkomandi auðlind í landi hans, getur landeigandi eða sá sem rannsóknirnar annaðist krafið nýtingarleyfishafa um sannanlegan kostnað vegna rannsóknanna, gegn afhendingu á niðurstöðum þeirra. Rísi ágreiningur um greiðsluna skal skorið úr því með mati skv. 29. gr.

V. KAFLI


Jarðefni.


8. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði III. og IV. kafla er heimilt án leyfis að rannsaka og hagnýta á eignarlandi berg, grjót, möl, leir, sand, vikur, gjall og önnur slík gos- og steinefni, svo og mold, mó og surtarbrand.

9. gr.


    Landeigandi má ekki undanskilja eignarlandi sínu rétt til jarðefna, nema með sérstöku leyfi ráðherra.

VI. KAFLI


Jarðhiti.


10. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 6. og 7. gr. er landeiganda heimilt án leyfis að hagnýta jarðhita í eignar landi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til ylræktar, iðnaðar og iðju, allt að 5 MW miðað við vermi sem tekið er úr jörðu á hverri sekúndu alls innan eignarlandsins. Landeig anda ber þó að tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar jarðboranir og aðrar meiri háttar fram kvæmdir vegna þessa. Orkustofnun er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að setja landeig anda þau skilyrði sem nauðsynleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum ástæðum.
    Um heimild til nýtingar á jarðhita til raforkuvinnslu fer samkvæmt ákvæðum orkulaga.

11. gr.


    Nú vill landeigandi ekki standa að hagnýtingu jarðhita sem hann ræður yfir, og er þá ábú anda heimilt að nýta jarðhita í eigin þágu á sinn kostnað, enda verði ekki af því spjöll á öðrum landsgæðum.
    Ábúandi má ekki hefja aðgerðir til hagnýtingar á jarðhita skv. 1. mgr. fyrr en úttektarmenn hafa staðfest að spjöll verði ekki af þeim og hann hefur eftir atvikum tilkynnt um ráðagerðir sínar skv. 2. mgr. 4. gr., 1. mgr. 10. gr. og 14. gr.
    Hafi ábúandi nýtt sér heimild skv. 1. mgr. er landeiganda ekki skylt við brottför hans að leysa til sín mannvirki sem hafa verið gerð til að hagnýta jarðhita í öðru skyni en til heimilis- og búsþarfa. Um mat á innlausnarverði skal fara samkvæmt ábúðarlögum.

12. gr.


    Landeigandi má ekki undanskilja eignarlandi sínu jarðhitaréttindi, nema með sérstöku leyfi ráðherra. Um sölu ríkisjarða eða jarða í eigu opinberra stofnana eða sjóða gilda þó ákvæði jarðalaga.
    Um sölu jarða, er jarðhitaréttindi fylgja, fer eftir ákvæðum jarðalaga, þó þannig að ríkis sjóður skal hafa forkaupsrétt að þeim aðilum frágengnum sem hann er veittur með þeim lög um eða við sölu jarðar frá sveitarfélagi.

13. gr.


    Sveitarfélag skal hafa forgangsrétt til nýtingarleyfa vegna jarðhita innan marka sveitarfé lagsins vegna þarfa hitaveitu sem rekin er í sveitarfélaginu.

VII. KAFLI


Grunnvatn.


14. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 6. og 7. gr. er landeiganda heimilt án leyfis að hagnýta grunnvatn í eign arlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til fiskeldis, iðnaðar og iðju, allt að 100 ltr./sek. Landeiganda ber þó að tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar jarðboranir og aðrar meiri háttar framkvæmdir vegna þessa. Orkustofnun er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að setja landeiganda þau skilyrði sem nauðsynleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum ástæðum eða ef ætla má að boranir geti spillt nýtingu sem fram fer á svæðinu eða möguleik um til nýtingar síðar.

15. gr.


    Sveitarfélag skal hafa forgangsrétt til nýtingarleyfa vegna grunnvatns innan marka sveit arfélagsins vegna þarfa vatnsveitu sem rekin er þar.

VIII. KAFLI


Skilyrði við veitingu leyfa, efni þeirra og afturköllun.


16. gr.


    Í umsóknum um rannsóknar- og nýtingarleyfi skal koma skýrt fram hver tilgangur sé með öflun leyfis ásamt ítarlegum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir umsækjanda eftir nánari ákvörðun ráðherra.

17. gr.


    Við veitingu nýtingarleyfa skal þess gætt að nýting auðlinda í jörðu sé með þeim hætti að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða, nýting auðlindanna sé hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði og tekið sé tillit til nýtingar sem þegar er hafin í næsta nágrenni. Telji ráðherra að umsækjandi um nýtingarleyfi uppfylli ekki þessar kröfur getur ráðherra synjað um nýtingar leyfi eða sett sérstök skilyrði í nýtingarleyfi af þessu tilefni.

18. gr.


    Í rannsóknar- og eða nýtingarleyfi skal m.a. tilgreina:
     1.     Að samþykktir leyfishafa, ef um félag er að ræða, séu viðurkenndar af ráðherra.
     2.     Tímalengd leyfis, sérákvæði um hvenær starfsemi skuli hefjast í síðasta lagi og hvenær henni skuli vera lokið.
     3.     Staðarmörk svæðis.
     4.     Til hvaða auðlinda samkvæmt lögum þessum leyfið tekur, ákvæði um magn og nýtingarhraða.
     5.     Að Orkustofnun samþykki frumdrætti að fyrirhuguðum mannvirkjum.
     6.     Upplýsinga- og tilkynningaskyldu leyfishafa og skyldu til afhendingar á sýnum.
     7.     Öryggis- og umhverfisverndarráðstafanir.
     8.     Kaup vátrygginga vegna hugsanlegrar skaðabótaábyrgðar leyfishafa.
     9.     Eftirlit og greiðslu kostnaðar af eftirliti.
     10.     Greiðslu leyfisgjalds til að mæta kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfis.
     11.     Hvernig skuli ráðstafa vinnslumannvirkjum og vinnslutækjum að leyfistíma loknum.
     12.     Frágang á starfsstöðvum og landi sem breytt hefur verið við rannsókn eða nýtingu.

19. gr.


    Iðnaðarráðherra er heimilt að auglýsa í einu lagi eftir umsóknum um rannsóknarleyfi skv. 4. gr. á tilteknu landsvæði. Á sama hátt er ráðherra heimilt að auglýsa eftir umsóknum um nýtingarleyfi skv. 6. gr.

20. gr.


    Ráðherra getur afturkallað leyfi samkvæmt lögum þessum ef skilyrðum þeirra er ekki full nægt. Nú hlítir leyfishafi ekki skilyrðum þeim sem sett eru í leyfinu eða samningum sem tengjast leyfinu og skal þá ráðherra veita honum skriflega aðvörun og frest til úrbóta. Sinni leyfishafi ekki slíkri aðvörun skal afturkalla leyfið.
    Heimilt er að afturkalla leyfi ef bú leyfishafa er tekið til gjaldþrotaskipta eða hann leitar nauðasamninga.

