Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 589 – 290. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um húsaleigubætur.

Frá minni hluta félagsmálanefndar (PHB).



     1.      Við 3. gr. Orðin „og að honum hafi verið þinglýst“ í 3. mgr. falli brott.
     2.      Við 4. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Húsaleigubætur miðast við ákveðna íbúð og ákvarðast af fjölda þeirra sem búa í íbúðinni. Þær skulu skerðast hlutfallslega við tekjur og eignir allra þeirra sem lögheimili hafa í íbúðinni og ekki vera hærri en 80% af leigunni.
     3.      Við 6. gr.
            a.      Orðin „og eru lágmarksskilyrði a.m.k. eitt svefnherbergi ásamt séreldhúsi eða eldunaraðstöðu og sérsnyrtingu og baðaðstöðu“ í 2. mgr. falli brott.
            b.      3. mgr. falli brott.
     4.      Við 7. gr. 2. og 3. mgr. falli brott.
     5.      Við 8. gr.
            a.      Orðin „og eru þá tekjur barna umsækjenda sem eru 20 ára og eldri meðtaldar“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
            b.      3. málsl. 1. mgr. falli brott.
            c.      Orðin „Bætur almannatrygginga og“ í 2. mgr. falli brott.
            d.      3. mgr. orðist svo:
                        6% af skattskyldri eign allra fjölskyldumeðlima skulu talin til tekna hennar.
     6.      Við 10. gr. Orðin „og þinglýstur“ í 1. tölul. 1. mgr. falli brott.
     7.      Við 12. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Húsaleigubætur koma til greiðslu frá og með næsta almanaksmánuði eftir að umsókn barst og skilyrði eru uppfyllt.
     8.      Við 14. gr. 3. mgr. falli brott.