Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 720 – 399. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um dvalar- og hjúkrunarheimili.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Eru í gildi reglur um það hvaða þjónusta og tómstundastarf skuli vera til staðar á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða? Ef svo er, hverjar eru þessar reglur og hvernig er eftirliti með því að þeim sé framfylgt háttað?
     2.      Eftir hverju er farið þegar ákveðnar eru mánaðarlegar greiðslur eða daggjöld fyrir dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimilum?
     3.      Hver er heildarkostnaður á mánuði vegna hvers einstaklings, sundurliðað eftir kostnaðarliðum,
            a.      á dvalarheimili,
            b.      á hjúkrunarheimili?
     4.      Er um að ræða mismunandi greiðslur eftir þjónustustigi hvers heimilis? Ef svo er, hver metur þá þjónustu sem er í boði og hverjar er mánaðarlegar greiðslur vegna hvers ein staklings, skipt niður á heimili?
     5.      Hvaða reglur gilda um kostnaðarþátttöku hvers einstaklings vegna dvalar hans á dvalar- eða hjúkrunarheimili og hvernig er eftirliti háttað með framkvæmd þeirra reglna?
     6.      Er hverjum þeim sem á eða rekur dvalar- eða hjúkrunarheimili skylt að afhenda einstaklingi sem dvelur á viðkomandi heimili eða aðstandanda hans reglubundið yfirlit yfir greiðsluþátttöku hans? Ef slík skilyrði eru ekki fyrir hendi, mun ráðherra beita sér fyrir því að þau verði sett?


Skriflegt svar óskast.