Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 755 – 430. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um ofbeldi á börnum.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



     1.      Hversu mörg börn voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins vegna ofbeldis sem þau höfðu verið beitt á tímabilinu 1993–97, samtals og sundurgreint eftir aldri barnanna, kyni og tegund ofbeldis?
     2.      Hversu mörg börn komu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna þess að þau höfðu verið beitt ofbeldi á tímabilinu 1993–97, samtals og sundurgreint eftir aldri barnanna, kyni og tegund ofbeldis?
     3.      Í hve mörgum tilvikum var ofbeldið gegn börnunum tilkynnt barnaverndarnefndum eða öðrum þar til bærum yfirvöldum á fyrrgeindu tímabili, á hvoru sjúkrahúsi um sig?
     4.      Hversu mörgum börnum var vísað til neyðarmóttöku vegna nauðgunar, stúlkum annars vegar og drengjum hins vegar, á árunum 1993–97?


Skriflegt svar óskast.