Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 585 – 319. mál.



Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um dánarbætur almannatrygginga.

     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á stuðningi almannatrygginga vegna andláts maka, á
            a.      dánarbótum og
            b.      ekkjulífeyri,
        undanfarin fimm ár?

    Ítarleg svör varðandi þennan málaflokk hafa þegar verið gefin í fyrirspurnartíma Alþing is, miðvikudaginn 17. desember sl.

Dánarbætur.
    Um greiðslu dánarbóta fór áður skv. 17. gr. almannatryggingalaga, nr. 67/1971, en grein in var svohljóðandi:
     „Hver, sem á lögheimili hér á landi og verður ekkja eða ekkill innan 67 ára aldurs, á rétt á bótum í sex mánuði eftir lát maka, kr. … á mánuði.
    Hafi bótaþegi barn yngra en 18 ára á framfæri sínu, á hann rétt á bótum í 12 mánuði til viðbótar, kr. … á mánuði.“

    Þann 1. janúar 1994 tóku gildi lög nr. 118/1993, um félagslega aðstoð. Í 6. gr. þeirra laga er nú kveðið á um greiðslu dánarbóta. Þar segir:
     „Heimilt er að greiða hverjum þeim, sem á lögheimili hér á landi og verður ekkja eða ekkill innan 67 ára aldurs, bætur í sex mánuði eftir andlát maka, … kr. á mánuði.
    Ef hlutaðeigandi er með barn yngra en 18 ára á framfæri eða við aðrar sérstakar að stæður er heimilt að greiða bætur í a.m.k. 12 mánuði til viðbótar en þó aldrei lengri tíma en 48 mánuði, … kr. á mánuði.“

    Jafnframt eru í gildi reglur um úthlutun dánarbóta samkvæmt ofangreindu ákvæði en þær voru staðfestar af tryggingaráði 22. nóvember 1996. Í reglunum er kveðið á um greiðslu dánarbóta til sex mánaða (1. mgr. 1. gr.) og í 12 mánuði til viðbótar ef viðkomandi er með barn undir 18 ára aldri á framfæri sínu (2. mgr. 1. gr.). Þá segir að frá og með 19. mánuði eftir andlát maka skuli dánarbótum úthlutað til allt að 12 mánaða í senn þeim sem eru með tvö börn eða fleiri á framfæri (1. mgr. 2. gr.). Þessar fjárhæðir skal skerða á sama hátt og örorkulífeyri (5. mgr. 2. gr.).

Ekkjulífeyrir.
    Um greiðslu ekkjulífeyris fór áður skv. 18. gr. almannatryggingalaga, nr. 67/1971. Við gildistöku laga nr. 118/1993, um félagslega aðstoð, var ákvæðið tekið upp í 7. gr. þeirra laga, efnislega nánast óbreytt.
    Með reglugerð frá 16. júní 1994 var kveðið á um að frá og með 1. júlí 1994 skyldi ekkju lífeyrir skertur ef árstekjur hlutaðeigandi væru hærri en tiltekin fjárhæð. Skyldi þá skerða ekkjulífeyri um 25% þeirra tekna sem umfram væru uns hann félli niður.
    Með 42. gr. laga nr. 144/1995 var 7. gr. laga nr. 118/1993 felld brott, en í 43. gr. sömu laga er kveðið á um greiðslu ekkjulífeyris í ákvæði til bráðabirgða. Þar segir:
     „Konur sem fá greiddan ekkjulífeyri 31. desember 1995, skulu fá ekkjulífeyri greiddan til 67 ára aldurs enda uppfylli þær skilyrði fyrir greiðslu ekkjulífeyris sem giltu fyrir 1. janúar 1996. Greiðsla ekkjulífeyris til þessa hóps skal vera í samræmi við reglur um greiðslu ekkjulífeyris sem giltu fyrir 1. janúar 1996.“

     2.      Hversu margir hafa fengið greiðslur dánarbóta lengur en hefðbundna
            a.      sex mánuði og
            b.      átján mánuði fyrir barnafólk
        frá því að slíkar greiðslur voru heimilaðar?


Dánarbætur lengur en í sex mánuði.
Ár Bótaþegar
1993 83
1994 89
1995 99
1996 100
1997 99

Dánarbætur lengur en í 18 mánuði.
    Ekki er komin reynsla á þessar bætur fyrir barnafólk þar sem rétturinn til þeirra skapaðist í raun ekki fyrr en í júlí á þessu ári.
    Unnið hefur verið að kynningu þessa réttar en ætla má að tilviljun hvað varðar fjölskyldu hagi eða tekjur eftirlifenda á þessu tímabili ráði því að enginn hefur enn notið dánarbóta lengur en í 18 mánuði.