IX. KAFLI


Vernd og eftirlit með vinnslusvæðum, upplýsingagjöf,


meðferð upplýsinga o.fl.


21. gr.


    Orkustofnun annast eftirlit með leitar- og vinnslusvæðum jarðefna og jarðhitasvæðum, svo og vinnslusvæðum grunnvatns þar sem leyfi skv. 4. eða 6. gr. hefur verið veitt. Orku stofnun gefur iðnaðarráðherra skýrslu um framkvæmd leitar, rannsókna og vinnslu sam kvæmt nánari fyrirmælum sem ráðherra setur með reglugerð.

22. gr.


    Handhafi rannsóknar- eða nýtingarleyfis skal eigi sjaldnar en árlega og við lok leyfistíma senda Orkustofnun skýrslu þar sem fram koma upplýsingar um niðurstöður leitar og rann sókna, upplýsingar um eðli og umfang auðlinda, heildarmagn og mat á verðmæti auðlindar sem nýtt hefur verið og fleiri atriði samkvæmt nánari ákvæðum í viðkomandi leyfi. Þá skal leyfishafi senda sýni af jarðfræðilegum efnum óski Orkustofnun þess.
    Við jarðboranir, sem framkvæmdar eru samkvæmt lögum þessum, þar með taldar jarðbor anir landeiganda, skal færa dagbók er gefi upplýsingar um jarðlög, gerð þeirra og dýpi, hvenær vatn eða gufa kemur í holuna, hitastig og önnur atriði sem nánar skal ákveða í reglum sem ráðherra setur að fengnum tillögum Orkustofnunar. Skylt er að láta Orkustofnun í té afrit af dagbókinni eigi síðar en einum mánuði eftir að borun er lokið. Orkustofnun getur krafist þess að berg- og jarðvegssýnishorn séu varðveitt. Ef Orkustofnun mælir svo fyrir er leyfis hafa jarðborunar skylt að tilkynna henni þegar í stað er heitt vatn eða gufa kemur upp eða eykst í borholu. Ef verðmæt jarðefni finnast við jarðborun skal þegar í stað tilkynna það til Orkustofnunar.

23. gr.


    Upplýsingar, sem veittar eru Orkustofnun eða öðrum opinberum aðilum samkvæmt lögum þessum, svo og niðurstöður rannsókna á innsendum sýnum, skulu bundnar trúnaði á gildis tíma leyfis og framlengingar þess og forgangsréttartíma eins og hann er ákveðinn í 2. mgr. 5. gr., svo og á gildistíma nýtingarleyfis sem veitt er rannsóknarleyfishafa í kjölfar rannsókn arleyfis, nema annað sé sérstaklega ákveðið í leyfinu.
    Upplýsingar, sem leyfishafi veitir Orkustofnun samkvæmt lögum þessum, skulu vera í vörslu stofnunarinnar. Nú er trúnaðarskylda skv. 1. mgr. fallin niður, og er Orkustofnun þá heimilt að láta umræddar upplýsingar í té eða nýta þær í þágu frekari leyfisveitingar.

24. gr.


    Óheimilt er að spilla jarðhitasvæðum eða grunnvatni hvort sem það er með ofaníburði, framræslu eða með öðrum hætti. Ekki má breyta farvegi þess vatns er frá jarðhitasvæði renn ur, nema talið sé nauðsynlegt til varnar landi eða landsnytjum eða til þeirrar hagnýtingar jarð hita sem heimil er að lögum. Verði ágreiningur um þetta atriði skal afla mats dómkvaddra manna um það.
    Mannvirki öll til hagnýtingar á auðlindum skulu þannig úr garði gerð að af þeim stafi hvorki hætta né veruleg óþægindi fyrir umferð eða spjöll á eign annars manns, nema honum sé skylt að hlíta því samkvæmt lögum eða samningum.
    Þegar notkun borhola er hætt skal leyfishafi eða eigandi þeirra loka þeim og merkja.

25. gr.


    Aðilar, sem vinna jarðhita eða grunnvatn úr jörðu, skulu haga vinnslu sinni með þeim hætti að nýting verði sem best þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi skal m.a. ekki tek inn meiri jarðvarmi eða vatn en þörf er. Borunum skal hagað þannig að þær takmarki sem minnst frekari nýtingu síðar.

26. gr.


    Landeiganda eða umráðamanni lands er skylt að veita rannsóknarleyfishöfum samkvæmt lögum þessum óhindraðan aðgang að eignarlandi því sem í hlut á. Þá er landeiganda og um ráðamanni lands skylt að veita nýtingarleyfishöfum aðgang að því landi sem nýtingarleyfið tekur til, en þó ekki fyrr en leyfishafi hefur náð samkomulagi við landeiganda um endurgjald fyrir auðlindir eða eignarnám farið fram og umráðataka samkvæmt því.
    Ber landeiganda eða umráðamanni skv. 1. mgr. að hlíta hvers konar afnotum af landi, tak mörkun á umráðarétti og óþægindum sem nauðsynleg eru vegna rannsóknar eða nýtingar á auðlind í samræmi við viðkomandi leyfi.
    Við nýtingu eða rannsóknir á auðlindum í jörðu skulu landeigendur og leyfishafar sam kvæmt lögum þessum gæta þess að framkvæmdir valdi hvorki mönnum, munum né búpen ingi hættu eða skaða. Jafnframt skulu landeigendur og leyfishafar gæta þess að valda ekki mengun og spjöllum á lífríki. Sama gildir um frágang nýtingarsvæðis ef nýting leggst af.

27. gr.


    Komi upp ágreiningur milli rétthafa um nýtingu auðlindar, sem ekki fæst jafnaður, t.d. ef landamerki tveggja eða fleiri rétthafa liggja þannig að nýting auðlindar verður ekki aðskilin, skal afla mats dómkvaddra matsmanna um hvernig hagkvæmast er að hagnýta auðlindina og hver sé hlutfallslegur réttur hvers og eins til nýtingar.

X. KAFLI


Eignarnáms- og bótaákvæði.


28. gr.


    Nú veitir iðnaðarráðherra öðrum en landeiganda leyfi til að leita að og rannsaka auðlind innan eignarlands, og getur landeigandi þá krafist bóta vegna tjóns sem hann verður sannan lega fyrir af þeim sökum vegna röskunar eða skemmda á landi og mannvirkjum. Náist ekki samkomulag um bætur skal ákveða þær með eignarnámsmati.

29. gr.


