Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 748 – 336. mál.



Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um fjárfestingaráform í verslunar húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

1.      Hvaða áhrif munu fyrirhuguð áform um tvöföldun fjárfestinga í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum hafa á helstu þjóðhagsstærðir, svo sem þenslu, lántökur, atvinnuástand, viðskiptahalla og verðbólgu? Er hætta á að þessi fjár festingaráform tefli í tvísýnu stöðugleika í þjóðfélaginu?
    Ýmis áform eru nú uppi um fjárfestingar í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Hér er einkum um að ræða uppbyggingu á Smárahvammslandi í Kópavogi og stækkun Kringlunnar í Reykjavík. Rétt er að taka fram að hér er um áform einkaaðila að ræða og mikil samkeppni á þessu sviði hefur í för með sér að viðskiptaleynd er um þau. Upp lýsingar eru því af skornum skammti um marga þætti þessara fjárfestinga. Af þeim sökum verður ekki komið við mati á þjóðhagslegum áhrifum þeirra á þessu stigi. Þannig liggur m.a. ekki fyrir hvernig fjármögnun verður og að hvaða leyti erlendir fjárfestar munu taka þátt. Lauslega má ætla að þessar fjárfestingar gætu numið um 5–7 milljörðum kr. yfir þriggja ára tímabil. Í eftirfarandi töflu er sýnd áætlun um þróun fjárfestingar í verslunarhúsnæði undan farinn rúman áratug.

Fjárfesting í verslunarhúsnæði 1985–96.



Millj. kr. á
verðlagi ársins 1996

Hlutfall af
heildarfjárfestingu, %
Magnvísitala fjárfestingar
í verslunarhúsnæði
1990 = 100
1985 3.030 3,8 104,4
1986 3.306 4,2 114
1987 5.103 5,6 175,9
1988 3.805 4,1 131,2
1989 3.465 4 119,4
1990 2.900 3,4 100
1991 2.473 2,8 85,2
1992 2.452 3,2 84,5
1993 2.120 3 73,1
1994 1.890 2,7 65,1
1995 1.987 2,9 68,5
1996 2.350 2,8 81

    Taflan sýnir að fjárfesting í verslunarhúsnæði hefur verið sögulega mjög lítil á undanförnum árum. Til samanburðar má benda á mikla fjárfestingu árið 1987, en þá var Kringlan byggð. Áform umræddra aðila um 5–7 milljarða kr. fjárfestingu yfir þriggja ára tímabil virð ast í þessu samhengi ekki líkleg til að breyta þjóðhagsforsendum að neinu marki.
    Þá verður að hafa í huga að fjárfesting í stóriðju og orkuverum mun nema samtals um 45–50 milljörðum kr. á árunum 1997–99, en þungi þeirra fellur til árin 1997 og 1998. Hins vegar er reiknað með að fjárfesting í verslunarhúsnæðinu verði einkum á næsta ári.
    Áætlanir Þjóðhagsstofnunar um fjárfestingu einkaaðila á næstu árum gera ráð fyrir tölu verðri aukningu þeirra, enda eru efnahagshorfur taldar góðar. Áformin sem hér eru gerð að umtalsefni ættu í aðalatriðum að rúmast innan þeirra forsendna sem langtímaáætlun stofnun arinnar byggist á, þótt ef til vill sé þar komið að efri mörkum.
    Að öllu samanlögðu verður því trauðla haldið fram að umrædd fjárfesting tefli í tvísýnu stöðugleika í þjóðfélaginu. Slík fjárfesting er eðlilegur þáttur í vaxandi þjóðarbúskap og gera verður ráð fyrir að markviss hagstjórn geti tryggt stöðugleikann og jafnvægið, þótt fram kvæmdir einkaaðila aukist verulega við hagstæð skilyrði.

2.      Hvaða áhrif mun svo mikil fjárfesting í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafa á samkeppnisstöðu verslunar til lengri tíma litið, sem og fjárfestingaráform opinberra aðila?
    
