Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 689 – 385. mál.



Fyrirspurn



til forsætisráðherra um flutning þróunarsviðs Byggðastofnunar til Sauðárkróks.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hvaða hagkvæmnisrök liggja að baki þeirri ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar að flytja þróunarsvið hennar til Sauðárkróks?
     2.      Hver verður hinn faglegi ávinningur af flutningnum, sérstaklega ef núverandi starfsmenn flytjast ekki með?
     3.      Var þessi ákvörðun tekin í samráði við eftirfarandi ábyrgðarmenn og stjórnendur stofnunarinnar: forsætisráðherra, forstjóra stofnunarinnar og forstöðumann þróunarsviðsins?
     4.      Hefur starfsfólki þróunarsviðs verið greint frá þessari ákvörðun á formlegan hátt og hugur þess til flutnings á Sauðárkrók verið kannaður?
     5.      Er þörf á reglugerðarbreytingu vegna flutningsins, og ef svo er, mun þá ráðherra gera þær breytingar sem krafist er þannig að ekki verði tafir á flutningi þróunarsviðs?
     6.      Er ákvörðunin um flutning þróunarsviðs tímabær ef áætluð heildarendurskoðun á lögum og starfsemi Byggðastofnunar samkvæmt verkefnalista ríkisstjórnarinnar stendur fyrir dyrum?
     7.      Hver er áætlaður kostnaður við flutninginn að því gefnu að enginn af núverandi starfsmönnum sviðsins flytjist og réttur þeirra til biðlauna í eitt ár verði fullnýttur?
     8.      Getur starfsfólk fleiri ríkisstofnana átt von á því að störf þeirra verði flutt nær fyrirvaralaust í annan landshluta á næstunni?
     9.      Hver er reynsla nágrannaþjóðanna af stofnanaflutningi? Er ástæða til þess að ætla að reynslan hérlendis verði önnur en t.d. reynsla Svía?
     10.      Var stofnun útibúa Byggðastofnunar á Sauðárkróki, Egilsstöðum, Ísafirði og Akureyri, þ.e. nær vettvangi á landsbyggðinni, mistök, og verða útibúin lögð niður í framhaldi af flutningi þróunarsviðs til Sauðárkróks?


Skriflegt svar óskast.