    Nú hefur iðnaðarráðherra veitt aðila nýtingarleyfi vegna auðlinda í eignarlandi, en leyfis hafi nær ekki samkomulagi við landeiganda um þau atriði sem nýtingarleyfið tekur til, þar með talið um endurgjald fyrir auðlind, og getur iðnaðarráðherra þá tekið þær auðlindir eign arnámi ásamt nauðsynlegu landi, mannvirkjum, aðstöðu til vinnslu auðlindanna og öðrum réttindum landeiganda að því leyti sem nauðsyn ber til svo að leyfið geti komið að notum. Ráðherra afhendir leyfishafa þau verðmæti sem tekin eru eignarnámi. Leyfishafi ber allan kostnað af eignarnáminu.
    Ráðherra er heimilt að ákveða að ríkið taki eignarnámi auðlindir í jörðu sem fylgja eignar landi, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum, ef þess reynist þörf til að koma við nýtingu þeirra eða koma í veg fyrir að nýting þeirra spilli fyrir hagnýtingu sömu auðlindar utan land areignarinnar.
    Ráðherra getur heimilað sveitarfélagi að taka eignarnámi auðlindir sem fylgja eignarlandi, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum, ef brýna nauðsyn ber til vegna almannahagsmuna í sveitarfélaginu.
    Ef eignarnám skv. 1.–3. mgr. á hluta af eignarlandi hefur í för með sér verulega rýrnun þess að öðru leyti á landeigandi rétt á að eignarnámið verði látið ná til þess í heild sinni.

30. gr.


    Þegar ákvörðun um eignarnám skv. 29. gr. liggur fyrir skal landeigandi segja til um það innan 45 daga hvort hann óskar eftir að endurgjald fyrir auðlindirnar verði metið sem bætur sem greiðast í einu lagi eða sem árleg greiðsla meðan vinnsla auðlindar samkvæmt nýtingar leyfi stendur yfir. Meta skal sérstaklega bætur vegna annars en endurgjalds fyrir auðlindina.
    Óski landeigandi eftir því að fá bætur greiddar sem árlega greiðslu skal sú greiðsla ákveð in með eignarnámsmati og vera ákveðinn hundraðhluti eða önnur fast ákveðin eining miðað við verðmæti á tilteknu vinnslustigi. Heimilt er að tengja endurgjald að nokkru eða öllu leyti við afkomu viðkomandi vinnslu. Ákveða skal í matinu gjalddaga greiðslunnar, hvort og þá hvernig hún skuli breytast eða endurskoðuð. Landeigandi getur krafist þess að sett sé trygg ing fyrir hinni árlegu greiðslu og skal úrskurða um þá kröfu í matinu og form tryggingar.
    Framkvæmd eignarnáms á grundvelli þessara laga fer eftir almennum reglum. Við ákvörð un eignarnámsbóta skal taka sérstakt tillit til óvissu um auðlindina og kostnaðar af leit og vinnslu.


XI. KAFLI


Ýmis ákvæði.


     31. gr.


    Iðnaðarráðherra hefur heimild til að semja við nýtingarleyfishafa um endurgjald fyrir auð lindir í eignarlöndum ríkisins að höfðu samráði við þann aðila sem fer með forræði eignarinn ar.
    Til nýtingar á auðlindum í þjóðlendum þarf auk leyfis samkvæmt þessum lögum, leyfi samkvæmt ákvæðum laga um þjóðlendur o.fl. Um samninga um endurgjald fyrir auðlindir í þjóðlendum og leigu fyrir nauðsynlegt land og önnur réttindi sem leyfishafi þarf til að hag nýta auðlind í þjóðlendum sem leyfið tekur til fer eftir reglum laga um þjóðlendur o.fl.

32. gr.


    Leyfi samkvæmt lögum þessum eru ekki framseljanleg né má setja þau til tryggingar fjár skuldbindingum nema með leyfi ráðherra.
                             

33. gr.


    Iðnaðarráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.

34. gr.


    Brot gegn lögum þessum varða sektum, nema þyngri refsingu varði samkvæmt öðrum lög um. Dæma má jafnt lögaðila sem einstakling til greiðslu sekta vegna brota á lögum þessum. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verði sönnuð á starfsmann lögaðilans.

35. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Um leið falla úr gildi námulög, nr. 24/1973, og III. og VII. kafli orkulaga, nr. 58/1967.
    Leyfi, sem veitt eru samkvæmt lögum nr. 24/1973 og eru í gildi við gildistöku laga þess ara, halda gildi sínu. Samningar um gjaldtöku vegna nýtingar á auðlindum, sem gerðir eru fyrir gildistöku laga þessara, halda gildi sínu.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Ríkisstjórnin ákvað í október 1995 að fela sérstökum vinnuhópi að vinna að samningu frumvarpa til laga um eignarhald á auðlindum í jörðu og rétt til virkjunar fallvatna. Voru þá hafðar í huga þær tillögur sem fram höfðu komið á Alþingi um þessi mál síðustu áratugi og einnig frumvörp sem samin höfðu verið í iðnaðarráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Auk þess sem deilt hefur verið um hvaða leiðir beri að fara um skipan eignarréttar að auðlindunum hefur verið uppi ágreiningur um hvort þær tillögur sem fram hafa komið hafi farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttar. Verkefni vinnuhópsins var að huga að því hvort búa mætti frumvörp um þessi mál í þann búning að sem víðtækust samstaða gæti tekist um efni þeirra. Með bréfi iðnaðarráðherra 24. nóvember 1995 voru eftirtaldir skipaðir í vinnuhópinn: Stefán Guðmundsson alþingismaður, formaður, Sturla Böðvarsson alþingis maður, Páll Gunnar Pálsson lögfræðingur og Tryggvi Gunnarsson hæstaréttarlögmaður.
    Frumvarp það sem hér er lagt fram er afrakstur þessarar vinnu. Það var lagt fram til kynn ingar á 121. löggjafarþingi.

Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpinu er farin sú leið að skipa í einn lagabálk reglum um allar auðlindir í jörðu, hvort sem um er að ræða í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi. Helstu efnisatriði frumvarps ins eru:
—    Eignarréttur að auðlindum í eignarlöndum og innan netlaga í vötnum og sjó verði í höndum landeiganda.
—    Lýst er yfir eignarrétti ríkisins á auðlindum í jörðu utan eignarlanda, þ.e. þjóðlendum. Slík regla hefur verið í lögum um jarðefni, en ákvæði um jarðhita, grunnvatn og aðrar auðlindir í jörðu eru nýmæli.
—    Sömu reglur gildi almennt um eignarrétt, leit, rannsóknir, nýtingu og leyfi opinberra yfirvalda í þeim efnum. Iðnaðarráðherra fari með veitingu rannsóknar- og nýtingarleyfa en Orkustofnun verði falin stjórnsýsluverkefni á þessu sviði.
—    Iðnaðarráðherra í umboði ríkisins verði heimilt að hafa frumkvæði að og láta leita að auðlindum í jörðu hvar sem er á landinu, jafnt innan sem utan eignarlanda og hvort sem landeigandi sjálfur hefur hafið slíka rannsókn eða heimilað hana öðrum, nema sá aðili hafi áður fengið rannsóknarleyfi. Ráðherra getur með sama hætti heimilað öðrum að annast slíkar rannsóknir. Er þetta hliðstæð regla og er í núgildandi lögum um heimild til ríkisins til að láta leita að jarðefnum og jarðhita hvar sem er á landinu.
—    Nýting auðlinda úr jörðu séu háð leyfi iðnaðarráðherra hvort sem það er til nýtingar auðlinda í eignarlöndum eða utan þeirra. Í frumvarpinu felst þó að landeiganda verði heimilt að nýta á eignarlandi sínu grjót, möl, leir, sand, vikur, gjall og önnur slík gos og steinefni, svo og mó, mold og surtarbrand. Þá verði honum heimilt að nýta jarðhita og grunn vatn í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa innan tiltekinna marka. Til þess að nýta jarðefni, svo sem málma, jarðolíu og jarðgas, svo og jarðhita og grunnvatn yfir hinum tilteknu mörkum, þarf landeigandi hins vegar nýtingarleyfi frá ráðherra.
—    Sveitarfélag hafi forgang til nýtingarleyfa vegna grunnvatns og jarðhita innan marka sveitarfélags vegna þarfa þess og því tryggður réttur til umsagnar áður en nýtingarleyfi eru veitt. Enn fremur geti ráðherra heimilað sveitarfélagi að taka eignarnámi auðlindir ef brýna nauðsyn ber til vegna almannahagsmuna í sveitarfélaginu, óháð því hvort við komandi réttindi eru innan marka sveitarfélagsins eða ekki.
—    Ráðherra hafi heimild til að taka auðlindir eignarnámi ásamt öðrum réttindum sem nauðsynleg eru til að nýtingarleyfi komi að notum.
—    Landeigandi fái fullt endurgjald fyrir auðlind í hans eigu sem nýtt er af öðrum. Ef auðlind er tekin eignarnámi hafi landeigandi val um það hvort endurgjald fyrir þær verði metið sem bætur sem greiðist í einu lagi eða árleg greiðsla meðan vinnsla auðlindar stendur yfir sem ákveðin yrði sem ákveðin eining miðað við verðmæti á tilteknu vinnslu stigi.
    Þá eru í frumvarpinu ákvæði um skilyrði fyrir veitingu leyfa, vernd og eftirlit með vinnslu svæðum, meðferð upplýsinga og fleira.

Eignarréttur að auðlindum í jörðu í eignarlandi.
    Þótt ekki hafi verið sett heildstæð lög um eignarrétt á auðlindum í jörðu hefur í löggjöf ver ið byggt á því að þær fylgi eignarlandi en hagnýtingu þeirra sett almenn takmörk. Skv. 1. gr. námulaga, nr. 24/1973, fylgir landareign hverri réttur til hagnýtingar hvers konar jarðefna sem þar finnast í jörðu. Þá segir í 12. gr. orkulaga, nr. 58/1967, að landareign hverri fylgi rétt ur til umráða og hagnýtingar jarðhita úr landareigninni, með þeim takmörkum sem lögin til greina. Samkvæmt lögunum er landeiganda veittur víðtækur hagnýtingarréttur. Ekki er í lög um kveðið sérstaklega á um grunnvatnsréttindi en litið hefur verið svo á að grunnvatn tilheyri eignarlandi. Þá hafa landeigendum verið ákvarðaðar bætur fyrir þessi réttindi, einkum jarð hita, með samningum, við eignarnám og fyrir dómstólum.
    Á síðustu áratugum hafa ítrekað verið lögð fram frumvörp um eignarhald á jarðhita, bæði þingmannafrumvörp og stjórnarfrumvörp, sem miðað hafa að því að takmarka umráða- og hagnýtingarrétt landeiganda ýmist við ákveðið hitastig eða dýpt. Þau frumvörp hafa ekki hlotið afgreiðslu. Sérstaklega hefur verið dregið í efa að forsendur séu til þess að skilja eign arrétt að tilteknum auðlindum bótalaust frá eignarráðum sem fylgt hafa eignarlandi eða gera í því efni mun á jarðhita eftir hitastigi. Telja verður að slík tilhögun fái tæpast staðist ákvæði stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttar, einkum þegar litið er til þeirra viðhorfa sem mótast hafa til eignarréttinda hér á landi og fylgt hefur verið við mótun löggjafar og í framkvæmd t.d. við ákvörðun bóta við eignarnám á jarðhitaréttindum og við frjálsa samninga um slík rétt indi.
    Enn fremur verður ekki talið að fyrir hendi séu þeir hagsmunir sem knýi á um að skipta jarðhitasvæðum í lághita- og háhitasvæði, auk þess sem sú skipting er bundin tæknilegum annmörkum. Við athugun á þekktum háhitasvæðum verður að ætla að þau séu að verulegu leyti utan eignarlanda, eða í eignarlöndum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Sem rök fyrir því að ætla ríkinu eignarráð háhita hefur það sjónarmið verið uppi að vinnsla slíks jarðhita væri kostnaðarsamari en svo að það væri almennt á færi einkaaðila að leggja út í slíka vinnslu. Þó að vissulega megi telja að slíkt kunni að eiga við í ýmsum tilvikum er þó ekki ástæða til ann ars en ætla að fyrirtæki á sviði stóriðnaðar og aðrir fjársterkir aðilar væru í hliðstæðri aðstöðu til að virkja slík háhitasvæði og þá á grundvelli samninga við viðkomandi rétthafa. Fyrir ligg ur og það fordæmi að fyrir ekki mörgum árum voru landeigendum greiddar bætur samkvæmt mati fyrir jarðhita á háhitasvæði á Suðurnesjum í þágu hitaveitu þar. Það ber hins vegar að hafa í huga að mikill kostnaður við virkjun jarðhita á háhitasvæði á almennt að hafa áhrif til lækkunar við mat á endurgjaldi fyrir slík réttindi, þegar þau eru metin t.d. vegna eignarnáms, á grundvelli þess verðs sem ætla má að slík réttindi hafi í frjálsri sölu.
    Öll flokkun jarðhita eftir hitastigi eða dýpt er og þeim annmörkum háð að erfitt getur reynst að staðreyna mörk milli flokka, auk þess sem tækniþróun á þessu sviði veldur því að flokkunarmörk, sem nú byggja á tilteknum rökum, geta verið úrelt að fáum árum liðnum. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að nýta auðlindir á meira dýpi. Landeig andi getur því í dag nýtt sér auðlindir sem honum var áður ókleift að nýta vegna ónógrar tækniþekkingar eða mikils kostnaðar. Skil milli eignarréttar verða því trauðla byggð á slíkum mörkum til langframa.
    Með hliðsjón af þessu er því lagt til að staðfest verði sú regla sem í raun hefur verið fylgt við túlkun eignarréttar, að eignarlandi fylgi réttur til auðlinda sem þar finnast.