Fjárfestar líta m.a. til þess að smásöluverslun hefur aukist mjög að undanförnu. Bættar samgöngur o.fl. hafa haft í för með sér að hlutur höfuðborgarsvæðisins í versluninni hefur vaxið umtalsvert og má gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram. Þau áform sem uppi eru byggja einnig á því að verslun flytjist í auknum mæli í verslunarmiðstöðvar og stórmarkaði. Áætlað er að rými í verslunarmiðstöðvum muni þannig tvöfaldast á þremur árum.
    Ef þessar áætlanir ganga eftir mun verslun færast í enn ríkari mæli til höfuðborgarsvæðis ins. Einnig verður að líta til þess að íslensk verslun hefur um nokkurt skeið verið í mikilli samkeppni við erlenda verslun, eins og tíðar innkaupaferðir til útlanda bera vitni um. Þá hafa aðilar í verslun og ferðaþjónustu einnig beitt sér nokkuð fyrir því að auglýsa verslunarferðir til Íslands. Fjárfesting í verslunarmiðstöðvum er vafalítið til þess fallin að styrkja samkeppn isstöðu innlendrar verslunar.
    Ekki eru bein tengsl milli fjárfestingaáforma opinberra aðila og einkaaðila. Hins vegar liggur í augum uppi að æskilegt er að hið opinbera hafi hóf á fjárfestingum sínum á sama tíma og mikil gróska er í atvinnuvegafjárfestingu. Þetta er mikilvægt út frá hagstjórnarsjón armiðum.

3.      Er hætta á að hér myndist offjárfesting í einni atvinnugrein? Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft?
    Engar forsendur eru til að kveða upp úr um hvort fjárfesting í einstökum atvinnugreinum sé of eða van. Hér er um fjárfestingu einkaaðila að ræða og verður að gera ráð fyrir því að þær hagkvæmisathuganir sem þeir hafa gert séu traustar.

4.      Hversu mikið verður verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu á hvern íbúa í samanburði við verslunarrými annars staðar á Norðurlöndum ef þessum áformum verður hrundið í framkvæmd?
    Tölfræði um stærð verslunarrýmis á höfuðborgarsvæðinu er mjög ábótavant. Fasteignamat ríkisins tekur saman upplýsingar um verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Samkvæmt fast eignamatinu er heildarstærð slíks húsnæðis 1.232.668 m 2 á höfuðborgarsvæðinu. Hinn 1. desember sl. bjuggu alls 164.375 manns á þessu svæði og eru því 7,5 m 2 verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á hvern íbúa. Tekið skal fram að ekki eru til tölur um verslunarhúsnæðið eitt og sér. Þá þarf einnig að hafa í huga að verslunarsvæði höfuðborgarsvæðisins er vitaskuld mun stærra en nemur landfræðilegum mörkum þess.
    Leitað var til ýmissa stofnana annars staðar á Norðurlöndum og óskað eftir upplýsingum um stærð verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðum þeirra. Í ljós kom að tölfræði um verslunarhúsnæði er ekki til á Norðurlöndum nema að mjög litlu leyti og virðist vera um svipuð vandamál að ræða og hér á landi. Upplýsingar bárust frá Danmörku um flatarmál verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á Kaupmannahafnarsvæðinu í eigu einkaaðila. Samkvæmt þeim tölum voru tæpir 10 m 2 á hvern íbúa.
    Með fyrirvörum um nákvæmni þessara talna benda þær ekki til að verslunarrými sé meira hér á landi á hvern íbúa en í öðrum löndum. Í þessu sambandi má einnig benda á að fjár festing í atvinnuhúsnæði hefur verið tiltölulega lítil undanfarin ár. Þannig samsvaraði slík fjárfesting til dæmis 6,3% af landsframleiðslu árið 1995 en tilsvarandi tala fyrir OECD var 6,5%. Þegar litið er yfir langt tímabil er þetta hlutfall hins vegar að jafnaði mun hærra hér á landi en að meðaltali fyrir OECD.