Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 741 – 420. mál.



Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um þátttöku í sjávarútvegsverkefnum erlendis.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Í hve miklum mæli hefur stjórn Þróunarsjóðs sjávarútvegsins lagt fram hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækjum til að taka þátt í verkefnum erlendis, sbr. lög nr. 92/1994, bráða birgðaákvæði IV?
     2.      Í hvaða formi hefur það hlutafé verið lagt fram, hvaða fyrirtæki er um að ræða, í hvaða löndum starfa þau eða hafa starfað og hefur þessi stuðningur verið auglýstur þannig að fyrirtæki gætu keppt um hann?
     3.      Hvaða annar opinber stuðningur hefur staðið þeim fyrirtækjum til boða sem farið hafa í sjávarútvegsverkefni erlendis? Hefur sá stuðningur verið auglýstur?
     4.      Telur sjávarútvegsráðherra að um fullnægjandi stuðning sé að ræða eða telur hann að fyrirtækin þurfi frekari hvatningar við? Ef svo er, í hvaða formi gæti sá stuðningur verið?


Skriflegt svar óskast.