Eignar- eða umráðaréttur yfir auðlindum í jörðu utan eignarlanda.
    Í námulögum er staðfest að ríkið eigi rétt til jarðefna utan eignarlanda. Ekki er hins vegar að finna sambærileg lagaákvæði um rétt ríkis til jarðhita eða grunnvatns utan eignarlanda.
    Við undirbúning vatnalaga, nr. 15/1923, var mjög fjallað um atriði er vörðuðu eignarrétt að afréttum og almenningum. Milliþinganefnd sem starfaði á árunum 1917–19, svokallaðri fossanefnd, var falið að gera úttekt á eignarrétti og vatnsréttindum, og skilaði hún tveimur frumvörpum til vatnalaga sem hvorugt var samþykkt. Þótt nefndin hafi klofnað vegna ágrein ings um það grundvallaratriði hvernig eignarrétti að vatni væri háttað var hún í meginatriðum sammála um að vatnsréttindi á almenningum og afréttum utan eignarlanda væru ríkiseign. Umræðan á þingi snerist um það hvernig fara skyldi með afrétti sem kynnu að vera undir orpnir beinum eignarrétti. Svo fór að í þingsályktun frá 1919 var því sleppt að fjalla um afrétti sérstaklega. Einungis er skorað á landsstjórnina að lýsa alla vatnsorku í almenningum eign ríkisins. Í meðförum á þingi var ályktunin þó skýrð svo að tryggja bæri ríkinu vatnsréttindi í almenningum og afréttum sem ekki gætu talist eign einstakra jarða eða sveitarfélaga. Á þessum tíma átti sú skoðun almennu fylgi að fagna að land, sem ekki væri undirorpið beinum eignarrétti, væri ríkiseign. Sú skoðun er hins vegar ekki í samræmi við niðurstöður íslenskra dómstóla sem nú liggja fyrir.
    Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1981 um eignarréttarkröfu ríkissjóðs að Landmannaafrétti er tekið á þessu atriði. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á eign arrétt ríkisins með fullnægjandi rökum, en hreppum þeim, sem töldu sig hafa rétt til afréttar ins, hafði í dómsmáli á sjötta áratugnum mistekist að sýna fram á fullan eignarrétt yfir afrétt inum. Þá segir í dóminum: „Hins vegar verður að telja, að handhafa ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landsvæðis þess, sem hér er um að ræða  . . . “. Hæstiréttur undirstrikar enn fremur þörfina á að setja lagaákvæði um þetta atriði og segir að „Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni, þó það hefði verið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvaldsins um málefnið“.
    Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignar landa, þjóðlendna og afrétta þar sem lagt er til að kveðið verði á um að ríkið sé eigandi lands og hvers konar auðlinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti, en með þjóðlendum er átt við landsvæði utan eignarlanda þótt einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Þar er einnig að finna ákvæði um með hvaða hætti eigi að skera úr um mörk á eignarlöndum og þjóðlendum. Í samræmi við þetta er í þessu frum varpi lagt til að kveðið verði á um að ríkið sé eigandi að auðlindum utan eignarlanda, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um I. kafla.


    Í kaflanum er kveðið á um gildissvið laganna og skilgreiningar á þeim hugtökum sem frumvarpið byggist á.

Um 1. gr.

    Í þessari grein er kveðið á um gildissvið frumvarpsins. Tekur frumvarpið til auðlinda í jörðu í landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni innan netlaga. Samkvæmt lög um nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, er íslenska ríkið eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt til hafs sem full veldisréttur Íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki. Þau lög taka því við þar sem fyrirhuguðu gildissviði frumvarpsins sleppir.
    Í 2. mgr. er að finna skilgreiningu á grunnhugtaki frumvarpsins, auðlind. Frumvarpinu er ætlað að taka til hvers konar auðlinda sem vinna má úr jörðu á hverjum tíma, jafnt frumefna, efnasambanda eða orku og án tillits til þess hvort viðkomandi auðlind er í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi. Grunnvatn er auðlind í skilningi laganna en ekki yfirborðsvatn. Vatnalög, nr. 15/1923, taka til yfirborðsvatns og halda þau gildi sínu.

Um 2. gr.

    Hér er að finna skilgreiningu á meginhugtökum laganna öðrum en hugtakinu auðlind, sem áður er lýst.
    Hugtakið eignarland tekur í lögunum til þeirra landsvæða sem háð eru einkaeignarrétti. Með einkaeignarrétti er átt við að landeigandi fari með öll venjuleg eignarráð landsvæðis inn an þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma. Landsvæði, sem einungis eru háð til teknum eignarráðum, svo sem afnotarétti eins og beitarréttindum eða réttindum til veiði í vötnum, eru ekki eignarlönd í skilningi laganna. Eignarland getur verið í eigu hvaða aðila sem er, ríkis jafnt sem einstaklinga eða lögaðila.
    Í frumvarpinu er hugtakinu þjóðlendu beitt með sama hætti og í frumvarpi til laga um þjóðlendur o.fl.
    Skilgreining á netlögum er hefðbundin og í samræmi við skilgreiningar í öðrum lögum. Áður var miðað við 60 faðma sem samsvarar 115 metrum.
    Auðlindir samkvæmt frumvarpinu má flokka í þrjá meginflokka, jarðefni, jarðhita og grunnvatn. Skilgreiningar þessara hugtaka þarfnast ekki skýringa.

Um 3. gr.


    Lagt er til að kveðið verði á um í lögum hvernig eignarrétti að auðlindum skuli háttað. Þannig sé staðfest að eignarlandi, þar með talið innan netlaga í stöðuvötnum og sjó, fylgi eignarréttur að auðlindum í jörðu, í samræmi við ríkjandi sjónarmið um inntak eignarréttar.
    Þá er staðfest í niðurlagi greinarinnar að í þjóðlendum séu auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins. Til greina kemur að kveða á um að auðlindir í þjóðlendum tilheyri ríkinu eða að ís lenska ríkið ráði yfir þeim og fari með rétt til að hagnýta þær. Allar leiða þessar aðferðir við lagasetningu til sömu niðurstöðu í raun. Í niðurlagi ákvæðisins er gerður fyrirvari þess efnis að auðlindir í þjóðlendum geti verið eign annarra ef þeir sanna rétt sinn til þeirra.
    Um ákvæðið vísast að öðru leyti til almennra athugasemda hér að framan.

Um III. kafla.

    Hér er að finna ákvæði um heimildir stjórnvalda til þess að hlutast til um leit og rannsóknir á auðlindum í jörðu og leyfisveitingu þar að lútandi. Lagt er til að sömu reglur gildi um jarð efni, jarðhita og grunnvatn og reglur þar um því samræmdar frá því sem nú er.

Um 4. gr.

    Lagt er til að stjórnvöldum verði gert kleift að hafa frumkvæði að leit og rannsóknum á auðlindum í jörðu og heimila það öðrum með útgáfu rannsóknarleyfis, en svo er leyfi til leitar og rannsóknar nefnt í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að heimildir ráðherra nái bæði til land svæða utan eignarlands og innan. Þá er lagt til að heimild ráðherra til frumkvæðis sé óháð því hvort landeigandi hafi sjálfur hlutast til um slíka leit eða rannsókn.
    Landeiganda yrði samkvæmt frumvarpinu heimilt að framkvæma leit eða rannsókn á eign arlandi sínu án leyfis. Honum ber þó að gera fyrir fram grein fyrir verulegum framkvæmdum, svo sem borunum, sprengingum eða gerð námuganga, og er Orkustofnun heimilt að setja skil yrði fyrir umræddum framkvæmdum. Auk þessa kunna ákvæði annarra laga að eiga við.


