Ferill 539. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 923 – 539. mál.Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um tekjur og gjöld vatnsveitna.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.     1.      Hverjar voru tekjur vatnsveitna samtals í hverjum kaupstað landsins árin 1996 og 1997 samkvæmt ársreikningum og hverjar voru þær samtals hjá öllum kaupstöðum?
     2.      Hver voru útgjöld vatnsveitna samtals (samanlögð rekstrargjöld og fjárfestingar) í hverjum kaupstað árin 1996 og 1997 samkvæmt ársreikningum og hver voru útgjöldin samtals í öllum kaupstöðum?
     3.      Hver er mismunur tekna skv. 1. lið og útgjalda skv. 2. lið og hversu hátt hlutfall af tekjum ársins 1997 er mismunurinn, hvort tveggja reiknað fyrir hverja vatnsveitu fyrir sig?
     4.      Hverjar voru arðgreiðslur hverrar vatnsveitu árin 1996 og 1997, sundurliðað eftir árum og samtals?


Skriflegt svar óskast.