Ferill 463. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 954 – 463. mál.



Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um þátttöku útlendinga í virkjana undirbúningi.

     1.      Er hafin þátttaka erlendra aðila og þá hverra í athugunum um virkjanaundirbúning eða ráðgerðar virkjanaframkvæmdir hérlendis?
    Ekki er vitað til þess að erlendir aðilar hafi átt beina aðild að virkjanaundirbúningi hér á landi. Hins vegar hafa erlendir aðilar lagt mat á kostnað við öflun raforku hér á landi sem þeir hafa nýtt sér við könnun á hagkvæmni tiltekinna framkvæmda. Annars vegar er um að ræða verkefni er lýtur að lagningu sæstrengs frá Íslandi og útflutningi raforku til Hollands, svokallað Icenet-verkefni, og hins vegar sameiginlega athugun á byggingu stórs álvers og orkuvera, svokallað Noral-verkefni.
    Að Icenet-verkefninu stóðu auk Reykjavíkurborgar hollensku fyrirtækin Nuon, Epon og NKF Kabel. Landsvirkjun var óbeinn aðili að verkefninu. Þá hafa Scottish Hydro í Skot landi, Hambürgischer Electricitätswerke í Þýskalandi og Statkraft í Noregi sýnt möguleik anum á útflutningi raforku áhuga og verið í sambandi við iðnaðarráðuneyti, Landsvirkjun og Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar í því efni.
    Unnið er að athugun á byggingu álvers og orkuvera í samstarfi iðnaðarráðuneytis, Lands virkjunar og Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar við norska fyrir tækið Hydro Aluminium sem er hluti norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro. Athugunin miðast við samtengda verkefnafjármögnun álvers og virkjana.

     2.      Hvað hefur nú þegar verið aðhafst í þessum efnum og hvað er ráðgert á næstunni?
    Þau tvö verkefni sem nú eru í gangi eru fyrstu verkefnin þar sem erlendir aðilar koma að könnun á virkjunaraðstæðum og hefur í þeim fyrst og fremst verið lagt mat á stofnkostnað, en vettvangsrannsóknir hafa ekki farið fram á vegum erlendra aðila. Hugsanlegt er að síðar á þessu ári taki Hydro Aluminium þátt í kostnaði við virkjanarannsóknir sem tengjast Noral-verkefninu, en þeim rannsóknum yrði stýrt af Landsvirkjun.
    Ekki er kunnugt um áhuga annarra erlendra aðila á að standa að könnunum á byggingu virkjana hér á landi.

     3.      Sé samstarf hafið eða fyrirhugað, hvaða form er á því og hvernig er fjárhagslegum samskiptum fyrir komið milli aðila?
    Bæði Icenet-verkefnið og Noral-verkefnunum hefur verið stjórnað af sameiginlegri verk efnisstjórn aðilanna sem staðið hafa að verkefnunum. Í þeim hefur reglan verið sú að hver aðili um sig hefur borið allan kostnað af eigin starfsliði við viðkomandi athuganir en að keyptum kostnaði hefur verið skipt með ýmsu móti, samkvæmt nánara samkomulagi aðila að fengnum tillögum verkefnisstjórnanna.

     4.      Hvernig er eða verður gætt íslenskra hagsmuna í slíku samstarfi, m.a. að því er varðar þekkingu sem aflað hefur verið af innlendum aðilum á liðnum árum við orkurannsókn ir og undirbúning virkjana?
    Af hálfu Íslendinga hafa hagsmunir Íslands verið í fyrirrúmi í samstarfinu. Eðli málsins samkvæmt hefur upplýsingagjöf milli aðila verið með þeim hætti sem nauðsynlegt er til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu og hefur gagnkvæmur trúnaður ríkt á milli aðila.

     5.      Hvaða stefnu hafa íslensk stjórnvöld tekið að því er varðar aðgang útlendinga að rannsóknaniðurstöðum og þekkingu sem aflað hefur verið hingað til á vegum opin berra aðila hérlendis?
    Erlendir sem innlendir aðilar hafa eðlilega haft aðgang að almennum upplýsingum sem Orkustofnun hefur aflað og birt opinberlega, en hvorki Icenet-hópnum né Noral-hópnum hafa verið veittar upplýsingar umfram það af hálfu stofnunarinnar. Fyrirkomulag þetta var rætt við ráðuneytið vegna Icenet-verkefnisins. Iðnaðarráðuneytið hefur almennt talið eðlilegt að opinberir eða hálfopinberir aðilar, svo sem Landsvirkjun, sem sinnt hafa rannsóknum á orku lindunum og aflað upplýsinga um þær meti sjálfir hvort og þá að hve miklu leyti þeir veita öðrum innlendum eða erlendum aðilum aðgang að upplýsingunum og á hvaða kjörum, enda eru þessir aðilar best færir um að meta gildi upplýsinganna. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur þó lagt ríka áherslu á að með upplýsingar sem hafa beint viðskiptalegt gildi sé farið sem algert trúnaðarmál milli þeirra aðila sem í hlut eiga.

     6.      Hafa eigendur og/eða stjórn Landsvirkjunar tekið afstöðu til hugsanlegs samstarfs við erlenda aðila um byggingu og rekstur virkjana hérlendis og með hvaða hætti þeir nýti sér rannsóknaniðurstöður og þekkingu sem aflað hefur verið á vegum Landsvirkjunar á liðinni tíð?
    Síðla árs 1992 var gerður samningur milli Reykjavíkurborgar og hollensku fyrirtækjanna Nuon, Epon og NKF Kabel um Icenet-verkefnið. Verkefnið fólst í athugun á orkuöflun á Íslandi og flutningi raforku um sæstreng frá Íslandi til Hollands. Liður í verkefninu var könn un á möguleika þess að byggja sæstrengsverksmiðju í Reykjavík. Landsvirkjun gekk á árinu 1994 til samstarfs við þessa aðila með sérstökum samningi við þá án þess þó að verða beinn aðili að verkefninu sjálfu. Hvorki í þeim samningi né á annan hátt hefur stjórn Landsvirkjun ar tekið afstöðu til hugsanlegs samstarfs við erlenda aðila um byggingu og rekstur virkjana hérlendis. Í samstarfi um Icenet-verkefnið hefur Landsvirkjun aðallega látið hollensku fyrir tækjunum í té almennar upplýsingar um virkjunarmöguleika hér á landi til notkunar í hag kvæmniathugunum sínum, upplýsingar sem yfirleitt hafa verið aðgengilegar í opinberum gögnum. Sama máli gegnir um samstarf Landsvirkjunar við Scottish Hydro í Skotlandi, Ham bürgischer Electricitätswerke í Þýskalandi og Statkraft í Noregi, en þessir aðilar hafa sýnt úflutningsmöguleikanum áhuga. Stjórn Landsvirkjunar hefur hins vegar samþykkt að Lands virkjun yrði aðili að sameiginlegri athugun Íslendinga og Hydro Aluminium á þeim mögu leika að byggja hér á landi álver og þá gert ráð fyrir samtengdri verkefnafjármögnun álvers og virkjana. Þetta felur óhjákvæmilega í sér gagnkvæma upplýsingagjöf í trúnaði milli þess ara aðila sem nauðsynleg er til að komast að marktækri niðurstöðu.