Um 5. gr.

    Hér er kveðið á um inntak rannsóknarleyfis samkvæmt frumvarpinu. Þá er kveðið á um skyldu ráðherra til að leita umsagnar Orkustofnunar við veitingu rannsóknarleyfa.

Um 6. gr.


    Í 1. mgr. er því slegið föstu að nýting auðlinda úr jörðu sé háð leyfi iðnaðarráðherra hvort sem er til nýtingar auðlinda í eignarlöndum eða utan þeirra. Í þessu felst að einnig landeig anda er óheimilt að hefja nýtingu á jarðefnum og meiri háttar nýtingu á jarðhita og grunnvatni án leyfis ráðherra. Regla þessi á þó ekki við um nýtingu á grjóti, möl, sandi, vikri, gjalli og öðrum slíkum gos- og steinefnum, svo og mold, mó og surtarbrandi, sem fram fer á eignar landi, sbr. 8. gr. frumvarpsins. Er það óbreytt regla frá gildandi lögum. Landeiganda er og heimilt að hagnýta jarðhita án leyfis til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til iðnaðar og iðju, og grunnvatn til svipaðrar starfsemi, sbr. 1. mgr. 10. gr. og 14. gr. frumvarpsins. Þá þykir eðlilegt að landeigandi, sem veitt hefur verið rannsóknarleyfi, njóti forgangs við veitingu nýtingarleyfis. Hafi hann hins vegar ekki fengið rannsóknarleyfi á hann ekki slíkan forgangs rétt.
    Í 2. mgr. er kveðið á um inntak nýtingarleyfis. Um skilyrði og efni nýtingarleyfa að öðru leyti er fjallað í VIII. kafla laganna.
    Gert er ráð fyrir að Orkustofnun veiti ráðherra umsögn áður en leyfi er veitt. Þá þykir eðli legt að sveitarstjórnir veiti umsögn um útgáfu nýtingarleyfis innan marka sveitarfélags þar sem hagsmunir þess eru ríkir bæði frá efnahagslegu og umhverfisverndarlegu sjónarmiði.

Um 7. gr.

    Í 1. mgr. er gert að skilyrði fyrir því að vinnsla hefjist að nýtingarleyfishafi nái samkomu lagi við landeiganda um endurgjald fyrir auðlindina eða fengið heimild til eignarnáms og óskað eftir mati náist ekki samkomulag. Matið skal fara eftir ákvæðum 29. gr. en þar er fjall að um eignarnámsmat. Hefur landeigandi 60 daga frest til þessa frá útgáfudegi nýtingarleyfis, ella fellur leyfið úr gildi. Þá þykir eðlilegt að nýtingarleyfi falli úr gildi hefjist nýting ekki innan þriggja ára.
    Þar sem gert er ráð fyrir því í 4. gr. að ráðherra geti hlutast til um leit og rannsókn auðlinda án tillits til þess hvort landeigandi hafi sjálfur hafið slíka leit, þykir eðlilegt að kveðið verði á um að rannsóknarniðurstöður þeirra rannsókna sem landeigandinn hefur staðið fyrir verði metnar til verðmætis gagnvart nýtingarleyfishafa. Úr ágreiningi um þá greiðslu skal skorið með mati skv. 29. gr. frumvarpsins. Í frumvarpinu er hins vegar ekki gert ráð fyrir að rannsóknarleyfishafar, aðrir en landeigandi eða aðilar á hans vegum sem ekki hafa rann sóknarleyfi, eigi rétt á bótum eða endurgreiðslu vegna rannsóknarkostnaðar enda á rann sóknarleyfishafi kost á að afla sér forgangs að nýtingarleyfi, sbr. 2. mgr. 5. gr. frumvarpsins.

Um 8. gr.


    Ekki þykir fært að rannsóknar- og nýtingarleyfi þurfi til rannsóknar og nýtingar á hinum algengari jarðefnum sem fram fer á eignarlandi. Landeiganda eða öðrum sem hann semur við yrði því heimilt að nýta þessi jarðefni á leyfis. Hér er byggt á sömu afmörkun og nú er í gildi samkvæmt námulögum. Um nýtingu þessara jarðefna gilda almennar reglur, svo sem um umhverfismat o.fl. Að því er varðar nýtingu jarðefna á jarðeignum ríkisins er rétt að taka fram að samkomulag er milli landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um að sömu reglum um nýtingarleyfi og nú gilda samkvæmt námulögum sé fylgt vegna nýtingar á jarðeignum sem landbúnaðarráðuneytið fer með.
    Hins vegar taka ákvæði frumvarpsins um leit og nýtingu til allra jarðefna í þjóðlendum. Þannig má sem dæmi nefna að nýting á vikri innan marka eignarlands er ekki háð leyfi ráð herra en leit og nýting á vikri utan eignarlands er háð leyfi.

Um 9. gr.

    Hér er um hliðstæða reglu að ræða og fram kemur í 1. mgr. 12. gr. frumvarpsins að því er jarðhita varðar. Þykir eðlilegt að gæta hér samræmis.

Um 10. gr.

    Lagt er til að öll venjuleg nýting jarðhita á eignarlandi sé heimil án leyfis ráðherra. Þannig geti landeigandi stundað atvinnurekstur sem tengdur er búskap eða eðlilegri nýtingu landsins. Lagt er til að miðað verði við tiltekin mörk hér að lútandi, allt að 5 MW. Vermi miðast við þrí punktsástand vatns, en svo nefnist það ástand þegar vatnið er 0,01°C heitt og undir 611,2 Pa (6,112 mb) þrýstingi. Þá eru ís, vatn og gufa í varmafræðilegu jafnvægi. Fyrirvari er gerður um það að tilkynna beri Orkustofnun ef verulegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar.
    Um heimild til nýtingar jarðhita til raforkuvinnslu er vísað til orkulaga, sbr. 2. mgr. Ákvæði þessara laga um leyfi til nýtingar jarðhita eiga því ekki við um raforkuvinnslu. Sömu sjónarmið gilda hins vegar að sjálfsögðu um eignarhald á jarðhita auk þess sem ákvæði lag anna um vernd og meðferð jarðhitasvæða geta átt við.
    Samkvæmt þessu getur landeigandi nýtt jarðhita án leyfis allt að 5 MW, en leyfi ráðherra þarf til nýtingar landeiganda á jarðhita frá 5 MW. Skv. 10. gr. orkulaga, nr. 58/1967, þarf leyfi ráðherra til að reisa og reka raforkuver af stærðinni 200–2.000 kw en til að reisa og reka raforkuver stærra en 2.000 kw þarf leyfi Alþingis.

Um 11. gr.

