Ferill 369. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 712 – 369. mál.



Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um skipaðan talsmann barna í forsjármálum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu oft hefur barni verið skipaður talsmaður til að gæta hagsmuna þess við úrlausn forsjármáls frá því að heimildin var sett í lög, sbr. 34. gr. barnalaga,
     a.      þegar dómstóll sker úr ágreiningsmáli,
     b.      þegar dómsmálaráðuneyti fer með úrskurðarvald?
    Svarið óskast sundurliðað eftir dómstólum.


    Samkvæmt upplýsingum frá öllum héraðsdómstólum hefur aldrei komið til þess að tals maður hafi verið skipaður á grundvelli 34. gr. barnalaga. Þá hefur dómsmálaráðuneytið ekki skipað slíkan talsmann.