    Greinin er sama efnis og 15. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967, en orðalagi hefur verið breytt. Í lok 3. mgr. er tekið fram að matið skuli framkvæmt í samræmi við ábúðarlög, en nú gildandi ábúðarlög eru nr. 64/1976.

Um 12. gr.

    Grein þessi er að stofni til byggð á 16. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967. Meginreglan er sú að ekki má undanskilja jarðhitaréttindi við sölu jarðar nema þegar um ríkisjarðir er að ræða, en þá ber að undanskilja jarðhitaréttindi við sölu þeirra.


Um 13. gr.

    Lagt er til að sveitarfélagi verði fenginn ákveðinn forgangur til nýtingarleyfa vegna jarð hita innan marka sveitarfélags. Þykir þetta nauðsynlegt með tilliti til samfélagslegra hags muna í sveitarfélaginu.

Um 14. gr.

    Hér er um hliðstæða reglu að ræða og fram kemur í 1. mgr. 10. gr. frumvarpsins og áður er lýst. Þannig er landeiganda heimilt að hagnýta grunnvatn án leyfis til heimilis- og bús þarfa, þar með talið til fiskeldis, iðnaðar og iðju innan eignarlands, allt að tilteknum mörkum sem lagt er til að verði 100 sekúndulítrar.

Um 15. gr.

    Hér er um hliðstæða reglu að ræða og fram kemur í 13. gr. frumvarpsins og áður er lýst.

Um VIII. kafla

    Hér er fjallað um skilyrði fyrir veitingu leyfa samkvæmt lögunum, efni þeirra og afturköll un. Ákvæði kaflans taka til allra auðlinda samkvæmt lögunum og eiga bæði við um útgáfu rannsóknar- og nýtingarleyfis, eftir því sem við á.

Um 16. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 17. gr.

    Ákvæði þetta á einvörðungu við um útgáfu nýtingarleyfa. Lagt er til að ráðherra verði gert að meta umsóknir um veitingu nýtingarleyfa út frá tilteknum forsendum. Þannig skuli taka tillit til þjóðhagslegra hagsmuna, umhverfissjónarmiða og nýtingar sem hafin er í næsta ná grenni. Veiting nýtingarleyfa vegna auðlinda í eignarlandi mun því taka mið af þessum sjón armiðum sem ganga þá framar hagsmunum landeiganda.

Um 18. gr.

    Hér eru nánar tilgreind þau efnisatriði leyfis sem þurfa að vera til staðar í leyfi. Ákvæðið er hliðstætt 12. gr. námulaga, nr. 24/1973, og þarfnast ekki skýringar.

Um. 19. gr.

    Lagt er til að ráðherra geti haft frumkvæði að rannsókn og vinnslu með því að auglýsa eftir umsóknum um leyfi. Einnig getur verið heppilegt að beita þessu ákvæði þegar fleiri aðilar sækjast eftir leyfum.

Um 20. gr.

    Hér er fjallað um heimildir ráðherra til afturköllunar leyfis. Þarfnast ákvæðið ekki frekari skýringar.

Um IX. kafla.

    Rétt þykir að fjalla í sérstökum kafla um vernd og eftirlit með vinnslusvæðum, upplýs ingagjöf og meðferð upplýsinga. Ákvæði kaflans taka til allra auðlinda samkvæmt lögunum og eiga bæði við um starfsemi samkvæmt rannsóknar- og nýtingarleyfi, eftir því sem við á.

Um 21. gr.

    Hér er lagt til að Orkustofnun verði fengið það hlutverk að hafa eftirlit með leitar- og vinnslusvæðum samkvæmt útgefnum leyfum og gefa ráðherra skýrslu um framkvæmd leitar, rannsóknar og vinnslu samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Frumvarpið byggir á því að Orkustofnun fari með eftirlit með leitar- og vinnslusvæðum og vörslu og umsjón þekk ingaröflunar hér að lútandi, sbr. 22. gr. Eðlilegt hlýtur að teljast að stofnunin fari með með þessi málefni þótt meginverkefni hennar séu á sviði jarðhita og vatnsorku.

Um 22. gr.

    Hér er kveðið á um upplýsingaskyldu rannsóknar- og nýtingarleyfishafa. Í 1. mgr. er kveð ið á um almenna upplýsingaskyldu þessara aðila gagnvart Orkustofnun. Gert er ráð fyrir að eigi sjaldnar en árlega á meðan á leyfistíma stendur og auk þess í lok hans verði Orkustofnun send skýrsla um framvindu mála. Til leiðbeiningar eru í ákvæðinu talin upp helstu atriði sem greina skal frá í skýrslunni, en heimilt er að kveða á um fleiri atriði í viðkomandi leyfi. Auk þess er Orkustofnun heimilt að óska eftir sýnum. Með jarðfræðilegum sýnum er bæði átt við jarðefnasýni og vatnssýni.
    2. mgr. er að hluta byggð á ákvæðum 52. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967. Þá er kveðið á um þá nýjung að skylt sé að láta Orkustofnun vita ef önnur verðmæt efni en heitt vatn eða gufa finnast við jarðboranir.

Um 23. gr.

    Í þessari grein er kveðið á um meðferð upplýsinga sem veittar eru Orkustofnun. Lagt er til að upplýsingar séu bundnar trúnaði á gildistíma leyfis, framlengingar þess og þegar rann sóknarleyfishafa er veittur forgangur að nýtingarleyfi skv. 2. mgr. 5. gr. Þegar rannsóknar leyfishafa er veitt nýtingarleyfi í beinu framhaldi af rannsókn helst trúnaðarskyldan. Þó er gert ráð fyrir að unnt sé að takmarka trúnaðarskyldu í viðkomandi leyfi. Þannig er heimilt að tilgreina þau atriði sem ekki eru bundin trúnaði og stytta eða lengja þann tíma sem upplýsing ar eru bundnar trúnaði. Gert er ráð fyrir að upplýsingar sem veittar eru samkvæmt ákvæðum frumvarpsins verði í vörslu Orkustofnunar. Orkustofnun er því heimilt að ráðstafa þeim þegar trúnaðarskylda er niður fallin og utanaðkomandi aðilum heimill aðgangur að upplýsingunum. Orkustofnun er einnig heimilt að nýta sér upplýsingar almennt í vísindaskyni, á meðan leyfi er í gildi, enda sé trúnaðarskylda virt.

Um 24. gr.

    Greinin er samhljóða 49. og 50. gr. orkulaga, nr. 58/1967, nema að því leyti að hún tekur bæði til jarðhitasvæða og grunnvatns. Einnig er skýrt kveðið á um skipun matsmanna og frá gang borhola.

Um 25. gr.

    Ákvæði þessarar greinar er ætlað að stuðla að sem hagkvæmastri nýtingu jarðhita og grunnvatns.

Um 26. gr.

    Ákvæðið á sér hliðstæðu í 18. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967, og 7. gr. núgildandi námulaga, nr. 24/1973, að breyttu breytanda.

Um 27. gr.

    Grein þessi er á sér m.a. fyrirmynd í 14. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967. Greinin á við um allar auðlindir.

Um 28. gr.

    Samkvæmt III. og IV. kafla frumvarpsins getur ráðherra veitt öðrum en landeiganda rann sóknar- og nýtingarleyfi. Skv. 26. gr. er landeiganda enn fremur skylt að veita leyfishöfum óhindraðan aðgang að eignarlandi og hlíta ákvæðum leyfis þar að lútandi. Verði landeigandi fyrir tjóni af þeim sökum á hann því rétt á bótum fyrir tjón sem hann sýnir fram á. Náist ekki samkomulag um bætur skal ákveða þær með eignarnámsmati.

Um 29. gr.

    Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins skal nýtingarleyfishafi óska eftir mati á endurgjaldi fyrir auðlind innan tiltekins tíma frá útgáfu leyfis náist ekki samkomulag þar að lútandi. Um slíkt mat er vísað til þessarar greinar, þ.e. að um eignarnámsmat skuli vera að ræða. Ákvæði 1. mgr. 29. gr. segir að ráðherra geti tekið auðlindir eignarnámi ásamt nauðsynlegu landi, mannvirkjum, aðstöðu til vinnslu auðlinda og öðrum réttindum landeiganda. Ráðherra af hendir nýtingarleyfishafa hin eignarnumdu verðmæti. Leyfishafi ber allan kostnað af eignar náminu.
    Í 2. mgr. er almenn eignarnámsheimild til handa ráðherra til nýtingar á auðlindum, svo og til að koma í veg fyrir að nýting hefjist sem spillt geti þegar hafinni nýtingu. Þetta gæti sér staklega átt við borun eftir jarðhita eða vatni, sbr. 17. gr. núgildandi orkulaga. Að öðru leyti eiga ákvæði þessarar greinar sér hliðstæðu í 19. gr. orkulaga og 1. og 2. mgr. 8. gr. námulaga, nr. 24/1973.
    3. mgr. er samhljóða 6. mgr. 8. gr. námulaga, nr. 24/1973. Samkvæmt orðanna hljóðan er ekki nauðsynlegt að hinar eignarnumdu auðlindir séu innan marka viðkomandi sveitarfélags.
    4. mgr. felur í sér eðlilega sanngirnisreglu vegna hagsmuna landeiganda.

Um 30. gr.

    Í þessari grein er nýmæli þess efnis að landeigandi eigi val um það hvernig endurgjald fyr ir auðlind verði metið og hvernig útgreiðslu þess verði háttað, annars vegar að endurgjald fyr ir auðlindirnar verði metið sem bætur sem greiðast í einu lagi eða hins vegar sem árleg greiðsla meðan vinnsla auðlindar samkvæmt nýtingarleyfi stendur yfir. Bætur fyrir annað en endurgjald ber að meta sérstaklega. Lagt er til að landeigandi hafi 45 daga frest til þess að taka ákvörðun hér að lútandi frá því að ákvörðun um eignarnám er tekin eða óskað hefur verið eftir mati, sbr. 1. mgr. 7. gr.
    Í 2. mgr. er kveðið á um hvernig ákvarða skuli bætur sem greiddar eru sem árleg greiðsla meðan vinnsla auðlindar samkvæmt nýtingarleyfi stendur yfir. Lagt er til að bæturnar verði ákveðinn hundraðshluti eða önnur fast ákveðin eining miðað við verðmæti á tilteknu vinnslu stigi. Ákvarða verður hvort miða skuli við söluverðmæti fullunninnar auðlindar eða hvort nota eigi aðrar viðmiðanir. Heimilt er að tengja endurgjald að nokkru eða öllu leyti við af komu viðkomandi vinnslu. Þannig kemur til greina að miða afkomu viðkomandi námu við vinnslu jarðefna. Í niðurlagi greinarinnar er kveðið á um að í matinu skuli ákvarða gjalddaga greiðslunnar, hvort hún skuli endurskoðuð og hvort og hvernig skuli setja fram tryggingu að kröfu landeiganda.
    Landeigandi hefur samkvæmt þessari grein val um það hvort hann fær bætur greiddar með eingreiðslu sem metnar eru út frá líkum og áætlunum um verðmæti og magn eða fær bætur jafnóðum sem taka mið af því hvernig vinnsla gengur. Ljóst er að ekki er hægt að gefa tæm andi leiðbeiningar um mat en í 2. mgr. er þó lagður til ákveðinn rammi utan um það mat.
    Í 3. mgr. er vísað til almennra reglna um framkvæmd eignarnáms, sbr. lög nr. 11/1973, um framkvæmd eignarnáms.

Um 31. gr.

    Í þessari grein er lagt til að iðnaðarráðherra semji við nýtingarleyfishafa um endurgjald fyrir auðlindir í eignarlöndum ríkisins í samráði við þann aðila sem fer með forræði eignar innar. Í flestum tilvikum fer landbúnaðarráðuneytið með málefni jarða í ríkiseign, sbr. ákvæði jarðalaga. Um samninga um endurgjald fyrir auðlindir í þjóðlendum og leigu fyrir nauðsynlegt land og önnur réttindi sem leyfishafi þarf til að hagnýta auðlind í þjóðlendum sem leyfið tekur til fer eftir frumvarpi til laga um þjóðlendur sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi.

Um 32. gr.

    Óeðlilegt þykir að leyfi sem hér eru til umfjöllunar geti gengið kaupum og sölum eða að þau sé hægt að setja til tryggingar fjárskuldbindingum.

Um 33.–35. gr.

    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um
eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að öllum lögum um auðlindir í jörðu verði skipað í einn lagabálk. Með því yrði skýrt kveðið á um eignarrétt og nýtingarrétt á auðlindum á landi, í vötnum og í sjó. Einnig er gert ráð fyrir skýrum reglum um leyfi til rannsókna og nýtingar auðlinda. Frumvarp þetta var flutt á 121. þingi og eru efnislegar breytingar á því óverulegar og hafa ekki áhrif á kostnað.
    Verði frumvarp þetta að lögum má gera ráð fyrir að nokkur kostnaður við rannsóknir og leyfisveitingar falli á Orkustofnun. Orkustofnun hefur gert áætlun um þann kostnað sem af samþykkt frumvarpsins kann að leiða. Fjármálaráðuneytið hefur yfirfarið þá áætlun og með hliðsjón af henni er talið að kostnaður af samþykkt frumvarpsins geti numið 4–5 m.kr. á ári. Kostnaður iðnaðarráðuneytisins af umsjá með lögunum mun á móti lækka eitthvað en sú lækkun verður óveruleg. Skv. 9. tölul. 18. gr. er gert ráð fyrir að greiðsla kostnaðar af eftirliti falli á leyfishafa og skv.10. tölul. að leyfisgjald verði greitt af rannsóknar- og nýtingarleyfum til að mæta kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfis. Ekki er talið að tekjur af þessum ákvæðum geti numið þeim fjárhæðum að þau greiði allan þann kostnað sem af samþykkt frumvarpsins leiðir.